Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3063 svör fundust
Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?
Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan da...
Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?
Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946. Að baki liggur danska orðið formørke í sömu m...
Gáta: Hvernig komst traktorinn á eyjuna?
Þú ert staddur á eyju sem staðsett er í miðju stöðuvatni. Engin brú tengir eyjuna við land og raunar hefur aldrei verið brú þar á milli. Á hverjum degi ekur traktor með hey um eyjuna á vagni sem við hann er tengdur. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að þér er tjáð að traktorinn hafi hvo...
Er hvít málning þyngri en svört?
Já, því hvít málning hefur mun hærri eðlismassa en svört málning af sömu gerð. Ástæðan er sú að hvíta litarefnið, sem er títantvíoxíð (TiO2), hefur eðlismassa um 4,0 g/ml en svartur sótlitur sem er mikið notaður í svarta málningu hefur eðlismassa um 1,0 g/ml. Auk þess þarf mun meira af hvíta litarefninu en því sva...
Er starinn í húsinu mínu byrjaður að verpa?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er starinn byrjaður að verpa? Í dag er 15. apríl og það er mikið að gerast í hreiðurgerð í húsinu mínu. Við viljum gjarnan losa okkur við hreiðrin áður en það koma egg/ungar í þau - er það of seint? Varptími starans (Sturnus vulgaris) er frá seinni hluta apríl og fram eft...
Er það satt að öll börn fæðist með blá augu?
Nei, það er ekki rétt að börn fæðist öll með blá augu, til að mynda fæðast börn af asískum eða afrískum uppruna yfirleitt með dökk augu. Nýfædd börn sem eiga foreldra með ljósan húðlit fæðast hins vegar oftast með blá eða grá augu en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan fyrir þessu er eftir...
Hvaða fisktegundir eru á íslensku myntinni og hvert er latneskt heiti þeirra?
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Á framhlið allra myntanna, nema einnar krónu myntarinnar, er stílfærð mynd af landvættum Íslands. Hér má sjá lista yfir hvaða sjávardýr er að finna á bakhlið myntanna fimm: 100 kr.: Mynd af hrognkelsi (Cyc...
Kærastan mín vill fá ogguponsu mjólk í teið sitt, hvað á hún eiginlega við?
Öll spurningin hljóðaði svona: Kærastan mín sagðist vilja fá 'ogguponsu' mjólk í teið. Ég finn ekkert um þetta orð í neinni orðabók, málið.is innifalið. Getið þið sagt mér hvaðan þetta orð kemur? Orðið ogguponsu um eitthvað mjög lítið er orðið til í barnamáli. Oggu- er ummyndun á ógnar-. Ógn merkir ‘skelfing, ...
Eru allar loftslagsaðgerðir hagkvæmar?
Loftslagsaðgerðir miða að því að draga kerfisbundið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þær geta verið af ýmsum toga. Ef tjón af losun gróðurhúsalofttegunda er ekki óendanlegt er ekki sjálfgefið að allar aðgerðir, sem draga úr losun, borgi sig. Útkoman ræðst af tjóni af hverju tonni sem losnar, hvað losunin minnkar mi...
Hvað gerist í líkamanum eftir dauðann? Er það þá sem dauðahryglur heyrast og hvað eru þær eiginlega?
Dauðahrygla er hósti eða snörl deyjandi manns. Það er þess vegna ekki tengt þeim ferlum sem fara af stað í líkamanum eftir dauðann. Það sem gerist eftir dauðann er að líkaminn rotnar. Annars vegar fyrir tilstilli svonefndra efnakljúfa sem eru í vefjafrumum okkar en hins vegar vegna gerla sem eru í líkama okkar ...
Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?
Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna. Íslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund...
Hvað hefur Ísland að bjóða umfram Írland sem skattaparadís fyrir erlend fyrirtæki?
Eins og kemur óbeint fram í spurningunni hefur Írland haslað sér völl hin síðari ár sem fjármálamiðstöð. Nokkurs konar skattafríhafnir voru stofnaðar við Shannon-flugvöll og höfnina í Dyflinni. Erlend fyrirtæki, sem vildu setjast þar að, þurftu ekki að greiða nema 10% tekjuskatt og nutu annarra ívilnana opinberra ...
Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?
Segja má að miðlarnir hafi áhrif á fréttaflutning á tvennan hátt, annars vegar hvað er í fréttum og hins vegar hvernig fréttir eru settar fram. Í eðli sínu er prentmiðlarnir og ljósvakamiðlarnir mjög ólíkir miðlar sem gera þar af leiðandi ólíkar kröfur til notenda sinna. Prentmiðlarnir, dagblöð og tímarit, ha...
Hvað er ljósleiðari?
Þegar talað er um ljósleiðara er oftast átt við granna þræði úr gleri eða plasti sem eru búnir þeim eiginleikum að geta leitt ljós frá einum stað til annars. Tilkoma ljósleiðara hefur valdið byltingu í samskiptatækni, en ljósleiðarar eru einnig notaðir í öðrum tilgangi, til dæmis í lækningatækjum. Til að skilja...
Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?
Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...