Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2750 svör fundust
Hvers konar fjall er Hvolsfjall við Hvolsvöll?
Hvolsfjall er móbergsfjall eins og flest fjöll á þessu svæði. Sennilega er það rúst af fornri eldstöð sem jöklar hafa sorfið ofan af, líkt og til dæmis Dyrhólaey, því klettarnir við Þinghól eru bólstraberg en ofan við kirkjuna þursaberg. Ofan á fjallinu eru grettistök, borin þangað af jöklum. Hvolsfjall er fyrir...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?
Jöklar og eldfjöll eru meðal helstu einkenna í jarðfræði Íslands. Mörg virkustu eldfjöll landsins eru þakin jökli. Fyrir vikið er eldvirkni í jöklum algeng hér á landi og yfir helmingur þekktra eldgosa á sögulegum tíma byrja sem gos undir jökli. Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?
Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytile...
Eru til einhver séríslensk mannanöfn?
Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum...
Hvað hefur vísindamaðurinn Esther Ruth Guðmundsdóttir rannsakað?
Esther Ruth Guðmundsdóttir er dósent í jarðfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru á sviði gjóskulagafræði og miða að því að nota efnafræðilega og eðlisfræðilega eiginleika gjóskulaga til að skoða hegðun, eðli og gossögu eldstöðva. Þetta er mikilvægt til að geta spáð fyrir um eldvirkni o...
Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt?
Í rannsóknum á áhrifum omega-3-fitusýra gegn þjáningum fólks með liðagigt hafa verið gefin 5-10 grömm á dag án þess að aukaverkanir hafi komið fram. Hins vegar getur þetta hækkað blóðsykur hjá þeim sem eru með fullorðinssykursýki. Lítil hætta er þó á aukaverkunum fyrr en við mjög stóra skammta af omega-3-fitusýrum...
Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta?
Afkvæmi líkjast foreldrum sínum því þau fá erfðaefni (DNA) frá þeim. Þetta á við um öll afkvæmi, hvort sem þau eru börn, dýr, plöntur eða aðrar lífverur enda er DNA erfðaefni allra lífvera á jörðinni. Í náttúrunni getur DNA flust á milli einstaklinga, en það er frekar sjaldgæft. Dæmi eru um að DNA og gen flytjist ...
Hvernig var tískan á stríðsárunum?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig var tískan á millistríðsárunum? er fjallað um tískuna á 3. og 4. áratug 20. aldar og er það ágætis inngangur að þessu svari. Seinni heimsstyrjöldin braust út í byrjun september árið 1939. Máltækið segir að neyðin kenni naktri konu að spinna. Óhætt er að y...
Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?
Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Hau...
Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?
Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...
Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?
Eldvirkni er oftast tengd flekaskilum (úthafshryggjum) eða flekamótum (fellingafjöllum). Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Vegna þess að undir landinu er svokallaður möttulstrókur verður eldvirkni hér enn meiri en skýra má með flekaskilunum einum saman (lesa má um mö...
Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig myndaðist Hestfjall á Suðurlandsundirlendinu? Lögun fjallsins er allt öðruvísi en á hefðbundnu móbergsfjalli. Hestfjall lætur ekki mikið yfir sér, þar sem það liggur framlágt nokkru austan við Selfoss. Jarðfræði þess var nokkuð könnuð upp úr miðri síðustu öld, meðal...
Hvernig og hvenær myndaðist Kleifarvatn?
Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Hvernig varð Kleifarvatn til, svona jarðfræðilega séð og hvenær? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða atburður leiddi til mikillar lækkunar á yfirborði Kleifarvatns árið 2000? Í stuttu máli: Kleifarvatn – um 10 km2 að flatarmáli og 97 m djúpt – fyllir sigdal lokaðan í bá...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jóna Freysdóttir rannsakað?
Jóna Freysdóttir er prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítala. Rannsóknir Jónu hafa einkum snúist um bólgu og bólguhjöðnun. Bólga er mikilvægt svar líkamans við áreiti, svo sem sýkingum og ýmsum frumuskemmdum. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt...
Er hægt að hafa áhrif á sjúkdóminn sóra (psoriasis) með breyttu mataræði?
Sóri (e. psoriasis) er krónískur bólgusjúkdómur og tilheyrir flokki gigtarsjúkdóma. Sjúkdómurinn leggst aðallega á húð einstaklinga en getur þó haft áhrif á hvaða hluta líkamans sem er, en algengast er að hann leggist á höfuðleður, olnboga eða hné. Einkennin lýsa sér sem dökkrauðir eða fjólubláir upphleyptir þurrk...