Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1464 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða íslenski texti er sunginn við breska þjóðsönginn?

Íslenski textinn sem sunginn er við breska þjóðsönginn God save the king (eða queen, eftir því hvers kyns þjóðhöfðinginn er hverju sinni), er Íslands minni eða Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen (1786-1841). Kvæðið orti Bjarni þegar hann var kornungur lagastúdent í Kaupmannahöfn í upphafi 19. aldar. Fyrs...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Árnason og hvað gerði hann merkilegt?

Jón Árnason er eflaust þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í söfnun þjóðsagna á 19. öld. Segja má að þjóðsagnasöfnunin hafi þó aðeins verið hluti af stærri heild, sjálfstæðisbaráttu og hreyfingu sem miðaði að því að skapa grundvöll þjóðmenningar og endurspeglast meðal annars í baráttu Jóns, vinar hans Sigurðar Gu...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að rannsaka hvort maður er með ofnæmi fyrir aukefnum í mat?

Svonefnt aukefnaóþol fyrir íblöndunarefnum í matvælum hefur lengi verið ágreiningsefni meðal lækna. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var mikið skrifað um óþol fyrir þessum efnum, en þegar tvíblind þolpróf voru gerð fyrir einstökum aukefnum var niðurstaðan sú að innan við 1% af fólki væri með aukefnaóþol. T...

category-iconSálfræði

Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?

Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?

Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...

category-iconNæringarfræði

Eru mjólkurvörur nauðsynlegar fyrir mannfólkið, þegar önnur spendýr hætta að neyta þeirra um leið og þau hætta á spena?

Þessari spurningu er hægt að svara neitandi, það er að vörur unnar úr mjólk annarra spendýra eru ekki nauðsynlegar fyrir mannfólkið. Reyndar er það svo að um 70% mannkyns þolir illa mjólk á fullorðinsaldri, er með svokallað mjólkursykuróþol. Slíkt fólk borðar þar af leiðandi lítið eða ekkert af mjólkurvörum þegar ...

category-iconStærðfræði

Er hægt að teikna 19-hyrning með allar hliðar jafnlangar? Ef það er hægt, hvernig þá?

Hér að ofan má sjá mynd af 19-hyrningi sem hefur allar hliðar jafnlangar. Hann er teiknaður með því að búa til 19 jafnlöng strik og hafa jafnstórt horn milli hverra tveggja aðliggjandi strika. Engu máli skiptir hve margar hliðarnar (eða hornin) eru; það er alltaf hægt að teikna marghyrning sem hefur allar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er hjátrú um töluna 13?

Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borðhald með 13 manneskju...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru alþingismenn margir?

Alþingismenn eru núna 63 talsins. Forseti Alþingis er Halldór Blöndal en auk hans eru fjórir varaforsetar. Talið er að Alþingi hafi verið stofnað árið 930 á Þingvöllum. Sá atburður markar tilurð þjóðríkis á Íslandi. Þingvellir voru þingstaður Íslendinga til 1798 en miklar breytingar höfðu orðið á þinghaldi á tí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?

Á Vísindavefnum er að finna tvö svör um minnstu fuglategundir heims:Eftir Jón Má Halldórsson: Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?Eftir Auði Elvu Vignisdóttur: Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi? Í þessum svörum kemur fram að minnstu fuglategundir jarðar eru af ætt kólibrífugla (Trochilidae) og sú minnsta ...

category-iconLandafræði

Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi?

Íslendingar eru aðeins örlítið brot af mannkyninu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru landsmenn 299.404 í desember 2005. Áætlað er að mannkynið allt telji nú rúmlega 6,5 milljarða einstaklinga. Samkvæmt því eru Íslendingar aðeins um 0,0046% af jarðarbúum. Samkvæmt lista yfir mannfjölda í löndu...

category-iconFélagsvísindi

Gilda einhverjar reglur um tattóveringu þjóðfánans?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Gilda reglur um tattóveringu íslenska fánann? Eru jafn strangar reglur um skjaldarmerkið og fánann?Um meðferð íslenska þjóðfánans og skjaldarmerkisins gilda lög nr. 34/1944 um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Reglur um notkun skjaldamerkisins eru mun strangari en ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?

Þyngsta svín sem mælst hefur var Big Bill sem árið 1933 mældist 1,157 kg. Þetta met stendur enn í dag þó nokkur svín hafi gert heiðarlega atlögu að því að slá metið. Eigandi Big Bill var Elias Buford Butler og komu þeir frá Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum. Big Bill missti hins vegar af stóra tækifærinu til fræ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?

Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því? Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar? Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda? Hvað gerir forse...

Fleiri niðurstöður