Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru kjarnorkusprengjur svona kraftmiklar?

Fyrst er þess að geta að það eru ekki einungis kjarnorkusprengjur mannanna sem eru kraftmiklar heldur er kjarnorka langöflugasta náttúrlega orkulindin í sólkerfinu. Margar aðrar orkumyndir eiga rætur að rekja til kjarnasamruna í sólinni, samanber svar sama höfundar við spurningunni Hvað er helst því til fyrirstöðu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig fara geimfarar í sturtu?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Theodórs Sigurðssonar (f. 1989):Hvernig losna geimfarar við úrgang sinn? Er það satt að hlandið harðni út í geimnum?Eftirfarandi svar er byggt á heimildum um aðbúnað geimfara í bandarísku geimskutlunum en gefur góða hugmynd um aðbúnað geimfara almennt. Þess má geta að spu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að ...

category-iconTrúarbrögð

Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö?

Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir. Marteinn Lúther tel...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á sósíalisma og kommúnisma?

Orðið „sósíalismi" var fyrst notað árið 1827 og þá til að lýsa sameignarhugmyndum Englendingsins Roberts Owens. Orðið „kommúnismi" er eldra og hugmyndin um kommúnískt samfélag (þar sem einkaeignarétturinn er bannaður) mun fyrst koma fyrir í Ríki Platons (4. öld f.Kr.). Merking þessara tveggja hugtaka hefur verið n...

category-iconNæringarfræði

Hverfur eða minnkar blóðfita í eggjum við það að harðsjóða þau?

Það ætti ekki að hafa nokkur áhrif á kólesterólinnihald hvort egg eru lin- eða harðsoðin. Kólesteról (blóðfita) er fituefni eða lípíð, og er magn þess svipað í hráum eggjum og soðnum og lengri hitameðferð hefur væntanlega ekki frekari áhrif, ekki nema hugsanlega við mun hærra hitastig. Það sem gerist við suðuna er...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsók...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er kaupmáttarjafnvægi (PPP)?

Margir hagfræðingar telja eðlilegt að gera ráð fyrir að gengi gjaldmiðla hljóti að leita í svokallað kaupmáttarjafnvægi (e. purchasing power parity) þegar til (mjög) langs tíma er litið. Með því er átt við að ákveðin upphæð hafi sama kaupmátt á ólíkum svæðum þegar búið er að breyta henni í gjaldmiðil hvers svæðis ...

category-iconFöstudagssvar

Er vatn blautt?

Svarið er já; vatn er blautt á svipaðan hátt og svefnlyf eru (yfirleitt) svæfandi, þegar okkur blæðir kemur blóð, við drekkum drykki, þegar við lyftum einhverju fer það upp í loftið, og þorstinn er þurr enda hefur þá vatnið þorrið. Svo er grasið líka grænt af sömu ástæðu og vatnið er blautt, þó að það sé kanns...

category-iconJarðvísindi

Hvað kom út úr rannsóknum á steingervingum sem fundust í Burstarfellsfjalli í Vopnafirði og voru taldir vera af hjartardýri?

Fyrstu niðurstöður rannsókna á beinaleifunum úr Burstarfelli í Vopnafirði birtust í stuttri grein í Náttúrufræðingnum árið 1990, 59. árg., bls.189-195. Þar var því haldið fram að um væri að ræða bein úr einhverju hjartardýri eða dýri af hjartarætt, Cervidae. Stærsta beinið er að því er virðist hluti úr hægra h...

category-iconFélagsvísindi

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur, hver er það sem selur honum?

Þegar Seðlabankinn kaupir krónur er hann jafnframt að selja erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn á einungis gjaldeyrisviðskipti við tvenns konar aðila, annars vegar ríkissjóð og hins vegar þá sem eru á millibankamarkaði fyrir gjaldeyri, en það eru helstu bankastofnanir landsins. Nokkur eðlismunur er á þessum viðskiptu...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp fyrsta vélmennið?

Bandaríski uppfinningarmaðurinn Joseph F. Engelberger er oft kallaður "faðir vélmennanna". Hann þróaði ásamt félaga sínum George Devol fyrsta nútíma vélmennið sem sett var á markað. Vélmennið kallaðist Unimate, var nokkurs konar gervihandleggur og var notað í bílaverksmiðjum General Motors í Ewing Township í Banda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?

Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar. Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespice stickleback. Aðrar teg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?

Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fyl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna springa ljósaperur?

Í ljósaperu er rafstraumur leiddur um grannan vír með ákveðið rafviðnám sem er hærra en í venjulegum rafmagnsleiðslum. Vegna viðnámsins hitnar vírinn þegar rafstraumur rennur gegnum hann og verður fljótt hvítglóandi. Til að verja glóðarþráðinn gegn tæringu þá er ljósaperan fyllt með óhvarfgjarnri lofttegund (oftas...

Fleiri niðurstöður