Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?

Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?

Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...

category-iconLæknisfræði

Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?

Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...

category-iconHagfræði

Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Er slíkt skattkerfi góður kostur? Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fyl...

category-iconHugvísindi

Ein af ástæðunum fyrir vígi Jóns Gerrekssonar biskups 1433 er talin vera Kirkjubólsbrenna. Er vitað hvar á landinu Kirkjuból var?

Kirkjuból það sem Kirkjubólsbrenna 1433 er kennd við er á Garðskaga í Gullbringusýslu. Heimild: Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson. Landið þitt Ísland. 2. bindi, 1981, bls. 243....

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað dóu margir á Íslandi árið 1992?

Hægt er fá upplýsingar um mannfjölda á vef Hagstofu Íslands, bæði um það hversu margir fæðast árlega og hversu margir deyja. Árið 1992 dóu 1.792 einstaklingar á Íslandi, 875 karlar og 844 konur....

category-iconVeðurfræði

Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Mig hefur alltaf langað að vita hvort það væru einhver veður á norðurpólnum? Er bara frost og logn en aldrei vindur? Af hverju myndast allur þessi ís?Ólíkt því sem er á suðurskauti jarðar er ekkert meginland á norðurheimskautinu, heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. ...

category-iconHeimspeki

Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?

Okkur sýnist að þetta sé gott dæmi um þróun tungumálsins og um aukamerkingar í orðum, sem geta meðal annars tengst rithætti. Til skamms tíma var ekki endilega gerður neinn greinarmunur á dygð og dyggð í íslensku en á síðustu árum hafa íslenskir heimspekingar farið að gera greinarmun á þessum tveimur orðum og merki...

category-iconFélagsvísindi

Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?

Almennt gildir hið þveröfuga. Rík lönd hafa mun meiri hag af viðskiptum innbyrðis en af viðskiptum við fátæk lönd. Skiptir þá engu hve stór fyrirtækin sem eiga í viðskiptunum eru. Sem dæmi má nefna að viðskipti Bandaríkjamanna við nágranna sína fyrir norðan, Kanada, skipta Bandaríkjamenn miklu meira máli en við...

category-iconLögfræði

Eru líkamlegar refsingar (þar með taldar flengingar) á börnum bannaðar með lögum á Íslandi?

Annars vegar má hér líta á orðið "refsing" þannig að átt sé við viðurlög, sem ríkisvaldið beitir þá, sem hafa verið ákærðir og fundnir sekir um afbrot. Refsing í þessum skilningi er annars vegar refsivist (fangelsi) og hins vegar fésektir. Önnur líkamleg refsing en frelsissvipting með fangelsi er ekki leyfð samkvæ...

category-iconStærðfræði

Er tölugildið af X margliða?

Svarið er nei; tölugildið af $x$ er ákveðið fall sem fellur ekki undir margliður. Tölugildið (enska absolute value, numerical value) af $x$ er yfirleitt táknað sem $|x|$. Það er fall sem tekur jákvæð gildi og gildið $0$ en getur ekki tekið neikvæð gildi. Sem kunnugt er má líta á tölur sem punkta á talnalínunni ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna vildi eða lét eiginkona Rússakeisara banna Kreutzer-sónötuna eftir Beethoven?

Við höfum lagt þessa spurningu fyrir fróða menn en enginn kannast við bannið sem á að vera tilefni hennar, hvað þá að menn geti svarað til um orsakir bannsins. Rækileg leit á vefnum hefur ekki heldur skilað okkur neinu. Spurningin gæti snúið að sögu eftir Tolstoj sem hét Kreutzer-sónatan. Hún kom út árið 1891 o...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"?

"Íslandít" er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur jár...

category-iconJarðvísindi

Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?

Tvennt er það sem ræður tilurð hinna ýmsu tegunda storkubergs: efnasamsetning kvikunnar sem bergið storknar úr og aðstæður við storknunina — hröð storknun eða hæg, við yfirborð, í vatni eða djúpt í iðrum jarðar. Efnafræðilega einkennast íslenskar bergtegundir af því að landið er „heitur reitur“ í miðju úthafi. Ann...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Fleiri niðurstöður