Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5263 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið forseti?

Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir: Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á bra...

category-iconHugvísindi

Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?

Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta marglyttur og hvernig fara þær að því að veiða?

Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria) en þau eru með ósérhæfðari og frumstæðari frumugerð en til dæmis hryggdýr, skordýr eða lindýr svo dæmi séu tekin. Í svari við spurningunni Úr hverju eru marglyttur? segir meðal annars þetta um marglyttur:Marglyttur hafa aðeins tvö frumulög. Yst er frumulag sem nefnis...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er gos fitandi?

Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til græn spendýr?

Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?

Hér er einnig svarað spurningu Hlínar Reykdal:Hver er munurinn á skyldusiðfræði og afleiðingasiðfræði?Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en megineinkenni hennar er að athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill. Þetta hefur verið kallað hámarkshami...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru jaðarskattar?

Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skatt...

category-iconJarðvísindi

Eru til einhverjar fastar skilgreiningar á því hvað er kallað fjall og hvað hóll?

Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa. Örnefn...

category-iconLögfræði

Ef 18 ára unglingur er dæmdur fyrir vægt afbrot, er þess þá getið á sakavottorði alla ævi?

Upphafleg spurning var svohljóðandi:Lendi 18 ára unglingur í þeirri ógæfu að verða dæmdur fyrir vægt innbrot eða líkamsmeiðingu, á hann/hún þá á hættu að hafa óhreint sakavottorð það sem eftir er lífs?Um sakaskrá gildir reglugerð nr. 569/1999 um sakaskrá ríkisins, sem sett er með stoð í 2. málsgrein 19. greinar la...

category-iconLögfræði

Er hægt að setja lög á Suðurskautslandinu sem Íslendingar verða að fara eftir?

Suðurskautslandið er ekki sjálfstætt ríki og því er þar enginn sjálfstæður löggjafarvaldshafi eða löggjafi. Nokkur ríki gera tilkall til ákveðinna hluta Suðurskautslandsins en óljóst er hvaða hlutar þess tilheyra hverju. Því verða ekki sett lög á Suðurskautslandinu sem slíku og af því leiðir að Íslendingar hvorki ...

category-iconVísindi almennt

Hvaða vísindalegu sannanir eru fyrir því að Guð sé til?

Í svari Hjalta Hugasonar við spurningunni Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til? segir Hjalti að það brjóti í raun í bága við eðli vísindanna að reyna að að svara einhverju um tilvist Guðs. Hjalti bendir á að ýmsir vísindamenn og heimspekingar hafi oft lagt fram rök og sannanir fyri...

category-iconLandafræði

Hvort vatnið er stærra, Þórisvatn eða Þingvallavatn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? er Þórisvatn 83-88 km2 að flatarmáli (eftir því hversu mikið er í lóninu) en Þingvallavatn 82 km2 ef miðað er við upplýsingar af heimasíðu Landmælinga Íslands. Hins vegar segja aðrar heimildir að Þingvallavatn sé stærra en þarna ...

category-iconLandafræði

Hvað er Ástralía stór heimsálfa?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er Ástralía mörgum sinnum stærra en Ísland? Ástralía er minnsta heimsálfan. Hún er 7.686.850 km2 eða um það bil 75 sinnum stærri en Ísland. Til Ástralíu sem heimsálfu telst bæði ástralska meginlandið sem ríkið Ástralía tekur yfir, Nýja-Sjáland og ýmsar eyjar þar í kring...

category-iconTrúarbrögð

Var guð til í alvörunni, eins og í myndum?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi vilji fræðast um útlit Guðs, hvort hann líti út eins og í einhverjum tilteknum bíómyndum. Um þetta vitum við ekki neitt enda vitum við ekki til þess að nokkur hafi séð Guð. Það er hins vegar hefð fyrir því að sýna Guð kristinna manna í mannsmynd enda segir í 1. Mósebók að Guð hafi ...

category-iconFélagsvísindi

Er bannað samkvæmt lögum að elta stöðumælavörð og setja peninga í útrunna stöðumæla sem verða á vegi hans?

Nei, hvergi í lögum er tekið sérstaklega á þess háttar athæfi, enda ekki verið að brjóta neitt með því að setja peninga í útrunna stöðumæla. Miklu frekar er einmitt verið að framfylgja þeim reglum að greiða eigi fyrir afnot af bílastæðum á ákveðnum svæðum og vandséð hvaða lögbrot ætti að felast í því að greiða fyr...

Fleiri niðurstöður