Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5571 svör fundust
Hver var Marie-Anne Lavoisier og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Lengi fram eftir öldum var fátítt í sögu Vesturlanda að konur gegndu störfum utan heimilis. Það á við um mörg starfsvið eins og til dæmis lögfræði, læknisfræði, verkfræði, handverk og ekki síður um vísindastörf. Í þessum starfsgreinum koma konur því lítið við sögu fyrr en kemur fram á 19. eða 20. öld. Frá forn...
Hvaða örverur eru í bjór?
Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...
Er hægt að læra álfamál Tolkiens í íslenskum háskólum?
Nei, íslenskir háskólar bjóða ekki upp á nám í álfamálunum Quenya eða Sindarin sem koma fyrir í skáldskap Tolkiens. Á netinu er hins vegar hægt að nálgast ýmislegt efni um þessi tilbúnu tungumál, til að mynda þessi þrjú orðasöfn: Dictionary of the Elvish LanguagesElvish to English DictionaryQuenya-English Di...
Hver er meðalstærð hvalatyppa?
Hvalir eru mjög misstórir eftir tegundum allt frá steypireyð (Balaenoptera musculus), sem getur orðið um 30 metrar á lengd og vegið hátt í 200 tonn til lítilla höfrunga (Delphinidae) sem eru innan við tveggja metra langir. Það sama gildir að sjálfsögðu þegar kemur að lengd getnaðarlima hvala, breytileikinn er svo ...
Lifa villtir fílar í Kína?
Já, villtir asískir fílar (Elephas maximus) finnast nú á dögum í suðvesturhluta Kína, nánar tiltekið í Yunnan-héraði, aðallega á Xishuangbanna-verndarsvæðinu. Seint á síðustu öld hafði fílum í Kína fækkað verulega, meðal annars vegna þess að gengið var á búsvæði þeirra og vegna ólöglegra veiða. Stífar verndaraðge...
Hafði kalda stríðið einhver áhrif á útfærslu landhelgi á Íslandi?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Útfærsla landhelginnar átti sér aðallega stað í þremur þorskastríðum um og eftir miðja 20. öld, þar sem Bretar voru aðalandstæðingar Íslendinga.[1] Sigur smáríkis í deilu þar sem valdbeiting á sér stað er yfirleitt ólíkleg niðurstaða. Það sem gerði Íslandi klei...
Er einhver með heimsmet í að lesa?
Sett hafa verið nokkur heimsmet í lestri. Í bænum Tifton í Tift-sýslu í Bandaríkjunum voru til dæmis sett tvö met þann 15. nóvember árið 2000. Þar komu saman 7.500 manns og lásu fyrst í hljóði bók að eigin vali í eina mínútu. Seinna metið fólst í því að sami fjöldi las upphátt kafla úr bókinni Kötturinn með höttin...
Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn?
Fönikíumenn voru afkomendur Kananíta sem höfðu búið á landsvæði Kananlands frá því 3000 árum f.Kr. Fönikískar borgir byrjuðu að myndast í kringum 1500 f.Kr. og í kringum 1200 f.Kr. fengu Fönikíumenn sjálfstæði frá Egyptum. Þrátt fyrir að talað sé um Fönikíu sem land og Fönikíumenn sem þjóðflokk þá eru hvergi he...
Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi? Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opin...
Hvað eru klumpahraun?
Lengi vel var basalthraunum aðeins skipt í tvær tegundir, helluhraun og apalhraun, en nú er ljóst að þetta eru jaðartegundir í samfelldu rófi með nokkrum millitegundum sem endurspegla breytingar á myndunarskilyrðum og flæðimynstri. Hér verður fjallað um klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) sem eru mjög algeng hra...
Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?
Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið...
Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?
Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Helstu vöktunarverkefni eru gagnasöfnun fyrir stofnmat og...
Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?
Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...
Sjáum við litina eins? Sé ég rauðan eins og þú sérð rauðan? Sérð þú kannski rauðan eins og ég sé grænan?
Hugmyndin um öfugt litróf (e. inverted spectrum) hefur verið töluvert til umræðu á undanförnum áratugum meðal þeirra heimspekinga sem fást við heimspeki mannshugarins. Þessa hugmynd má þó rekja lengra aftur í tíma en til undanfarinna áratuga því að hún er sett fram hjá John Locke (1632-1704) í bók hans An Essay co...
Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?
Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...