Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8209 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað kvarða notar Veðurstofan til að mæla stærð jarðskjálfta og hvað mælir sá kvarði?

Á þeim síðum Veðurstofunnar sem gefa aðeins upp eina stærð skjálfta er átt við svonefnda vægisstærð, táknuð með MW eða aðeins M. Þetta er sú stærð sem jarðskjálftafræðingar nota mest nú á dögum. Sumar síður Veðurstofa Íslands tilgreina tvær tegundir stærða fyrir skjálfta sem mældir eru af íslenska skjálftamælan...

category-iconLögfræði

Hvað er Code civil í frönskum lögum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það. Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls fra...

category-iconStærðfræði

Einn er lítil tala en milljón stór, hvenær verða tölurnar stórar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Einn er lítið, milljón er mikið, en hvenær byrjar mikið? Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við gefum okkur fyrst að forsenda spyrjanda sé rétt, það er að einn sé lítil tala og milljón stór tala, þá finnst engu að síður engin ein tala á bilinu einn ti...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?

Þótt kvikmyndastjörnur og knattspyrnumenn hafi vakið athygli á götum Reykjavíkur og víðar um land sumarið 1919 voru þær ekki einu stjörnurnar sem aðdáun ungs fólks á Íslandi beindist að. Líklega var Davíð Stefánsson, ungt skáld norðan úr Eyjafirði, sá sem allra mestrar hylli naut. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fja...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?

Árið 1343 var á margan hátt dæmigert fyrir íslenskan veruleika á 14. öld, ef marka má hinar knöppu frásagnir annálarita en í þeim er getið um helstu atburði hvers ár. Nafnkunnugt fólk dó drottni sínum og fjöldi manns fórst í sjóslysum úti fyrir ströndum landsins. Annað sem bar til tíðinda voru afbrot og refsingar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?

Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...

category-iconFornleifafræði

Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?

Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær fór orðið hinsegin að vísa til samkynhneigðar?

Um uppruna orðsins hinsegin er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvaðan kemur orðið hinsegin? og er lesendum bent á að kynna sér það svar einnig. Elsta dæmi sem höfundur þessa svars hefur fundið á prenti um vísun orðsins hinsegin í samkynhneigð er í Alþýðuhelginni 1949 þar sem segir: „Hvað, er hann n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?

Svonefnd einokunarverslun Dana stóð yfir á Íslandi í 185 ár eða frá 1602 til 1787. Markmiðið með einokunarversluninni var fyrst og fremst að styrkja danska kaupmenn gegn þýskum og enskum kaupmönnum, sér í lagi svonefndum Hansakaupmönnum sem höfðu á þessum tíma góð tök á verslun við Ísland. Vorið 1602 veitti Kr...

category-iconJarðvísindi

Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla?

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Góðan dag. Í ljósi þess að við fáum upplýsingar um landris við Svartshengi 14-16 milljón rúmmetra, sem er ekki að segja mér um magnið. Mér finnst vanta myndræna samlíkingu, t.d., hvað er Keilir á Reykjanesi í rúmmáli eða Þorbjörn? Þegar rúmmálið kvikunnar sem hefur ...

category-iconHagfræði

Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt?

Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því, sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða vexti bankinn býður öðrum fjármálafyrirtækjum vegna innlána. Svokallaðir meginvextir Seðlabankans eru vextir á sjö daga bundnum innlánum. Aðrir bankar eig...

category-iconStærðfræði

Hvaðan kemur hugmyndin um að alheimurinn sé bók rituð á tungumáli stærðfræðinnar?

Að liðnum miðöldum um 1450 urðu margvíslegar framfarir, og skilningur manna á umheiminum óx. Ítalski eðlisfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Galíleó Galíleí (1564–1642) vissi að himintunglin fylgdu ákveðnum einföldum brautum og fór þannig gegn viðteknum kenningum kirkjunnar í þessum efnum. Hann aðhylltist sólmiðj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um gulrætur og húðlit. Meðal þeirra eru:Er hægt að verða appelsínugulur af því að borða gulrætur og ef svo er hvað þarf mikið? (Jón Trausti) Verður maður brúnn af því að borða gulrætur? (Valborg) Er það satt að maður verður gulur af að borða mikið af gulrótum? (Mar...

category-iconStjórnmálafræði

Hvers konar stjórnarfar er í Kína?

Í stjórnarskrá Kína er stjórnarfari landsins lýst sem „lýðræðislegu alræði alþýðunnar“ en margir stjórnmálaspekingar kjósa heldur að lýsa því sem alræði Kommúnistaflokksins, enda er hann langstærsti stjórnmálaflokkur landsins og fer í raun með flest ef ekki öll völd. Almenningur kýs einungis í sveitarstjórnir, síð...

Fleiri niðurstöður