Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8056 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta dýr í heimi sem lifir á landi?

Stærsta núlifandi landdýrið er afríkufíllinn (Loxodonta africana). Karlfílar geta vegið á bilinu 5,8-6,5 tonn og hæstu tarfarnir ná um 4,5 metra hæð á herðakamb. Afríkufílar lifa aðallega í suður- og austurhluta Afríku. Nokkuð hefur fækkað í hópnum líkt og hjá asíska fílnum, aðallega vegna veiðiþjófnaðar en ein...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru tekjuáhrif?

Hagfræðingar nota hugtakið tekjuáhrif (e. income effect) oftast til að lýsa áhrifum tiltekinnar verðbreytingar á eftirspurn vegna þeirrar breytingar á kaupmætti sem verðbreytingin veldur. Að auki veldur verðbreyting alla jafna svokölluðum staðkvæmdaráhrifum (e. substitution effect) en með því er átt við þá breytin...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru klínískar rannsóknir?

Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?

Gengi íslensku krónunnar var síðast fellt 28. júní 1993, um 7,5%. Skýringin sem þá var gefin var að það þrengdi að útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar, sérstaklega sjávarútvegi. Talið var að samdráttur í fiskveiðum myndi draga aflaverðmæti saman um 6% á milli fiskveiðiára og auk þess hafði verð á erlendum mörkuðum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldgos?

Þrátt fyrir að eldgos geti verið ógnvænleg og valdi oft tjóni á mannvirkjum og stundum dauðsföllum eru þau skýrustu merki þess að plánetan okkar er við góða heilsu. Þetta kann að hljóma einkennilega í fyrstu, en við skulum reyna að útskýra þetta nánar. Jörðin er enn heit og kröftug pláneta, en frá því að hún my...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju gátu Bakkabræður ekki borið birtuna inn í húsið í húfunum sínum?

Bakkabræður virðast hafa lesið sér til í eðlisfræði og komist að því að ljósið hegði sér oft einsog agnir sem nefnast ljóseindir. Þeir hafa þess vegna ályktað að hægt væri að bera agnirnar inn í kolniðamyrkur og hleypa þeim þar út til að bregða birtu á bæinn. Ályktunarhæfni bræðranna hefur þó aðeins brugðist þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hákarl sem veiðist við Ísland er sagður vera eitraður sé hann etinn ferskur, en erlendis borða menn hákarl ferskan. Hvernig stendur á þessu?

Ólíkt mörgum öðrum hryggdýrum hafa hákarlar ekkert þvagkerfi. Þvagefnið (urea) streymir þess vegna úr vefjum og blóðrás dýrsins með osmósu. Þessi leið til að losa þvagefni úr líkamanum kom snemma fram í þróunarsögunni og ber vitni um það hversu frumstæð dýr hákarlar eru, enda hafa þeir verið í nokkurn veginn óbrey...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru búri og búrfiskur það sama?

Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale). Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búr...

category-iconLæknisfræði

Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?

Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum. Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna dó flökkudúfan út?

Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu. Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norðu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig virka þau?Af hverju eru loftslagsbreytingar nefndar gróðurhúsaáhrif ef þær eru ekki af völdum gróðurhúsa? Fræðimenn eru nokkurn veginn sammála um að það sem veldur hækkun á hitastigi jarðar sé aukning á styrk svokallaðra gróðurhúsalofttegunda ...

category-iconLandafræði

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó e...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er rafrænt lýðræði (e-democracy)?

Ef litið er á hvað orðin þýða þá gæti orðið rafrænt staðið fyrir upplýsingakerfi sem flytja eða geyma gögn og upplýsingar á stafrænum miðlum. Upplýsingatækni (UT) felur til dæmis í sér tölvunotkun, skrifstofusjálfvirkni, fjarskipti og stjórnunartækni og tekur til fjölbreyttra stafrænna verkfæra fyrir ákvarðanatöku...

category-iconStærðfræði

Hver fann upp tölurnar?

Talið er að stærðfræði hafi verið til hjá öllum menningarþjóðum allt frá því að sögur hófust. Hins vegar voru það aðeins sérþjálfaðir prestar og skriftlærðir sem iðkuðu stærðfræði og höfðu það hlutverk að þróa hana og nota í þágu yfirvalda til að innheimta skatta, sjá um mælingar, byggingar, viðskipti, tímatöl og ...

category-iconLandafræði

Hvenær verða Íslendingar ein milljón?

Eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? eru notaðar svokallaðar mannfjöldaspár til þess að áætla hversu margir muni búa á tilteknu svæði, landi, heimsálfu eða heiminum öllum á næstu árum og áratugum. Í þessum spám er gengið út frá ákveðnum forsendum um f...

Fleiri niðurstöður