Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3472 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju fær maður hiksta?

Líkaminn inniheldur svokallaða öndunarboða sem senda manni boð þegar við eigum að anda. Stundum senda þau aukaboð og öndunin ruglast. Þá fær maður ef til vill hiksta. Vanalega kemur hiksti eftir að fólk hefur borðað mikinn mat og sérstaklega þegar maturinn er mjög kryddaður eða þegar fólk drekkur mikinn vökv...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?

Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39. Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávars...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er Austmaður?

Orðið Austmaður var í íslenskum fornsögum haft um menn frá Noregi. Í orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, I. bindi, bls. 100) er sú skýring við orðið Austmaður að það sé notað um menn sem bjuggu í austri og tekur Fritzner fram að Íslendingar hafi með þessu orði almennt átt við Norðmenn. Þa...

category-iconLæknisfræði

Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?

Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvís...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er einhver munur á tonni og megatonni?

Í metrakerfinu eru notuð sérstök forskeyti til að tákna á einfaldan hátt ýmis veldi af tölunni 10, það er að segja tölur sem fást með því að margfalda töluna 10 með sjálfri sér eða deila með slíkum margfeldum. Þetta tengist því að talan 10 er grunntala talnakerfisins sem við notum. Veldin eða margfeldin eru ýmist ...

category-iconLögfræði

Er hægt að gefa líkama sinn til vísindarannsókna eftir dauðann?

Ekki er að finna nein ákvæði í lögum eða reglugerðum um heimild til að gefa líkama sinn til vísindarannsókna. Menn geta ánafnað líkama sinn, til dæmis til læknadeildar Háskóla Íslands, til rannsóknar og kennslu. Sá sem hefur áhuga á því gerir lögformlegan samning í votta viðurvist við Háskóla Íslands. Í samning...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað eru til mörg litbrigði af steintegundinni jaspis og hvar er jaspis helst að finna? Jaspis er dulkornótt afbrigði af kísli, SiO2, rétt eins og kalsedón (glerhallur, draugasteinn) og tinna. Jaspis er ekki hreinn kísill heldur mengaður ýmsum efnum, einkum járnsamböndum, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er upprunnið ‘að skoða eitthvað út í ystu æsar’ og hver er merkingin á bak við ‘æsar’?

Kvenkynsorðið æs merkir ‘kantur, brún, jaðar (einkum á skinni)’ en einnig ‘rifa eða gat til að draga eitthvað í gegnum’. Fleirtalan er ýmist æsar eða æsir. Það er fyrra merkingarsviðið sem kemur fram í orðasambandinu ‘út í ystu æsar’ og er fleirtalan þar oftast með -ar. Merking þess er 'algerlega' eða 'til fulls'....

category-iconLögfræði

Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?

Orðatiltækið „með lögum skal land vort byggja“ var vel þekkt til forna um öll Norðurlönd. Það kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingjalögum og í Frostaþingslögum. Í íslenskum heimildum er orðatiltækið þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni „...en með ólögum eyða“ sem einnig er í Frostaþingslögum. Í 70. k...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörg lömb voru send í sláturhús haustið 2016?

Samkvæmt upplýsingum frá Landsamtökum sauðfjárbænda var 597.973 sauðfjár slátrað árið 2016. Dilkar (lömb) voru 555.617 talsins eða 93% alls sauðfjár sem var sent í sláturhús en fullorðið fé var 42.356 talsins. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan hefur sauðfé sem farið hefur í sláturhús fjölgað nokkuð síð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Má borða öll ber sem finnast í íslenskri náttúru?

Flestar plöntur sem vaxa villtar á Íslandi eru skaðlausar með öllu og þar með talin berin en þau eru auðvitað ekki öll bragðgóð. Ágætt dæmi um það eru reyniber (sjá mynd hér fyrir neðan), sem óhætt er að leggja sér til munns en hafa ekki þótt sérlega ljúffeng. Fá dæmi eru um eitraðar íslenskar plöntur en nefna ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta ormar út að innan?

Ormalaga dýr af ýmsum ættum og tegundum hafa innyfli líkt og önnur dýr, til að mynda æðakerfi til að miðla súrefni til vefja og umfangsmikinn meltingarveg. Ef við beinum athyglinni að best þekktu ormunum í náttúru Íslands, ánamöðkum (oligochaeta), þá hafa þeir fjölmörg líffæri eins og sjá má á eftirfarandi yfirlit...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað?

Orðið hland í sambandinu að fá hland fyrir hjartað merkir ‛þvag’ en hland er einnig notað um lélegan drykk eins og til dæmis þunnt kaffi. Óvíst er um aldur orðasambandsins en elstu heimildir í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar. Merkingin er annars vegar að ‛fá væga hjartak...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir tebolla þessu nafni?

Orðið tebolla er tökuorð úr dönsku frá fyrri hluta 20. aldar. Í Den danske ordbog stendur:luftig bolle bagt med hvedemel, sukker og evt. rosiner Tebollur voru gjarnan hafðar sem meðlæti með síðdegistei eða kaffi og sumir grípa til þeirra enn. Þær eru oftast skornar eftir endilöngu og borðaðar með smjöri og sult...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort skal segja hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur?

Orðið hamborgarhryggur sem notað er um reykt svínakjöt barst að öllum líkindum í íslensku úr dönsku. Danir kalla slíkt kjöt hamburgerryg eða hamborgerryg. Fyrri hluti danska orðsins, 'hamburger-', er í rauninni tvíræður og gæti frá sjónarmiði málfræðinnar þýtt hvort sem er 'hamborgar-' eða 'hamborgara-'. Lítill...

Fleiri niðurstöður