Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2668 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru kostir og gallar augnaðgerða með leysi?

Síðasta rúma áratuginn hafa leysiaðgerðir við sjónlagsgöllum verið einn þeirra kosta sem standa nærsýnum og fjarsýnum til boða. Þó engar aðgerðir séu gallalausar þá teljast augnaðgerðir með leysi mjög öruggar og tíðni aukaverkana er lág. Það er mikil frelsun að losna við „hækjur“ líkt og gleraugu og snertilins...

category-iconLæknisfræði

Hvað er mígreni, af hverju stafar það og hvernig er hægt að losna við það?

Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að 6% karla og 18% kvenna einhvern tíma á lífsleiðinni. Höfuðverkurinn kemur í köstum og lýsir sér oft í þungum æðaslætti í öðrum helmingi heilans. Mígreni kemur fram hjá öllum aldurshópum og því fylgja oft ógleði og uppköst og óþol gegn skærri birtu og hljóðum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær er næsta helgi?

Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Myndi þetta ekki flokkast undir málvísindi? Í dag er fimmtudagurinn 3. nóvember árið 2016. Hvenær er næsta helgi? Svarmöguleikar eru 4.-6. nóvember og 11.-13. nóvember. Hér er einnig svarað spurningu Hauks Más:Ef við erum í miðri viku og sagt er um næstu helgi. Hvort er verið ...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur talan pí marga aukastafi og hverjir eru þeir?

Talan pí (π) er óræð tala eins og það er kallað í stærðfræði, en það merkir að hún verður ekki skrifuð sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Margir tengja pí sjálfsagt við brotið 22/7 en það er ekki "sama sem" pí í...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?

Frá sjónarhóli tölfræðilegrar fólksfjöldafræði er eðlilegast að svara spurningu þessari með því að athuga hve marga hugsanlega áa (forfeður og formæður) hver einstaklingur á. Við tökum hér dæmi af einstakling sem fæddur er árið 1970. Foreldrar hans tveir eru ekki ósennilega fæddir um 1940. Afar hans og ömmu, alls ...

category-iconStærðfræði

Fann Pýþagóras upp Pýþagórasarregluna eða er hún bara kennd við hann?

Pýþagóras fæddist á eyjunni Samos og ól þar aldur sinn til fertugs eða svo, er hann fór þaðan vegna harðstjórnar og settist að í nýlenduborginni Króton syðst á Ítalíu, en hún var þá frægust borga þar um slóðir. Samtíðarmenn Pýþagórasar litu margir á hann sem vitring og hann kom sér fljótlega upp hópi lærisvein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?

Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?

Lengi vel var talið að tvær fílategundir væru í heiminum í dag, afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) og Asíufíllinn (Elephas maximus). Nú álíta fræðimenn hins vegar að skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis), sem lifir í Afríku og áður var talinn deilitegund gresjufílsins, sé sérstök tegund. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru fellibyljir flokkaðir?

Tjón sem fellibyljir geta valdið vex mjög með vaxandi vindhraða. Fellibylur þar sem mesti meðalvindhraði er 70 m/s veldur margföldu tjóni á við annan þar sem mesti vindhraði er 35 m/s. Umfang viðbragða ræðst því af hugsanlegum styrk þegar fellibylurinn gengur á land. Af hagkvæmnisástæðum hefur verið búinn til fimm...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða ár kom fyrsta bókin út?

Erfitt er að svara spurningunni afdráttarlaust af því að óljóst er hvað telst til útgáfu bókar. Yfirleitt er fyrsta prentaða bókin talin vera Biblía Gutenbergs, sem Þjóðverjinn Jóhannes Gutenberg prentaði árið 1455 með prentvél sem hann hafði sjálfur smíðað. Prentvél Gutenbergs olli straumhvörfum og í kjölfarið...

category-iconLandafræði

Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?

Það er spurning hvaða mælikvarða er hægt að nota til að ákvarða hvað er frægasta ferðamannaland í heimi. Líklega er einfaldast að setja samasemmerki á milli þess að vera frægt og vera vel sótt. Mjög margir ferðamenn berja Eiffelturninn augum enda er Frakkland það land heims sem fær flestar heimsóknir erlendra ...

category-iconStærðfræði

Hvað er staðalfrávik?

Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér frá grískum harmleikjum og harmleikjaskáldunum?

Öll varðveitt forngrísk leikrit eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Til voru þrjár gerðir leikrita: harmleikir, bukkaleikir eða satýrleikir, og skopleikir eða gamanleikir. Uppruni grískar leiklistar er ekki þekktur. Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóte...

category-iconStærðfræði

Er hægt að leysa þessa þraut sem ég og vinnufélagarnir höfum glímt við í meira en eitt ár?

Þrautin sem um ræðir sést á mynd 1 hér fyrir neðan. Markmiðið er að teikna óbrotna línu, sem sker sjálfa sig ekki, og fer gegnum hvert strik í kassanum á myndinni nákvæmlega einu sinni. Mynd 1 - Þrautin Ein tilraun að lausn sést á mynd 2. Þar höfum við þó lent í sjálfheldu, því enn vantar að fara gegnum strikið ...

category-iconJarðvísindi

Hefur gosið oft í Kverkfjöllum?

Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist. Engin gjóskulög með efnasamsetningu Kverkfjalla hafa fundist í ísnum í Vatnajökli eða jarðvegi frá sögulegum tíma.1 Yngsta hraunið, Lindahraun, rann skömmu fyrir landnám, ef marka má umhverfisbr...

Fleiri niðurstöður