Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5269 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?

Ísbirnir (Ursus maritimus) geta örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu sökum þess að þar er afar litla fæðu að fá og harðangurslegt með eindæmum. Tegundir hryggdýra sem draga þar fram lífið, hluta úr ári, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Um Suðurskautslandið og strandsvæði þess gegnir hins vegar öð...

category-iconLæknisfræði

Hvað er skarð í vör?

Skarð í vör og/eða klofinn gómur eru fæðingargallar í andliti og munni sem koma fram snemma á fósturstigi og stafa af því að ekki er nægilega mikill vefur í vörinni eða munninum til að loka bilinu á milli helminganna tveggja. Skarð í vör er sem sagt áþreifanleg rifa milli vinstri og hægri helminga efri vararinnar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?

Krían (Sterna paradisaea) er líklega sá fugl sem flýgur lengst á ævi sinni. Hún verpir á norðurslóðum en flýgur suður á bóginn á haustin í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur...

category-iconLæknisfræði

Þegar hjartað stoppar er það þá heilanum að kenna?

Já stundum er það heilanum að kenna en langalgengast er að hjartað hætti að slá vegna hjartsláttartruflana sem orsakast annað hvort af sjúkdómi í hjartavöðvanum eða leiðslukerfi hjartans. Hjartað hefur sitt eigið rafkerfi sem stýrir hjartslættinum. Sérhæfðar frumur í hjartanu gefa frá sér rafboð sem stýra tak...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru nýrnasteinar og hvað veldur þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvers vegna fær fólk nýrnasteina og hvers vegna leggjast þeir fekar á eldra fólk? Er einhver leið til að sporna við þeim? Nýrnasteinar eru einn af þeim sjúkdómum sem valda hvað sárustum verkjum. Erfitt er að bera saman verki en margir telja nýrnasteinaverki vera þá verstu sem...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru æðahnútar?

Hér er einnig svarað spurningunum:Eru til einhver ráð við æðahnútum?Er hægt að fá blóðtappa vegna æðahnúta? Æðahnútar eru hnýttar, útþandar bláæðar. Hvaða bláæð sem er getur orðið að æðahnúti en þær sem oftast koma við sögu eru æðarnar í fótum okkar og fótleggjum. Ástæðan er sú að upprétt staða, það er þegar við ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum?

Menntun fer fram á ýmsum ólíkum sviðum. Menntastefna er mótuð á landsvísu þar sem ákvörðun er tekin um inntak og meginviðfangsefni náms. Hvert sveitarfélag ákveður svo hversu miklu fjármagni skuli veita til skóla og hvaða kröfur eigi að gera um menntun og hæfni kennara sem ráðnir eru þar til starfa. Skólastjórar o...

category-iconLæknisfræði

Hafa fundist einhverjar líffræðilegar skýringar á einhverfu?

Einhverfa er röskun sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks. Fólk með einhverfu á oft erfitt með að tjá sig, það getur átt í erfiðleikum með að mynda tengsl við aðra og bregst ekki alltaf á viðeigandi hátt við ýmsum áreitum í umhverfinu. Sumt fólk með einhverfu getur tjáð sig og hefur eðlilega greind, aðrir læra hugsan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er efedrín og amfetamín skylt?

Margir hafa heyrt talað um efedrín (e. ephedrine) og amfetamín (e. amphetamine) í sömu andrá og flestir vita að amfetamín er örvandi efni. Efedrín er það einnig en í minna mæli. Þegar örvandi efnis er neytt eykst hjartslátturinn og þar með blóðflæðið en það getur valdið of háum blóðþrýstingi. Efnin eru vissule...

category-iconLæknisfræði

Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld?

Áður en ráðist er í að svara þessari spurningu er mikilvægt að huga að því hvaðan við fáum upplýsingar um sjúkdóma í fornum samfélögum. Annars vegar geta ritaðar heimildir veitt innsýn í sjúkdóma til forna, bæði beinar lýsingar á sjúkdómseinkennum og mannlýsingar sem vísa í hugsanleg sjúkdómseinkenni. Við þetta mæ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú frætt mig um flóðhesta?

Núlifandi flóðhestum er skipt í tvær tegundir, eiginlegan flóðhest (Hippopotamus amphibius) og dvergflóðhest (Choeropsis liberiensis). Stærðarmunurinn á þessum tegundum er mikill, eiginlegir flóðhestar eru meðal alstærstu landspendýra og geta orðið allt að 3,6 tonn að þyngd en dvergflóðhestar vega aðeins um 250 kg...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um taugahrörnunarsjúkdóma (ataxia) og hverjar eru helstu stofnanir í heiminum sem stunda rannsóknir á þeim?

Ataxia kallast á íslensku óregluhreyfing. Þetta orð er notað yfir ósamhæfðar og klaufalegar hreyfingar. Ataxia er ekki sjúkdómur, heldur einkenni, og getur hún verið einkenni fjölmargra taugasjúkdóma, meðal annars hrörnunarsjúkdóma. Það þarf þó ekki sjúkdóm til, því sá sem innbyrðir áfengi eða önnur efni sem bæla ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig breytir maður lítra í bandarískt gallon?

Lítrinn kemst nokkuð nálægt því að samsvara því sem Bandaríkjamenn kalla "quart" en það er, eins og nafnið bendir til, fjórðungur úr galloni. Lítrum er breytt í bandarísk gallon með því að margfalda með 0,26417 eða deila með 3,78541. Einn lítri samsvarar sem sagt rúmlega fjórðungi (0,26417) úr galloni og gallonið ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr étur mest?

Það dýr sem talið er að innbyrði mesta fæðu er steypireyðurin (Balaenoptera musculus). Steypireyðurin er stærsta dýr jarðarinnar og geta þessir hvalir orðið rúmir 30 metrar á lengd og vegið allt að 180 tonn. Hún étur dýrasvif sem eru örlitlar krabbaflær sem fljóta um í efstu lögum sjávarins. Talið er að f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað var þyngsti ísbjörninn þungur?

Smellið hér til að heyra hljóðið í ísbirni. Ísbjörninn, Ursus maritimus er að jafnaði stærri en náfrændi hans brúnbjörninn Ursus arctos. Nokkrar deilitegundir brúnbjarna geta þó orðið stærri og má þar helst nefna þær sem lifa á Kamtsjatka-skaganum í Síberíu og í Alaska. Að jafnaði er fullorðinn ísbjörn um 4...

Fleiri niðurstöður