Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðalaldur hreindýra?

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og óvægin og það er sjaldgæft að villt dýr nái að lifa inn í ellina. Þau lenda í klóm rándýra, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Mikill munur er á meðalaldri vil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið?

Skjaldbökur (Chelonia) fæðast með skel sem er hluti af beinagrind þeirra. Í fyrstu er skelin mjúk þar sem beinin í skelinni hafa ekki kalkast en þegar dýrin hafa náð fullri stærð er skjöldurinn orðinn fullkalkaður og samanstendur þá af um 60 beinum sem þakin eru hörðu hornkenndu efni. Efnið er gert úr keratíni en ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir örnefnið Ok?

Ok heitir dyngja ein við vesturenda Langjökuls, næstum 1200 m há. Jökull hefur legið ofan á fjallinu um langa hríð en er nú óðum að hverfa. Nafnið merkir 'ávöl hæð' eða 'bunga' og á vel við landslagið. Nafnið er ekki ungt, kemur þegar fyrir í Harðarsögu og Hólmverja. Í Lýsingu Borgarfjarðarsýslu frá 1854 (Mýra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða landi finnast flestar eðlutegundir?

Eðlur tilheyra ættbálki skriðdýra (Reptilia) eins og skjaldbökur, slöngur, krókódílar og hinn lítt þekkti hópur ranakolla. Í Ástralíu finnast flestar skriðdýrategundir allra landa, eða um það bil 880. Þar á eftir koma Mexíkó með tæplega 840 skriðdýrategundir og svo Indónesía með um það bil 750 tegundir skriðdýra. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er bakfjöl?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað er bakfjöl í bát, eru til önnur orð yfir það? Þakka fyrir Með bakfjöl er átt við fjöl sem styður við bakið. Hún getur verið af ýmsu tagi til dæmis stólbak eða bak í bekk, það er fjöl til að halla bakinu að. Í Íslenskri orðabók (2002:84) er að auki nefnt að fjölin á ba...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert er íslenska heitið yfir Springbok - Antidorcas marsupialis? Er það stökkhjörtur, stökkbukki eða stökkantilópa? Eða eitthvað allt annað? Það er vel þekkt að fleiri en eitt heiti er notað yfir sömu dýrategundina. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók sem út kom 1989 í ritstjórn ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir og hver er uppruni nafnsins Kvaran?

8. september 1913 voru samþykkt frá Alþingi lög um mannanöfn eftir miklar og heitar umræður, einkum um ættarnöfn. Í 8. grein laganna var tekið fram að semja skyldi skrá yfir orð og hluti, sem væru til þess fallin að hafa að ættarnöfnum, og skrá yfir góð, íslensk, forn og ný eiginheiti karla og kvenna. Kvaran v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?

Hvorugkynsorðið kram er notað um (óþarfa)varning, verðlausa vöru og þekkist að minnsta kosti frá því seint á 16. öld. Samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að eitthvað falli (ekki) í kramið hjá einhverjum frá síðari hluta 18. aldar:Þetta þénar nú allt í yðar kram, minn elskulegi. Algen...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær gat orðið frændi merkt vinur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær gat orðið frændi merkt vinur? Gat það haft þessa merkingu á 18. og 19. öld? Orðið frændi var í fornu máli notað um nána ættingja eins og bróður eða son en einnig um vin. Það á sér skyld orð í Norðurlandamálum eins í færeysku frænde, ættingi, vinur, dönsku frænde ‘ættingi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar. Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir heiðlóa þessu nafni?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Af hverju er nafn heiðlóu dregið? Hefur það með heiðar að gera (af hverju þá ekki heiðalóa)? Tengist það e.t.v. hreinleika sbr. heiður himinn? Heiðna-lóa með vísun í vor-ís? Annað? Kvenkynsnafnorðið ló (Pluvialis apricaria) er sama orð og í færeysku lógv, nýnorsku lo, heidlo, d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar menn voru flugumenn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í Íslendingasögunum er oft talað um flugumenn. Hvað er þetta orð gamalt í málinu og hver er upphafleg merking orðsins flugumaður? Orðið flugumaður þekkist þegar í fornum heimildum, til dæmis Flateyjarbók, Víga-Glúms sögu og fleiri ritum. Í orðabók Johans Fritzners yfi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir slótt í orðinu slóttugur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Við höfum 'voldugur' af orðinu vald og 'saurugur' af orðinu saur - en hvað er þetta slótt í orðinu slóttugur? Lýsingarorðið slóttugur þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‘slægur, kænn’ en dæmin virðast ekki mörg. Fornmálsorðabækur nefna orðið, bæði Johan Fritzner og E...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Serkir?

Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Leggjast ísbirnir í dvala?

Svarið við þessari spurningu er það að sumir ísbirnir leggjast í dvala. Hér er reyndar ekki um svokallað vetrarhíði (hibernation) að ræða líkt og þekkist meðal margra annarra spendýrategunda þar sem hægist verulega á hjartsláttartíðni og líkamshiti fellur niður í allt að 0°C. Hitastig ísbjarna, eins og annarra bja...

Fleiri niðurstöður