Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 941 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna eru menn með úfið hár svona góðir stjórnendur sinfóníuhljómsveita?

Ritstjórn Vísindavefsins hefur klórað sér í kollinum yfir þessari hárbeittu spurningu undanfarið. Reyndar er ritstjórnin alvön að fást við verulega loðnar spurningar þar sem margt ber á góma og yfirleitt hvorki klippt né skorið. Til dæmis hafa verið skrifuð nokkur svör um það hvernig heimspekingurinn Sókrates skeg...

category-iconJarðvísindi

Hversu djúpt hefur verið borað niður í jörðina?

Dýpsta hola sem boruð hefur verið niður í jörðina er á Kólaskaga í Rússlandi. Holan nefnist á ensku Kola Superdeep Borehole. Hafist var handa við borun hennar árið 1970 og var markmiðið sett á að komast 15.000 m niður. Árið 1979 var holan orðin tæplega 9.600 m og fór þar með fram úr Bertha Rogers-holunni í Oklahom...

category-iconLæknisfræði

Hver var Paracelsus og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Philippus Theophrastus Aureolus Bombastus von Hohenheim, öðru nafni Paracelsus, fæddist í Einsiedeln-héraði í Sviss árið 1493. Skírnarnafn hans var Philippus Theophrastus. Nafnið Aureolus tók hann sér síðar. Faðir hans, Wilhelm Bombastus von Hohenheim, var læknir og mikill áhugamaður um efnafræði og gullgerðarlist...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?

Minkurinn (Mustela vison) er rándýr og öll rándýr éta önnur dýr en það þýðir þó ekki endilega að þau séu grimm. Öll villt rándýr geta sýnt árásargjarna hegðun ef þau eru svöng eða þeim er ógnað. Minkurinn stundar stundum afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) sem þekkist einnig meðal fjölda annarr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...

category-iconSálfræði

Er það þekkt að Alzheimers-sjúklingar kannist ekki við eigin spegilmynd?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það til í dæminu að Alzheimers-sjúklingar líti í spegil og þekki ekki sjálfan sig? Stutta svarið við spurningunni er: Já, það getur átt sér stað. Fyrirbærinu var sennilega fyrst lýst árið 1928. Þar var um að ræða tæplega sjötugan karlmann með heilabilun. Þegar ha...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega þetta: Kraftmiklar aðferðir til að óvirkja veirur á ósértækan hátt, til dæmis með sterkum efnum eða orkuríkum geislum...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er lífmassi allra veira á jörðinni?

Veirur eru þær örverur sem finnast í mestum fjölda á jörðinni. Þær eru líklega alls staðar þar sem líf þrífst, allt frá köldum heimskautasvæðum til sjóðandi hvera. Veirur sýkja allar gerðir lífvera, eins og menn, plöntur, sveppi, fiska, skordýr, amöbur og bakteríur. Flestir telja veirur ekki til lífvera því að ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?

Heimakoma (Erysipelas) er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sý...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða tegundir spendýra lifa fyrst og fremst á maurum?

Maurar (Formicidae) eru stór ætt skordýra með yfir 22 þúsund tegundir. Þeir hafa alheimsútbreiðslu og finnast á öllum meginlöndum nema Suðurskautslandinu, einnig hafa maurar ekki fundist á nokkrum eyjum, meðal annars Grænlandi og einhverjum Kyrrahafseyjum. Frá 1977 hafa maurabú fundist á hverju ári á Íslandi og te...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af? Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendi...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?

Margar jurtir voru áður fyrr notaðar til lækninga og ýmis lyf nútímans njóta góðs af gamalli kunnáttu um lækningajurtir. Þá voru jurtir líka notaðar til athafna sem vel má flokka undir hjátrú og galdur. Það yrði efni í langan pistil að fjalla um öll þau grös sem notuð voru í þessum tilgangi en nokkur dæmi skulu hé...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna?

Jean-Baptiste Pierre Antoine de Monet de Lamarck var af franskri lágaðalsætt. Hann fæddist í Bazentin í Picardie í Norður-Frakklandi 4. ágúst 1744. Flestir karlar í fjölskyldu Jean-Baptistes voru hermenn, og þrír eldri bræður hans fetuðu þá braut. Þegar sá elsti var fallinn í orrustu hefur föður hans eða foreldrum...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?

Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?

Öll spurningin frá Sigurjóni hljóðaði svona: Nú eru ánamaðkar ekki snarir í snúningum, en samt eru þeir um allt land. Hvernig skyldu þeir hafa borist til landsins og dreifst svo víða? Nokkrir möguleikar eru á því hvernig ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og liðormar (Annelida) hafa borist til Íslands. Þessi...

Fleiri niðurstöður