Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8056 svör fundust
Hvert verður þriðja landið til að ná milljarði íbúa samkvæmt fólksfjöldaspám?
Í dag eru aðeins tvö ríki í heiminum þar sem fólksfjöldi nær einum milljarði. Kínverjar eru rúmlega 1,3 milljarðar og Indverjar rúmlega 1,2 milljarðar. Spár gera ekki ráð fyrir að nokkurt annað ríki nái að fagna milljarðasta íbúanum. Aðeins tvö lönd falla í flokk þeirra sem hafa fleiri en einn milljarð íbúa og ...
Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?
Gervigangráður sem starfar rétt hefur lítil sem engin áhrif á venjulegt líf fólks. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerð og lengist sá tími með aldri. Hjá flestum fer lífið í sömu skorður og áður eftir fáeina daga. Gangráðurinn á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt en það kemur fyrir að hann...
Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?
Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu. Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...
Sjávardýrið krill er ein helsta fæða mörgæsa. Hvert er íslenska nafn þessa sjávardýrs?
Sjávardýr það sem á ensku kallast krill (Euphausia superba) og er mikilvæg fæða sumra mörgæsategunda hefur venjulega verið kallað kríli á íslensku eða suðurhafskríli en einnig hafa líffræðingar kallað tegundina suðurhafsljósátu. Undirritaður hefur vanist seinna nafninu og mun nota það í þessu svari. Suðurhafsl...
Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?
Rjúpa (Lagopus muta) er fugl af orraætt, staðfugl á Íslandi og víðar á norðurslóðum. Heitið getur líka vísað til annarra skyldra fugla sem að jafnaði finnast ekki hér á landi, svo sem dalrjúpu og lyngrjúpu. Til aðgreiningar frá þeim er sú tegund sem finnst hér á landi nefnd fjallrjúpa. Karri (kerri, keri, rjúpk...
Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?
Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København. Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi. Nafnið ...
Hver er meðgöngutími sebrahryssa?
Sebrahestar eða sebradýr eru hófdýr af hestaætt (Equidea) sem lifa villt í Afríku. Helsta einkenni þeirra eru svartar og hvítar rendur um allan skrokkinn. Það eru til 3 tegundir af sebrahestum, sléttusebrar (Equus quagga), greifasebrar (Equus grevyi) og fjallasebrar (Equus zebra). Meðgöngutíminn hjá sebrahest...
Af hverju gýs upp megn vaxlykt um leið og slökkt er á kerti?
Kerti samanstendur af kertavaxi og kveikiþræði. Kertavaxið er eldsneytið, það er efnið sem brennur, en kveikurinn stjórnar hraða brunans. Þegar logandi eldspýta er borin að kveiknum bráðnar kertavaxið næst kveiknum og sogast upp í kveikinn. Vegna hitans frá eldinum gufar kertavaxið í kveiknum upp, blandast súr...
Hefur eldur þyngd?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Er eldur efnasamband? þá er eldur rafsegulbylgjur á innrauða og sýnilega sviðinu. Þessar rafsegulbylgjur skynjum við sem hita og ljós. Eldurinn sjálfur (það er hitinn og ljósið) telst því ekki til frumeinda, sameinda eða efnasambanda heldur er hann einungis afleiðing efn...
Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?
Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...
Af hverju heita Landeyjar þessu nafni?
Nafnið á Landeyjum helgast af vatnsföllum sem um þær renna svo að þær eru sem eyjar. Þannig segir Eggert Ólafsson frá í ferðabók sinni og Bjarna Pálssonar frá 1752-57: Þar fyrir austan eru ósar Markarfljóts í þrennu lagi, sem ásamt öðrum vötnum og hafinu fyrir utan lykja um Landeyjar að mestu leyti. Stærsta eyjan...
Er kvikasilfur í bóluefni?
Thiomersal er eitt þeirra efna sem notað hefur verið í bóluefni. Það inniheldur kvikasilfurssambönd og er ætlað að auka endingu bóluefna. Ekkert bóluefni sem notað er í almennum bólusetningum hér á landi inniheldur thiomersal nema Pandemrix sem notað hefur verið gegn svínainflúensu. Almennt inniheldur bóluefni se...
Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?
Ísbirnir (Ursus maritimus) geta örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu sökum þess að þar er afar litla fæðu að fá og harðangurslegt með eindæmum. Tegundir hryggdýra sem draga þar fram lífið, hluta úr ári, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Um Suðurskautslandið og strandsvæði þess gegnir hins vegar öð...
Hver fann upp spegilinn og hvenær?
Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og...
Geta fíll og svín átt afkvæmi saman?
Einfalda svarið við þessari spurningu er nei. Það er þó vert að skoða aðeins nánar af hverju. Fíll og svín eru í fyrsta lagi ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að teljast báðar til spendýra eru þetta afar fjarskyldar tegundir með ólíka líkamsbyggingu og innri starfsemi. Tegundir eru meðal annars skilgreindar sem hópur e...