Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3881 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver eru 10 hæstu fjöllin í heiminum?

Tíu hæstu fjöll heims eru: Númer Heiti Hæð í metrum Hæð í fetum Staðsetning 1 Everestfjall 8850 29034 Nepal 2 Qogir (K2) 8611 28250 Indland (Kasmír) 3 Kangchenjunga 8598 28208 Nepal 4 Makalu 1 8481 27824 Nepal 5 Dhaulagiri 8172 26810 Nepal 6 Manaslu 1...

category-iconStærðfræði

Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?

Lítið er vitað um ævi Pýþagórasar en talið er að hann hafi fæðst um 570 f.Kr. á grísku eyjunni Samos og dáið einhvern tímann á tímabilinu 500 f.Kr. til 475 f.Kr. Engin verk Pýþagórasar eða lærisveina hans, Pýþagóringa, hafa varðveist og engar heimildir eru til um hvernig talnaritun þeir notuðu. Vitað er að Grik...

category-iconTölvunarfræði

Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?

Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar. Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá...

category-iconStærðfræði

Hver var Niels Henrik Abel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Niels Henrik Abel er mesti stærðfræðingur sem Noregur hefur alið og áhrif hans teygðu sig langt út yfir dauða hans. Abel lést aðeins 26 ára gamall og líf hans einkenndist af fátækt. Á stuttum starfsferli háði það Abel mjög að hafa ekki fasta stöðu. Niels Henrik Abel (1802-1829). Abel fæddist 5. ágúst 1802 í ...

category-iconStærðfræði

Eru líkur óháðar kastfjölda þegar peningi er kastað?

Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Ef ég kasta krónupeningi einu sinni upp þá eru 50% líkur á því að ég fái bergrisann. Ef ég kasta krónupeningnum upp 1000 sinnum hljóta að vera 100% líkindi fyrir því að ég fái bergrisann upp að minnsta kosti einu sinni. Af hverju er þá alltaf talað um að líkur séu ...

category-iconStærðfræði

Hvaða tölur koma á eftir milljón og milljarði?

Milljón er sem kunnugt er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón, sextilljón og svo framvegis. Forskey...

category-iconLögfræði

Hver er munurinn á 194. og 195. grein hegningarlaganna og hvernig er ákveðið eftir hvoru er dæmt?

Í 194. grein almennra hegningarlaga númer 19/1940 með síðari breytingum segir að hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðru...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er keppt í mörgum íþróttagreinum á Ólympíuleikunum í London?

Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í London sem fara fram dagana 27. júlí til 12. ágúst eru taldar upp 36 mismunandi íþróttagreinar en þar er meðal annars að finna fjórar mismunandi tegundir hjólreiða og tvær greinar sem teljast til fimleika. Með mismunandi skilgreiningum má því fá mismikinn fjölda íþróttagrein...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?

Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...

category-iconNæringarfræði

Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?

Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfit...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í heimsstyrjöldinni síðari í grófum dráttum?

Heimsstyrjöldin síðari er stærsti einstaki atburður mannkynssögunnar. Í henni áttust við Bandamenn (Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin eftir 1941) og Öxulveldin (Þýskaland, Japan og Ítalía) og lauk stríðinu með fullnaðarsigri Bandamanna. Orsakir stríðsins eru margvíslegar, en einna helst má nefna öfgaþjóðernishygg...

category-iconStærðfræði

Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur?

Spyrjandi sendi Vísindavefnum ýtarlega skýringu: Svar Vísindavefsins við spurningu Loga Bergmanns byggir á misskilningi. Ritstjóri vefsins umorðar spurningu Loga og tapar við það inntaki spurningarinnar. Kylfingar almennt vita hversu langt þeir slá á jafnsléttu með hverri kylfu. Það sem Logi vill fá að vita e...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?

Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur ...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?

Louis Pasteur fæddist þann 27. desember 1822 í Dole, litlum bæ í austurhluta Frakklands. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til nágrannabæjarins Arbois þar sem hann gekk í barna- og unglingaskóla. Þótt Pasteur væri iðinn við námið þótti hann ekki framúrskarandi námsmaður á sínum yngri árum og útskrifa...

Fleiri niðurstöður