Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2638 svör fundust
Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?
Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...
Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?
Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...
Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?
Líta má á innstreymi í gjárnar á Þingvöllum sem kaldavermsl, en svo kallast lindir þar sem hiti vatnsins er jafn árið um kring og þá venjulega svipaður meðalárshita staðarins, á láglendi 3-5°C en á hálendi 2-3°C. Um slíkar lindir segir Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni að vatnsgæfni þeirra sé mjög jöfn ári...
Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?
Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að ver...
Er þessi setning ósönn?
Svarið við spurningunni er einfalt: nei. Setningin er ekki ósönn en þar með er ekki rétt að hún sé sönn. Setningin sem um ræðir er spurning og spurningar geta hvorki verið sannar né ósannar. Hugtökin “satt” og “ósatt” eiga aðeins við um staðhæfingar en alls ekki um allt sem sagt er eða skrifað. Setningar geta ...
Hver eru 10 stærstu dýr heims?
Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali. Listinn er sem hér segir: Nr.HeitiÞyngd1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn4.Hnúfubakur (Megaptera novae...
Hver er ábyrgð manns gagnvart tjóni í árekstri tveggja bifreiða ef ökuskírteini hans er fallið úr gildi?
Í stuttu máli hefur útrunnið ökuskírteini ekki áhrif á tjónaábyrgð en viðkomandi þarf þó að greiða sekt fyrir að aka án gilds ökuskírteinis. Meginregla er, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, að sérstakt leyfi þurfi til að geta stjórnað vélknúnu farartæki. Farartækin eru mismunandi að stærð og ger...
Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?
Upphafleg spurning í heild var sem hér segir:Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í ...
Hvað er vöðvabólga og hvernig losnar maður við hana?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er slæmt að fara í líkamsrækt ef maður er með vöðvabólgu?Hvort er betra að nota heitt eða kalt á vöðvabólgu og af hverju? Eins og nafnið bendir til er vöðvabólga bólga í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef. Orsakir vöðvabólgu geta verið margví...
Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?
Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu. Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím...
Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei, ef átt er við það að ofnæmið læknist alveg og valdi engum óþægindum það sem eftir er ævinnar. Oft er þó tekið þannig til orða: „Hann fékk góða lækningu meina sinna“, án þess að átt sé við að hann hafi orðið albata. Í þessum skilningi má svara spurningunni játandi, ef ...
Hvaðan kemur orðið þágufall?
Eitt falla í latínu nefnist dativus og hafa nágrannamál eins og norðurlandamál, enska og þýska nýtt sér það í mállýsingum sínum (d. dativ, e. dative, þ. Dativ). Það lýsir því í hvers þágu eða óþágu eitthvað verður eða er gert. Í latneskri málfræði er til dæmis greint á milli, dativus commodi sem mætti nefna þægind...
Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?
Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Ekki liggja fyrir nákvæmar greiningar hvað mun stöðvast eða skerðast en til að gefa einhvers konar svar við spurningunni mætti spyrja hvaða fjarskipti mun...
Er vitað um útbreiðslu orðanna két og smér, hinsvegar orðanna kjöt og smjör? Er fyrri orðanotkunin tengd hljóðvillu e/i, ö/u?
Myndirnar kjet og smjer tengjast ekki svonefndri "hljóðvillu" heldur er um að ræða hljóðbreytingu sem fram kom á 16. öld, það er afkringingu á -jö-. Þessar orðmyndir munu hafa þekkst víða um land en lengst hafa þær haldist um norðan- og norðvestanvert landið. Til þess benda svör við fyrirspurnum Orðabókar Háskólan...
Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?
Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem ...