Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2251 svör fundust
Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?
Leifturhnýðir eða leiftur (Lagenorhynchus acutus) eins og hann er oft nefndur er meðalstór höfrungategund sem lifir undan ströndum Íslands. Leifturhnýðir er náskyldur hnýðingum (Lagenorhynchus albirostris) sem finnast einnig hér við land. Fullorðin kaldýr eru um 2,60 metrar á lengd og kvendýrin örlítið minni. Dýri...
Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun? Og hvenær á að byrja að gefa þeim kettlingamat? (Sigríður Erla Guðmundsdóttir) Af hverju sjá kettlingar ekkert þegar þeir fæðast? (Fjóla Aðalsteinsdóttir) Kettlingar opna yfirleitt augun einni til tveimur vikum eftir að þeir fæðas...
Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?
Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...
Hvað þýðir „gráð“ í veðurfréttunum?
Athugunarmenn á fáeinum veðurstöðvum við sjávarsíðuna meta sjólag, það er hversu mikil ölduhæð er á sjónum næst stöðinni. Sjólagið er metið í 10 stigum sem hvert um sig ber nafn. Nöfnin og ölduhæðin eru: SjólagstalaHeitiÁætluð ölduhæð (í metrum) 0Ládautt0 m (spegilsléttur sjór) - nefnist stundum líka hafblik ef...
Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?
Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum ei...
Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju?
Það er erfitt að svara þessari spurningu vegna þess að merking orðsins nýfrjálshyggja er á reiki. Það er þýðing á enska orðinu neoliberalism sem hefur helst verið notað af andstæðingum frjálshyggju. Þeir hafa, margir hverjir, reynt að ljá því neikvæðan blæ, án þess að skilgreina eða skýra á hvern hátt þessi „nýja”...
Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?
Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...
Hvers vegna fær maður hiksta?
Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur o...
Hvernig finnur maður út hversu marga möguleika talnaruna (t.d. leyninúmer) getur haft á uppröðun?
Fjöldi uppraðana í talnarunu í tugakerfinu er alltaf talan 10 í veldinu n, þar sem n táknar fjölda tölustafa í talnarununni. Leyninúmer (PIN-númer) sem notuð eru í bankaviðskiptum hér á landi eru fjórir tölustafir sem hver getur verið frá 0-9. Fjöldi mismunandi leyninúmera er því:104 = 10 ∙ 10 ∙ 10...
Hvernig er hægt að vinna þennan gaur í nim?
Spyrjandi sendi okkur veffang á síðu sem hægt er að skoða hér. Þessi leikur kallast nim. Reglurnar eru þær að tveir leikmenn skiptast á að taka kúlur og sá sem tekur síðustu kúluna tapar. Í öðrum afbrigðum af leiknum vinnur sá sem tekur síðustu kúluna. Sýnt hefur verið fram á að leiðin til að vinna nim-le...
Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?
Spyrjandi bætir við: Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf? Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á grein...
Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?
Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutnin...
Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?
Á árunum 2002 til 2003 var framkvæmd ítarleg rannsókn á áreiðanleika bandarískra dagblaða. Haft var samband við rúmlega 5000 manns sem vitnað hafði verið til í 22 dagblöðum í 17 stórborgum. Sá sem stóð fyrir rannsókninni, Philip Meyer, prófessor í blaðamennsku við Norður-Karolínuháskóla í Chapel Hill hafði sjálfur...
Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?
Vegna orðalagsins í spurningunni skal þess fyrst getið að í íslensku mun orðið vættur upphaflega hafa verið notað í kvenkyni. Þannig er það í fornritum og karlkynsmyndin sést ekki með vissu í rituðu máli fyrr en á 19. öld. Uppruni orðsins er ekki fyllilega ljós. Mynd þess finnst í fornenskum og fornþýskum mállýsku...
Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?
Það er eingöngu hefð sem ræður því að margir líta svo á að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar. Hefðin komst á með kristninni og var í samræma við forna hefð Gyðinga. Sé miðað við íslensk heiti á vikudögunum er hentugt að líta á sunnudaginn sem fyrsta dag vikunnar; þá er miðvikudagurinn í miðri viku, þriðjudagu...