Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8276 svör fundust
Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?
Það er margt á huldu um hver hafi fyrst fundið upp á því að búa til og borða ís. Algengasta sagan er einhvern veginn svona: Hinn frægi landkönnuður Marco Polo (1254-1324) sneri aftur til Ítalíu frá Kína og hafði þá með sér uppskrift að ís. Uppskriftin barst svo til Frakklands þegar Katrín af hinni frægu Medici...
Er hægt að stjórna þjörkum með huganum?
Þegar við hreyfum handleggi, hendur, fætur og aðra líkamsparta stjórnum við þeim með huganum. Með spurningunni er þó auðvitað ekki átt við hvort hægt sé að grípa í fjarstýringu fyrir þjarka og stjórna honum þannig "með huganum" − væntanlega er átt við hvort hægt sé að stjórna þjarka með huganum einum saman, ...
Bar einhver titilinn Napóleon II?
Þessi spurning kviknar ef til vill af þeirri staðreynd að tveir keisarar sem báðir tóku sér nafnið Napóleon ríktu í Frakklandi á 19. öld. Sá fyrri var Napóleon Bónaparte eða Napóleon I, en sá síðari tók sér titilinn Napóleon III. Það liggur því nokkuð beint við að undrast hvað varð um Napóleon II. Bar einhver ...
Hvers vegna fær maður heilakul þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt?
Að finna fyrir verk í enni þegar maður borðar eða drekkur eitthvað kalt hefur stundum verið kallað heilakul (e. brain-freeze). Þetta þýðir þó ekki að heilinn sé að kólna, hvað þá frjósa. Líklega væri nærri lagi að kalla þetta frekar íshausverk (e. ice-cream headache) þar sem algengast er að finna fyrir verknum þeg...
Á hverju og hvernig lifa sveppir?
Hér áður fyrr voru sveppir flokkaðir í ríki plantna, sennilega vegna náins samlífis plantna og sveppa. Sveppir eru hins vegar í grundvallaratriðum mjög frábrugðnir plöntum. Ólíkt plöntum eru þeir ófrumbjarga lífverur, það er þeir geta ekki ljóstillífað og myndað sína eigin næringu. Sveppir eru rotverur og næras...
Hvað getið þið sagt mér um guldoppótta eðlu (e. spotted yellow lizard)?
Guldoppótta eðlan (e. yellow spotted night lizard), eins og spyrjandi kýs að kalla hana á íslensku, hefur fræðiheitið Lepidophyma flavimaculatum og finnst þéttum regnskógum í Mið-Ameríku,frá Panama norður til Mexíkó. Þetta er smávaxnar eðlur sem verða ekki meira en tæpir 13 cm á lengd. Þær eru svartar að lit ...
Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?
Í samanburði sem þessum þarf að gefa sér einhverjar forsendur. Mjög misjafnt er hversu lengi fólk stendur undir sturtunni, hve mikill kraftur er á vatninu og hversu mikið vatn er sett í baðkarið. Hér er stuðst við upplýsingar sem má finna á heimasíðu Vistverndar í verki, en mati og áherslum í þeim þó breytt nokkuð...
Er mikið C-vítamín í papriku?
Paprika er mjög góður C-vítamíngjafi. Í hverjum 100 g af grænni papriku eru um 100 mg af C-vítamíni og 145 mg í sama magni af rauðri papriku. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 mg en 30-50 mg fyrir börn á aldrinum 2-13 ára, því meira sem börnin eru eldri. Aðrir góðir C-vítamíngjafar er...
Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna?
Það kannast allir við það að ylja sér í sólinni og hérna á Íslandi þykir slíkt ekki síst vera mikill munaður. Geislun sólarinnar er nefnilega nægileg til þess að verma meira að segja okkur Íslendingana þrátt fyrir að sólin sé í 149,6 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og hún sé yfirleitt ekki hátt á lofti hér...
Hvers vegna eru skýin hvít?
Ský eru safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa og ískristalla sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Þegar sólarljósið fellur á ískristalla og vatnsdropana endurkasta þessar agnir öllum bylgjulengdum hins sýnilega ljóss og við skynjum endurkastið sem hvítt ljós. Vatnsdropar og ískristallar...
Hver er munurinn á hita- og kuldaskilum?
Skil myndast þar sem loft af mismunandi uppruna mætist, til þæginda er talað um að tveir loftmassar takist á. Skil eru sjaldnast alveg kyrrstæð heldur hörfar annar loftmassinn oftast fyrir hinum sem þá sækir fram. Skilum fylgir að jafnaði einhver úrkoma. Hitaskil eru þar sem hlýtt loft sækir að, þegar þau fara...
Eru til villtir úlfaldar?
Til úlfalda teljast tvær núlifandi tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus) og hefur tvo hnúða á baki og hin nefnist drómedari (Camelus dromedarius) og er með einn hnúð á baki. Upprunaleg heimkynni drómedara eru í Afríku en þar finnast þeir ekki villtir lengur heldur aðeins tamin dýr. Í dag lifa t...
Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?
Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum...
Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á?
Þjóðvísan um hana Grýlu sem hér er vísað til er svona í heild sinni: Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum. Væna flís af feitum sauð, sem fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. Það er kannski ekki nema von ...
Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr?
Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr? Þá er ég ekki að tala um múrmeldýr sem er þá afbrigði af kameldýri eða eitthvað slíkt? Við könnumst ekki við að til sé dýr sem gengur undir heitinu múmeldýr. En það er rétt hjá spyrjanda að til eru svokölluð múrmeldýr en latnes...