Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er uppruni orðsins kúrbítur?
Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Í miðaldalatínu er gert ráð fyrir myndinni *curbita, sem ekki virðist koma fyrir það vitað sé og þess vegna stjörnumerkt. Í fornháþýsku hét jurtin kurbiz, fengin að láni úr latínu, en í háþýsku heitir hún Kürbis. Í eldri dönsku hét j...
Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?
Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...
Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?
Afkvæmi simpansa fæðast eftir 230-240 daga meðgöngu. Fyrstu þrjá til sex mánuðina halda mæðurnar ungunum við brjóstin og eru þeir afar ósjálfbjarga. Eftir sex mánaða aldur hefur þeim vaxið þróttur og styrkur og þeir geta þá haldið sig á baki móður sinnar og jafnvel ferðast sjálfir. Ungarnir eru háðir móðurmjólki...
Hver er munurinn á dökkum og ljósum púðursykri?
Munurinn á dökkum og ljósum púðursykri fest í því hversu mikið hann inniheldur af efnum sem gefa honum lit. Púðursykur er oftast nær hreinsaður sykur sem búið er að húða með melassa (e. molasses), sykursírópi eða öðrum efnum sem gefa honum brúnan lit. Hversu dökkur sykurinn er fer eftir því hversu mikið af öð...
Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?
Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltæ...
Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla?
Bæði orðið þumalfingursregla og þumalputtaregla eru notuð um að hafa eitthvað sem almenna, lauslega viðmiðun. Orðin eru ekki gömul í málinu og hafa til dæmis ekki ratað inn í Íslenska orðabók (2002). Þumalputtaregla virðist algengara orð í mæltu máli. Oftast er talað um að hafa eitthvað sem þumalputtareglu, nota e...
Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir?
Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni þess að nota orðið "kúla" þegar verið er að tala um milljón? Að því er mér skilst kom orðið kúla í merkingunni ‘milljón’ fram á árunum 2007–2008 eða jafnvel aðeins fyrr. Orðið í þessari merkingu er því ekki í Íslenskri orðabók en ekki heldur í Íslenskri nútímamáls...
Hvaða hefti er í orðinu heftiplástur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Af hverju heitir heftiplástur heftiplástur? Við hvaða hefti er átt? Orðið heftiplástur ‘plástur til að líma umbúðir á sár’ er líklega fengið að láni úr dönsku hæfteplaster seint á 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1881 en á timarit.is frá 1901. ...
Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?
Hvorugkynsorðið kram er notað um (óþarfa)varning, verðlausa vöru og þekkist að minnsta kosti frá því seint á 16. öld. Samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að eitthvað falli (ekki) í kramið hjá einhverjum frá síðari hluta 18. aldar:Þetta þénar nú allt í yðar kram, minn elskulegi. Algen...
Hvenær gat orðið frændi merkt vinur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær gat orðið frændi merkt vinur? Gat það haft þessa merkingu á 18. og 19. öld? Orðið frændi var í fornu máli notað um nána ættingja eins og bróður eða son en einnig um vin. Það á sér skyld orð í Norðurlandamálum eins í færeysku frænde, ættingi, vinur, dönsku frænde ‘ættingi...
Hvaðan á orðið „romsa“ uppruna sinn?
Orðið romsa getur verið bæði nafnorð og sögn. Nafnorðið merkir ‘þula, langloka’ en sögnin ‘þylja (í belg og biðu)’, til dæmis romsa einhverju upp úr sér. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi um bæði orðin frá því snemma á 19. öld. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:772) segir Ásgeir Blöndal Magnússon ...
Hvaðan kemur orðið kúkur inn í íslenskt mál?
Sögnin að kúka þekkist í málinu frá 17. öld í merkingunni ‘ganga örna sinna, skíta’. Af henni er leitt nafnorðið kúkur ‘manna- eða dýrasaur, drit’ sem dæmi eru um í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 18. aldar. Sögnin að kukka ‘drita, skíta’ og nafnorðið kukkur ‘saur’ eru af sömu rót og eru oftast te...
Hvaðan er orðið Korpa komið og hvað merkir það?
Nafn árinnar Korpu í Mosfellssveit er hugsanlega dregið af orðinu korpa 'hrukka', samanber kyrpingur. Bæjarnafnið Korpúlfsstaðir var reyndar stundum skrifað Kortólfsstaðir í eldri heimildum (Ísl. fornbréfasafn I:507) eða Kortúlfsstaðir (Jarðabók ÁM og PV III:450), en Korpúlfsstaðir er væntanlega eldra. Við bæinn e...
Hvar er líklegast að sprengigos verði á Íslandi?
Sprengigos eru eldgos sem einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl. Þau stafa aðallega af skyndilegri losun reikulla efna, einkum vatns, úr kvikunni við lágan þrýsting. Um sprengigos er fjallað ýtarlega í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi? og bendum ...
Er munur á bensíneyðslu bíls eftir því hvort hann fer norður yfir Holtavörðuheiðina eða suður?
Spurningin í heild var svona:Er munur á bensíneyðslu bíls sem fer norður yfir Holtavörðuheiðina eða suður? -- Gefið að það sé ómarktækur vindur og bílnum er haldið á sama hraða báðar leiðir.Þetta er góð og forvitnileg spurning. Forsendan um sama hraða báðar leiðir er raunhæf; hægt er nú á dögum að aka þessa leið a...