Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1333 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?

Hamskipti eru algeng í bókmenntum. Mikið er um þau í goðsögum og þjóðsögum en hamskipti eru einnig að finna í ýmsum öðrum tegundum bókmennta, til dæmis í vísindaskáldsögum og fantasíu. Með orðinu hamskipti er átt við að ásýnd persónu breytist en innræti hennar ekki. Persónan skiptir um ytri ham líkt og slanga. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?

Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...

category-iconHugvísindi

Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?

Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu. Það er ekkert eitt...

category-iconLögfræði

Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes? Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næst...

category-iconHagfræði

Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?

Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að þeyta rjóma sem hefur verið frystur?

Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en þar er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluktar ...

category-iconLögfræði

Hvað er bókun og hvaða lagalegt gildi hefur hún?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvert er lagalegt gildi á bókun, t.d. í samanburði við stjórnarskrá, lög eða reglugerðir? Í lagamáli er hugtakið bókun meðal annars notað um svonefndan viðbótarsamning við þjóðréttarsamning.[1] Bókunin felur þá í sér nánari útfærslu á því sem fram kemur í þjóðréttarsam...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?

Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða. Mörg mjög skaðleg og hættuleg efni er að finna í sígarettum svo sem nikótín, tjöru og kolsýrling eða kolmónoxíð (CO). Þetta er þó aðeins brot af þeim efnasamböndum sem er a...

category-iconLögfræði

Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?

Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, s...

category-iconLögfræði

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Spurningin lýtur að því hvort löggæslufólki sé óheimilt að framfylgja skipunum af tveimur ólíkum ástæðum, það er annars vegar þegar það telur að skipun brjóti gegn siðferðisvitund sinni og hins vegar þegar það telur að hún sé mögulega ólögmæt. Fyrst verður vikið að síðari ástæðunni og mestu púðri eytt í hana en sv...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"?

"Íslandít" er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur jár...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?

Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig var þvengeðlan og hvar í fæðukeðjunni var hún?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Fyrirspurnir um Þvengeðlu (Compsognathus). Hvar í fæðukeðjunni var hún, hvað er vitað um hegðun hennar og var hún hjarðdýr? Þvengeðlan (Compsognathus) er með minnstu risaeðlum sem fundist hafa merki um. Hún var á stærð við lítinn heimiliskött eða um 30-50 cm á lengd og vó aðei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru urriðar í Veiðivötnum af sama stofni og urriðar í Þingvallavatni?

Þegar ísöld lauk fyrir tólf þúsund árum og jökulhellan hopaði, þá hélt urriðinn (Salmo trutta) norður á bóginn og nam land í aurvötnum sem mynduðust þegar jöklar bráðnuðu. Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að þetta landnám gerðist í tvennu lagi. Landris og aðrar jarðfræðilegar breytingar á landslagi hafa síða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans?

Spurningin í fullri lengd er á þessa leið: Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans þó að það sé notað á titilsíðu orðabókarinnar?Orðið ritmálsskrá var búið til á Orðabók Háskólans til þess að lýsa ákveðinni skrá sem stofnunin lét vinna að. Ábendingin er góð, auðvitað ætti orðið að vera í safni ...

Fleiri niðurstöður