Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8206 svör fundust
Hvenær á fósturgöngunni myndast nýrun?
Nýrun byrja að þroskast nokkuð snemma á fósturskeiði og þroskast hratt. Þroskun þeirra er líklega eitt besta dæmið um þróunarsögu mannsins á leið til nútímagerðar hans. Nýru koma fyrst fram sem fornýru (e. pronephros) þegar fóstrið hefur þroskast í um þrjár vikur. Svipað fyrirbæri finnst í frumstæðum hryggdýru...
Hvað sögðu heimspekingar til forna um hlátur?
Hugmyndir fornra heimspekinga um hlátur og það hvað er hlægilegt eru okkur að sumu leyti býsna framandi. Hlátur var gjarnan talinn til marks um taumleysi og skort á sjálfstjórn. Glaðværð og góð skemmtun þóttu í góðu lagi en hlátrasköll þóttu síður viðeigandi. Hér þarf að rata meðalveginn en um það segir Aristótele...
Hvenær eru allraheilagramessa og allrasálnamessa?
Allraheilagramessa er 1. nóvember. Hún á sér fornar rætur því vitað er til að messur þar sem beðið var fyrir látnum voru haldnar þegar á 4. öld eftir Krist. En oftast er upphaf allraheilagramessu samt rakið til þess er Pantheonhofinu í Rómaborg var breytt í kirkju og vígsludagurinn - 13. maí árið 609 eða 610 - jaf...
Er selurinn í útrýmingarhættu?
Selir eru einn af fáum hópum spendýra sem geta lifað bæði í sjó og á landi. Þetta er afar fjölbreyttur hópur dýra sem hefur mikla útbreiðslu um heim allan. Til eru tvær ættir sela, svokallaðir eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Samtals telja þessar ættir 35 tegundir sela, 19 þeirra tilheyra ætt...
Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna?
Það kannast allir við það að ylja sér í sólinni og hérna á Íslandi þykir slíkt ekki síst vera mikill munaður. Geislun sólarinnar er nefnilega nægileg til þess að verma meira að segja okkur Íslendingana þrátt fyrir að sólin sé í 149,6 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og hún sé yfirleitt ekki hátt á lofti hér...
Til hvers eru tárin?
Við hugsum kannski aðallega um tár í tengslum við grát en tár koma við sögu á hverju augnabliki í orðsins fyllstu merkingu eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? Þar segir meðal annars: Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. ...
Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?
Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið 1/137 = 0.007299270072992700729927... fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram t...
Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið?
Voyager 1 og Voyager 2 sem báðum var skotið á loft árið 1977 eru þeir geimkönnuðir sem nú eru komnir lengst frá sólinni (og jörðinni). Í mars árið 2008 var Voyager 1 kominn um 105,9 stjarnfræðieiningar (se) frá sólu, en ein stjarnfræðieining (e. astronomical unit, AU) er meðalfjarlægðin frá sól að jörðu sem er...
Hvað getið þið sagt mér um draugasnigilinn sem veldur miklu tjóni á Bretlandseyjum?
Í lok árs 2008 birtust fréttir um snigil sem nefnist á fræðimáli Selenochlamys ysbryda og hefur valdið einhverju tjóni á Bretlandseyjum, nánar tiltekið í Wales. Tegundin hefur verið nefnd draugasnigill eða ghost snail en orðið ysbryd, sem er seinna orðið í fræðiheiti snigilsins, þýðir draugur á velsku. Draugas...
Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?
Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum...
Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr?
Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr? Þá er ég ekki að tala um múrmeldýr sem er þá afbrigði af kameldýri eða eitthvað slíkt? Við könnumst ekki við að til sé dýr sem gengur undir heitinu múmeldýr. En það er rétt hjá spyrjanda að til eru svokölluð múrmeldýr en latnes...
Hopar Drangajökull ekkert eða mun minna en aðrir jöklar á landinu?
Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins, nú um 145 km2. Hann spannar hæðarbilið frá 140 m y.s. til 920 m y.s. og er miðja þess bils um 530 m y.s. Það er mun lægra en á nokkrum öðrum íslenskum jökli og nýtur Drangajökull vafalaust nálægðar við Grænlandsjökul á einhvern hátt. Leirufjarðarjökull 8. septembe...
Hvað búa margir múslimar á Íslandi?
Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hversu margir múslimar búa á Íslandi þar sem gögn um fjölda þeirra eru af skornum skammti og því einungis um ágiskun að ræða. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að skoða fjölda einstaklinga sem skráðir eru í trúfélög. Á lista Hagstofunnar eru tvö trúfélög múslima, ann...
Hvað verpir snæugla mörgum eggjum?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er stærri en flestar aðrar uglur. Hún er 51-71 cm að lengd og vegur 1,6-3 kg. Vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi á kvenkyninu. Snæuglur geta orðið meira en 10 ára gamlar. Snæugla með unga. Snæuglan verpir yfirle...
Hvað er baunakaffi?
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...