Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3332 svör fundust

category-iconFornleifafræði

Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland?

Á Íslandi, sem og annars staðar, eru aðallega þrjár tegundir minjastaða neðansjávar; sokkin búsetusvæði, skipsflök og flugslysastaðir. Í Evrópu eru sokkin forsöguleg búsetusvæði tiltölulega algeng þar sem að sjávarstaða var mun lægri á forsögulegum tíma en hún er í dag.[1][2] Á Íslandi eru engin forsöguleg búsetus...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjir voru Aríar og hvaðan komu þeir?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu: Hvað getið þið sagt mér um Aría, sér í lagi í tengslum við Hitler? Þegar talað er um aría er mikilvægt að gera greinarmun á upprunalegri merkingu orðsins, heiti á indó-evrópskum þjóðflokkum á forsögulegum tíma og í fornöld, og þeirri merkingu sem notuð hefur verið a...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál eru töluð á Spáni?

Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska (sem alla jafna er nefnd spænska), galisíska, baskneska og katalónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Í þeim héruðum er spænska einnig opinbert mál og hún er það tungumál se...

category-iconHugvísindi

Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar?

Landnámsmenn Íslands hafa flestir verið ókunnugir jarðhita, svo að hverir og laugar Íslands hljóta að hafa komið þeim á óvart. Örnefni sýna að þeim hefur hætt til að finnast hveragufan vera reykur; margir jarðhitastaðir eru kenndir við reyk, en gufuörnefni eru fá og líklega ekkert sérstaklega á jarðhitastöðum, end...

category-iconHagfræði

Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?

Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...

category-iconFornfræði

Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?

Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því gr...

category-iconHugvísindi

Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur?

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafn...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað?

Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og marg...

category-iconLæknisfræði

Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita? Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest...

category-iconFornleifafræði

Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin?

Árið 1993 rak Þórarinn Þórarinsson arkitekt augun í áletrun í klöpp á Þingvöllum, þar sem gengið er út á Spöngina sem er á milli Flosagjár og Nikulásargjár. Áletrunin var uppljómuð í kvöldsólinni en reyndist þó skófum vaxin og máð og gekk því illa að lesa úr stöfunum. Mynd sem sýnir sykri stráða áletrunina á...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru flekar á jörðinni?

Sennilegt er að einhvern tíma í árdaga hafi jörðin verið meira eða minna bráðin. En snemma myndaðist fast skurn á hinum glóandi hnetti vegna varmageislunar frá yfirborði. Að öðru jöfnu hefði jörðin átt að kólna smám saman og jarðskorpan að þykkna, og á 19. öld reiknaði eðlisfræðingurinn Kelvin lávarður út að 40 ti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?

Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?

Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Af hverju segir maður „ólifað“, til dæmis hún á skammt eftir ólifað? Af hverju er þetta neikvæða forskeyti sett fyrir framan? Ólifað bendir frekar til þess að einstaklingur sé látinn en til þess tíma sem hann á eftir á lífi. Af hverju er alltaf sagt „ólifað“, t....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?

Orðið gaslýsing er gamalt í málinu, að minnsta kosti frá miðri 19. öld, í merkingunni ‘lýsing húsa og gatna með gasljósum’. Þau voru notuð í bæjum og borgum áður en farið var að lýsa með rafmagni. Mörg dæmi eru um þessa notkun á timarit.is. Ég geri ráð fyrir að spyrjandi sé að leita svara við annarri og mun nýr...

Fleiri niðurstöður