Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2408 svör fundust
Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?
Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...
Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?
Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið! Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækk...
Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Vestur í gömlu Múlasveit, nánar tiltekið á Svínanesinu, er örnefnið Gormur. Þetta er mjög blautur mýrarfláki ofan við Berufjörð. Í Reykhólasveit er mýrarfláki með sama nafni. Nú langar mig að vita hvort þessi örnefni gætu verið komin úr keltnesku? Með örnefninu Gormur er lí...
Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius? Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið...
Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari og ríkjandi áttum fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands? Ef átt er við árstímann er sumarið vissulega hagstæðast til siglinga milli landa. Vindurinn er að jafnaði hægastur á hlýjasta tíma ársins, í júní-ágúst. En líka er ...
Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund?
Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Ég hef verið svolítið í sjósundi í Nauthólsvíkinni. Hvaða náttúrufyrirbrigði eru hringar í sandinum í fjöruborði lónsins, nánast eins og eftir einhvern orm eða snigil? Hringirnir sem sjást í leirkenndum fjörum víða hér við land eru úrgangur eftir stórvaxinn burstaorm (Polych...
Geta hundar orðið þunglyndir?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er eitthvað líffræðilegt hjá hundum sem gerir það að verkum að þeir verði ekki þunglyndir? Í mjög einföldu máli má skilgreina þunglyndi sem ójafnvægi í boðefnabúskap í heila svo sem í seretóníni eða öðrum taugaboðefnum. Slíkt hendir ekki bara okkur mennina heldur ei...
Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1...
Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð, ég bjó til orðið tunglsstrjáli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð? Fyrir alllöngu datt mér í hug að ef að búið væri til samsett orð sem byrjaði á orðinu tungl og það væri í eignarfalli, þ.e. tungls þá væru þegar komnir fjórir samhljóðar, en það er alls ekki algengt. Ég gerði mér grein fy...
Hvað merkir Soga- í örnefnum hér á landi?
Upphaflega hljóðaði spurningin svo: Hvað merkir orðið soga í t.d. Sogavegur, Sogablettur, Sogið o.s.frv.? Sog er skylt sagnorðinu sjúga og fleiri orðum af þeim toga, til dæmis soga (sogast upp), súgur (dragsúgur), suga (blóðsuga). Í náttúrunni geta orð af þessu tagi bæði vísað til vinds og vatns. Í örnefnum ví...
Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er talað um "að sækja um brauð" þegar prestur sækir um starf sem sóknarprestur? Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’ að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Notkunin er hugsalega orðin til fyrir áhrif...
Hvað er langt síðan jarðarbúar voru raunverulega helmingi færri en þeir eru í dag?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Heyrði einhvern í viðtalsþætti (um eitthvað allt annað) halda því blákalt fram að það væri ekki lengra síðan en á 10. áratug síðustu aldar sem jarðarbúar voru helmingi færri en í dag - Getur þetta virkilega staðist? Þegar þetta er skrifað, vorið 2020, er talið að jarðarbúar séu...
Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...
Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi með því að slá hana?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi síðar meir á ákveðnu svæði með að slá hana nokkur skipti í röð á því svæði? Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er viðkvæm fyrir slætti á hásumri. Tilraunir voru gerðar fyrr á árum með að slá lúpínuna á mismunandi tímum frá vori til h...
Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á hagvöxt?
Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað má reikna með að 1% atvinnuleysi þýði margra milljarða króna minni tekjur fyrir þjóðarbúið? Þessari spurningu reyndi bandaríski hagfræðingurinn Arthur Okun (1928-1980) að svara um bandaríska hagkerfið árið 1962 í skýrslu sinni Potential GNP: It's measurement and significance. ...