Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9244 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur vindgangi?

Vindgangur og ropi virðast vekja forvitni margra. Hér er einnig svarað öðrum spurningum sem borist hafa um þetta efni, en þær eru:Af hverju prumpar maður?Hvað veldur lyktinni sem fylgir vindgangi?Hvað er hægt að gera til að stoppa vindgang?Hversu oft á dag leysir manneskja vind?Hvaða leið fer prumpið?Af hverju rop...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er urðarköttur?

Orðið urðarköttur er stundum notað sem samheiti fyrir útigangskött eða villikött en í raun – eða samkvæmt þjóðtrúnni – er hann miklu hræðilegri skepna. Þar tilheyrir urðarköttur hópi óvættadýra á borð við skoffín, finngálkn, skuggabaldur og moðorm. Flest þessi furðudýr eru talin hafa orðið til á einhvern ónáttúrul...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru erfðaorð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hugtakið erfðaorð skilgreint? Eru öll orð sem landnámsmenn notuðu erfðaorð eða hvað er átt við með hugtakinu? Voru engin tökuorð í málinu þá? Með hugtakinu erfðaorð er átt við orð sem hafa verið í málinu frá upphafi og eiga sér norrænar rætur, það er hægt er að rekj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er sveppasýking?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um sveppasýkingar, þeirra á meðal:Hvað er vitað um offjölgun Candida albicans í líkama (gersveppasýking)? Hver er orsök og meðferð við sveppasýkingar í munni? Hvað er gersveppasýking? Svarið hér á eftir er um sveppasýkingar almennt en ekki um einkenni og meðferð v...

category-iconLæknisfræði

Hvað er fuglaflensa?

Fuglaflensa hefur nýlega tekið sér bólfestu í villtum fuglum á Íslandi og er það í fyrsta sinn sem hún greinist hér á landi. Þegar þetta svar er skrifað hefur fuglaflensan eingöngu fundist í villtum fuglum og ólíklegt er talið að þessi tiltekna fuglaflensa berist til manna. Hins vegar er mikilvægt að skilja eðli f...

category-iconEfnafræði

Hvað er þvagefni?

Þvagefni er lífrænt efnasamband sem finnst í þvagi spendýra. Á mörgum erlendum málum kallast það urea en það er dregið af orðinu urine sem er almennt heiti um vökvann sem myndast í nýrum hryggdýra. Í daglegu tali köllum við hann þvag eða piss. Efnaformúla þvagefnis er CO(NH2)2. Það er lit- og lyktarlaust og ley...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir aðventa?

Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...

category-iconHeimspeki

Hvað er réttlæti?

Spurningin um réttlætið – hvað er réttlæti? – er eitt stærsta viðfangsefni heimspekisögunnar. Mannkynið hefur glímt við þessa spurningu frá því að siðmenningin varð til. Raunar er eðlilegt að líta svo á að siðmenning verði einmitt til þegar manneskjurnar taka að skipuleggja samfélag sitt á þann hátt að til staðar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er nafnfræði?

Með nafnfræði er átt við þá fræðigrein sem fæst við söfnun og athuganir á hvers kyns nöfnum sem mönnum, dýrum eða dauðum hlutum hafa verið gefin og eru sérheiti þeirra. Venja er að greina að heiti og nöfn innan fræðigreinarinnar. Með heiti er þar átt við öll samnöfn tungumálsins, en viðfangsefni nafnfræðinnar eru ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er pönk?

Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...

category-iconJarðvísindi

Hvað er gjóska?

Hugtakið gjóska er samheiti yfir laus gosefni, óháð stærð og gerð, sem koma upp í eldgosi og berast í lofti frá gosopi. Alþjóðlega fræðiheitið er tefra (e. tephra) dregið af grísku orði sem merkir aska. Á ensku er hugtakið 'pyroclastic debris' einnig notað yfir gjósku. Gjóska er tiltölulega nýtt orð í málinu. Þ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er sannsaga?

Hugtakið sannsaga er þýðing og staðfærsla á enska hugtakinu creative nonfiction. Það virðist fyrst hafa komið fram á fyrri hluta 20. aldar þegar það var haft um einn efnisflokkinn í kanadískum bókmenntaverðlaunum. Hugtakið fór þó ekki á flot í nútímaskilningi fyrr en undir lok síðustu aldar og er nú orðið vel þekk...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Akureyrarveikin?

Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er málvenja?

Ég hef oft verið spurður eitthvað sem svo: „Ef nógu margt fólk tekur upp einhverja vitleysu, verður hún þá rétt?“ Ég hef alltaf svarað slíkum spurningum játandi – þannig er það einmitt sem tungumálið virkar. En ég veit vel að slíkt svar hugnast ekki öllum – mörgum finnst að það sem er rétt hljóti að halda áfram að...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?

Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig ...

Fleiri niðurstöður