Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1383 svör fundust
Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?
Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi: StaðurDagsetningStærð 1 Chile22. maí 19609,5 2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2 3Indónesía (undan s...
Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna?
Denis Diderot fæddist þann fimmta október árið 1713 í bænum Langres í því héraði Frakklands sem nefnist Haute-Marne. Frá tíu ára aldri gekk Diderot í skóla sem var rekinn af jesúítum í heimabyggð hans og þótti slíkur fyrirmyndarnemandi að vonir stóðu til þess að hann myndi velja sér starfsframa innan kirkjunnar og...
Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?
Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...
Hver var Apollóníos frá Perga og hvert var framlag hans til vísindanna?
Apollóníos frá Perga (um 262 – 190 f.Kr.) er oft talinn síðastur í röð mestu stærðfræðinga Forngrikkja, en meðal fyrirrennara hans á fyrra blómaskeiði forngrískrar stærðfræði voru Pýþagóras (um 570 – 490 f.Kr.), Evklíð (um 325 – 275 f.Kr.) og Arkímedes (287 – 212 f.Kr.). Marga fleiri mætti þó nefna og enn áttu Ptó...
Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...
Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?
Elsta ritheimild um orðið jólasvein er frá síðari hluta 17. aldar, í Grýlukvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni presti í Vallanesi. Þar er orðið í fleirtölu, eins og nær alltaf þegar vísað er til þessara fyrirbæra. Í Grýlukvæði Stefáns er enginn sveinanna nafngreindur. Elsta heimild sem tilgreinir fjölda jólasv...
Hvernig verða hellar til?
Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...
Hvert er hlutverk allsherjarnefndar Alþingis?
Allsherjarnefnd er ein af tólf fastanefndum Alþingis. Í II. kafla laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis (þskl.) er fjallað um fastanefndir Alþingis sem eru þessar skv. 13. gr. laganna:AllsherjarnefndEfnahags- og viðskiptanefndFélagsmálanefndFjárlaganefndHeilbrigðis- og trygginganefndIðnaðarnefndLandbúnaðarnefndMen...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?
Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er. Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður mannta...
Hvar er hægt að fá upplýsingar um kynskiptaaðgerðir?
Kynskipti eru að sjálfsögðu meiri háttar mál sem engum er ráðlagt að leggja út í nema fyllsta alvara búi að baki. Best er að fá upplýsingar hjá landlækni í upphafi áður en ákvörðun er tekin um framhald. Síðan má reikna með að ferlið taki mörg ár áður en endanlegu markmiði er náð. Þetta ferli felst í rannsóknum og ...
Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?
Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum. Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion'...
Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri réttara nafn á Hleiðólfsfjalli/Hlíðólfsfjalli ekki Leiðólfsfjall? Leiðólfur kappi var landnámsmaður og frændi Gunnólfs kroppa sem gaf Gunnólfsfelli sitt nafn. Er ekki líklegt að fjallið hafi upphaflega verið nefnt eftir Leiðólfi? Minnst er á Leiðólf kappa í Landn...
Hvað gera ráðherrar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hverjir eru ráðherrarnir og hvað gera þeir (starfslýsing)? Ráðherrarnir fara með framkvæmdavald ríkisins, ásamt forseta Íslands, og hafa yfirumsjón með málum sem heyra undir þeirra ráðuneyti. Þannig er það í þeirra verkahring að setja í framkvæmd ýmis mál sem þarf að vinna...
Hvernig er kílógrammið skilgreint?
Í nóvember 2018 ákvað Alþjóðanefnd um mál og vog (Comité international des poids et mesures, CIPM ) að ný skilgreining á kílógrammi skyldi taka gildi í maí 2019. Eldri skilgreining hafði þá verið í gildi frá árinu 1889. Forsaga málsins er í stuttu máli þessi. Þegar Frakkar tóku upp metrakerfið undir lok 18. ald...