Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á álfum og huldufólki?

Í Íslenskri orðabók hefur álfur tvær merkingar, annars vegar huldumaður og hins vegar heimskingi eða flón. Huldufólk er hins vegar útskýrt sem „álfar, e.k. mannverur (oftast ósýnilegar) taldar búa í hólum og björgum“. Af þessu má ráða að lítill munur sé á álfum og huldufólki þar sem bæði hugtökin eru útskýrð með h...

category-iconHagfræði

Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?

Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið jafndægur?

Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Notuð eru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tímabilinu frá 19.-21. mars en haust...

category-iconLögfræði

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða gor er þetta hjá gormæltum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið gormæltur/gormæli og hver er skýring á því? Á vinnustað mínum skapaðist umræða um hvaðan orðið gormæltur er komið? Eitt okkar hafði til dæmis lifað í þeim misskilningi að það væri ritað gorm-mæltur og hugsaði sér að skýringin væri að hljóðið úr barka þess s...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?

Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hv...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?

Svarið við þessari spurningu er einfalt. Ekki hefur verið sýnt fram á að sjónvörp eða skjáir skaði beinlínis sjónina á einn eða annan hátt. Þó er vitað að vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar „blikktíðni“ um það bil um helming, það er úr um það bil 12 blikkum á mínútu niður í 6...

category-iconHeimspeki

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig veit maður hvort maður sé með krabbamein?

Við getum byrjað á að skipta spurningunni svolítið upp: 1. Getur hraustur maður sem hvergi finnur til verið með dulið krabbamein og er unnt að finna það? Svarið við þessu er að þetta getur vissulega komið fyrir og krabbameinsleit eins og hún hefur tíðkast í mörg ár hérlendis hjá Leitarstöð Krabbameinsféla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Notuðu Rómverjar brotareikning, og ef svo var, hvernig táknuðu þeir hann með öllum sínum X-um og V-um?Engar heimildir eru um það að Rómverjar hafi sett upp reikningsdæmi með X-um og V-um eða öðrum talnatáknum þess tíma. Reikningar voru í upphafi gerðir í sand eða á plötur se...

category-iconHeimspeki

Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju?

Það er erfitt að svara þessari spurningu vegna þess að merking orðsins nýfrjálshyggja er á reiki. Það er þýðing á enska orðinu neoliberalism sem hefur helst verið notað af andstæðingum frjálshyggju. Þeir hafa, margir hverjir, reynt að ljá því neikvæðan blæ, án þess að skilgreina eða skýra á hvern hátt þessi „nýja”...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er asískt fólk með skásett augu?

Sóley Þráinsdóttir spurði: Af hverju eru Kínverjar og Japanir skáeygðir? Jakob Sveinsson: Af hverju er fólk frá Asíu skáeygt? Græddu þau eithvað á þvi fyrr á öldum? Í raun og veru eru ekki til nein skásett augu meðal Mongóla frekar en hjá öðrum mannna börnum. Þó má geta þess að á öllu fólki lækkar augnr...

category-iconStærðfræði

Hvernig leysir maður jöfnu með þremur óþekktum stærðum?

Ef við höfum aðeins eina jöfnu með þremur óþekktum stærðum er líklegast að jafnan hafi óendanlega margar lausnir. Sem dæmi um undantekningu frá þessu má nefna jöfnuna x2 + y2 + z2 = 0en hún hefur eina og aðeins eina lausn þar sem x, y og z eru rauntölur, það er að segja lausnina x = y = z = 0. Jafnanx2 + y2 +...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er háhyrningurinn Keikó með boginn bakugga?

Hvalurinn Keiko er eins og öllum Íslendingum er kunnugt háhyrningur sem veiddur var við Íslandsstrendur fyrir rúmum tveimur áratugum. Árið 1993 varð Keiko kvikmyndastjarna eftir að hafa "slegið í gegn" í Hollywoodmyndunum Free Willy. Eftir að hafa verið hafður í haldi við slæman aðbúnað í sædýrasafni í Mexikó í fá...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni fósturs með þrjá X-kynlitninga?

Fóstur með þrjá X-kynlitninga (e. Triple X Syndrome) verða stúlkubörn. Talið er að um ein af hverjum 1.000 konum fæðist með auka kynlitning. Við fæðingu er ekkert sjáanlegt sem greinir þessi stúlkubörn frá öðrum og í raun eru þau einkenni sem fylgja því að vera með þrjá X-kynlitninga ekki vel skilgreind. Það er v...

Fleiri niðurstöður