Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3135 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er Austmaður?

Orðið Austmaður var í íslenskum fornsögum haft um menn frá Noregi. Í orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, I. bindi, bls. 100) er sú skýring við orðið Austmaður að það sé notað um menn sem bjuggu í austri og tekur Fritzner fram að Íslendingar hafi með þessu orði almennt átt við Norðmenn. Þa...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust Kvosin og Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur?

Kvosin er lægð, eins og Fossvogur og Kópavogur, sem ísaldarjöklar hafa sorfið niður í Reykjavíkurgrágrýtið en það liggur yfir öllu svæðinu frá Mosfellssveit suður fyrir Hafnarfjörð. Tjörnin er í þessari dæld og afmarkast af Vatnsmýri annars vegar og sjávarkambi (þar sem Alþingishúsið stendur) hins vegar. Í ís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru eðalsteinar?

Eðalsteinar eða gimsteinar eru skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Skrautsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni. Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?

Hér er einnig svarað spurningunum:Vaxa tennur katta og hunda alla þeirra ævi?Geta kettir misst tennurnar?Eru mennirnir eina tegundin sem missir tennur (barnatennur) til að fá aðrar stærri? Menn eru alls ekki einu lífverurnar sem missa mjólkurtennurnar og fá nýtt sett í staðinn. Það sama gerist hjá algengustu gæ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er hlutverk safabólu?

Safabólur eru vökvafylltir dropar í umfrymi fruma og gegna þær margvíslegu hlutverki allt eftir sérhæfingu viðkomandi frumu. Ein gerð safabóla er fæðubóla sem sér um flutning hráefna frá yfirborði frumanna inn í „vinnslustöðvar“ í fryminu. Annað hlutverk safabólunnar er geymsla afurða sem fruman hefur framl...

category-iconLífvísindi: almennt

Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð Ísland til?

Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið. Ísland byrjaði að myndast fyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er þessi kunda í samkundum?

Eitt sér virðist orðið kunda ekki hafa verið til í málinu. Bæði -kund og -kunda finnast þó í samsettu orðunum samkund og samkunda og þekktust þegar í fornu máli. Í gotnesku, sem var austurgermanskt mál náskylt norðurgermönskum málum, var til nafnorðið ga-qumþs þar sem ga- hafði sömu merkingu og sam- í íslensku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?

Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901). Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er upprunnið ‘að skoða eitthvað út í ystu æsar’ og hver er merkingin á bak við ‘æsar’?

Kvenkynsorðið æs merkir ‘kantur, brún, jaðar (einkum á skinni)’ en einnig ‘rifa eða gat til að draga eitthvað í gegnum’. Fleirtalan er ýmist æsar eða æsir. Það er fyrra merkingarsviðið sem kemur fram í orðasambandinu ‘út í ystu æsar’ og er fleirtalan þar oftast með -ar. Merking þess er 'algerlega' eða 'til fulls'....

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að vera eldgamall?

Eld- í orðinu eldgamall er svokallaður herðandi forliður. Hann er notaður framan við lýsingarorð til þess að leggja áherslu á merkinguna. Annar slíkur forliður er til dæmis hund- í hundblautur, hundkaldur, hundgamall og hundfúll. Að baki forliðnum eld- liggur orðið eldur ‘bál, blossi’. Forliðurinn er einkum no...

category-iconTrúarbrögð

Er Guð stelpa eða strákur?

Flestir líta líklega svo á að Guð kristninnar sé karlkyns. Talað er um Guð en ekki Gyðju, og fólk biður Faðirvorið, en ekki Móðirvorið, svo dæmi séu tekin. Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor í guðfræði, bendir þó á að jafnvel þótt Guð sé yfirleitt karlgerður sé Guð hafinn yfir kynferði og því hvorki karl né kona...

category-iconMálvísindi: íslensk

Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?

Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’. Hér vantar aðeins herslumuninn. Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nánast allir fréttamenn á Íslandi tala um helmingi meira þegar þeir meina tvöfalt meira. Er það ekki rangt hjá þeim?

Í prósentureikningi er oft sagt að einhver tala sé tilteknum prósentum meiri eða minni en önnur tala. Þá er venjan sú að reikna prósentuna alltaf af þeirri tölu sem ,,en” stendur fyrir framan. Dæmi: Hvað er 10% meira en 1000 krónur? Svar: 1100 krónur. Hvað er 10% minna en 1000 krónur? Svar: 900 krónur. Ef þeirri r...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi?

Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um orðasambandið að taka sér bessaleyfi ‘gera eitthvað án þess að biðja um leyfi’ er frá fyrri hluta 18. aldar. Heldur eldra er sambandið að eitthvað sé bessaleyfi. Orðið bersi, en einnig bessi, merkir ‘bjarndýr’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri...

Fleiri niðurstöður