Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár!
Þetta er áhugaverð og áleitin spurning. Strax má þó velta fyrir sér eftirfarandi möguleika: Er það ekki merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalli kenningar sínar á nýjustu vísbendingum eða staðreyndum í stað þess að ríghalda í blindni í gamlar kenningar sem stangast á við þær? Á það ekki a...
Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?
Bæði taugalæknar og taugasálfræðingar eru löggildir sérfræðingar sem starfa gjarnan innan heilbrigðiskerfisins eða á akademískum rannsóknarstofnunum. Taugalæknar vinna þó oftar en taugasálfræðingar á eigin vegum. Taugasálfræðingar og taugalæknar hafa þjálfun í að greina og meðhöndla margs konar heila- og taugasjúk...
Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?
Víst var Sigvardt Bruun til en að hann hafi nauðgað og myrt 60 fanga er vafasamara. Bruun var ráðinn fangavörður við tukthúsið á Arnarhóli 1785 og 1786 tók hann við starfi ráðsmanns þar. Þessum störfum sinnti Bruun á miklum harðindaárum. Móðuharðindi ríktu í kjölfar eldgosanna 1783 og jarðskjálftahrina gekk yfir S...
Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?
Vísindavefurinn fékk aðra sambærilega spurningu sem einnig er svarað hér. Hún er svohljóðandi: Hvers vegna býr maður á Íslandi en í Hollandi, á Ítalíu og í Ástralíu? Og hvers vegna í Ólafsvík en á Hólmavík? Algeng málvenja er að nota á um stærri eyjar en í um lönd. Til dæmis er sagt á Íslandi, á Grænlandi, á Bret...
Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur?
Svarið við þessari spurningu ræðst að sjálfsögðu af því hvaða merking lögð er í hugtakið menning og afsprengi þess, menningarlegur. Rétt er að vara lesendur við því að hér verður því haldið fram að holræsi séu mun menningarlegra fyrirbæri en sinfóníur. En fyrst örfá orð um menningu. Í enskumælandi löndum er ísl...
Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki?
Birkiaska er náttúruvara, það er að segja hún flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til g...
Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?
Andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) tilheyra undirættbálki tannhvala (odontoceti) og ætt svínhvala eða nefjuhvala (Ziphiidae). Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund og er andanefjan sú þriðja stærsta, verður allt að 9 metrar á lengd. Dýrin eru nánast tannlaus nema í skolti karldýranna má finna tveggja til fjö...
Er hægt að sigla yfir Kreppu?
Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum ...
Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?
Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...
Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?
Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...
Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?
Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 cm við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995. Snjódýptarmælingar eru erfiðar hér á landi. Það er einkum tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi er skafrenningur algengur. Hann veldur því að snjór er sjaldnast jafnfallinn og oft eru risavaxnar fannir innan um marauð svæði...
Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?
Lundi (Fratercula arctica) er sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norður-Atlantshafi, mörg stór vörp eru í Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og einnig eru stór vörp á Íslandi, til dæmis í Vestmannaeyjum. Lundinn lifir stóran hluta ársins úti á reginhafi, allt frá ströndum Kanada, með vesturströnd Evró...
Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?
Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðu...
Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?
Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mö...
Notaðist Hómer við stuðlasetningu?
Í stuttu máli er svarið nei, stuðlasetning er ekki sérstakur þáttur í bragarhætti Hómers Kviður Hómers eru ortar undir sexliðahætti (hexametri), sem er líka stundum nefnt hetjulag á íslensku af því að frægustu kvæði sem ort hafa verið undir þessum hætti eru söguljóð (eða epískur kveðskapur), sem fjalla gjarnan ...