Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1247 svör fundust
Hvernig á alheimurinn eftir að þróast og hvernig mun heimsmyndin breytast við það?
Í dag telja menn að heimurinn hafi hafist í Miklahvelli. Miklihvellur var sprenging sem varð alls staðar í öllu rúminu á sama tíma. Hann var ekki sprenging í hefðbundnum skilningi, með eldi og reyk, heldur tölum við um sprengingu vegna þess hve ótrúlega mikið heimurinn þandist út á örskömmum tíma. Upp frá þessu he...
Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?
Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...
Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?
Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...
Hvað eru pólskipti?
Með orðinu pólskipti er oft átt við það þegar segulskaut jarðar flytjast á milli hinna landfræðilegu skauta hennar. Jörðin er nokkurnveginn kúlulaga, og er geisli (radíus) hennar um 6400 km. Innri hluti hennar, með geislann um 3500 km, er að mestu úr bráðnu efni. Með samanburði við samsetningu loftsteina er lík...
Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman?
Æxlunarvistfræði köngulóa má gróflega skipta í þrjú skref: Karldýrið þarf að finna kvendýr. Karlinn þarf að geta átt mök við kvendýrið. Kvendýrið verpir eggjum og verndar þau fyrir afráni. Þar með er þó ekki allt upptalið því innan þessara skrefa eru ótal tilbrigði. Til dæmis er hegðunarmynstrið á fyrsta stig...
Hvernig fer títrun á edikssýru með natrínhýdroxíði fram?
Áður hefur verið fjallað um títrun á Vísindavefnum, meðal annars í svari við spurningunni Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram? Þar er farið yfir sýru-basa títrun. Það er ástæða til þess að minnast líka á títrun edikssýru með natrínhýdroxíði. Orðið römm sýra var notað í fyrra svari, en það þýði...
Hver fann upp skriðdrekann?
Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta. Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri...
Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?
Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...
Hvaða völd og skyldur hefur Seðlabankinn við eftirlit á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Arnalds rannsakað?
Ólafur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann fæst við rannsóknir á íslenskum jarðvegi og á ferlum sem móta yfirborð og ástand vistkerfa. Jarðvegur er mikilvæg grunneining vistkerfa. Vegna mikillar eldvirkni og áfoks myndast afar sérstakur jarðvegur hérlendis. Grunnrannsóknir á eðli, myndun o...
Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað?
Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. Hann beitti sér fyrir stofnun Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og hefur verið formaður hennar frá 1999. Þar starfa nú 11 doktorsnemar auk annarra nema og nokkurra sérfræðinga. Pálmi er einn upphafsmann...
Hvað er flekkað mannorð?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: "Flekkað mannorð". Uppruni orðsins "flekkað". Þýðir þetta að búið sé að leggja fláka yfir mannorð einhvers? Er það svo slæmt? Í skógrækt eru stundaðar ýmiskonar jarðvinnsluaðferðir við undirbúning lands til gróðursetningar, ein þeirra er "flekkjun/flekkun", amk. í daglegu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Eyja Margrét Brynjarsdóttir rannsakað?
Eyja Margrét Brynjarsdóttir er prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar á síðustu árum hafa verið innan félagslegrar heimspeki, einkum félagslegrar frumspeki og félagslegrar þekkingarfræði, auk femínískrar heimspeki. Meðal annars hefur hún fengi...
Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?
Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mi...