Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1961 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Brennur demantur ef ég set hann ofan í glóandi hraun?

Þegar fastefni er hitað, bráðnar það eða gufar upp eftir aðstæðum -- og ef það er eldfimt og súrefni fyrir hendi, brennur það. Meðfylgjandi mynd sýnir jafnvægisástand kolefnis við mismunandi hita og þrýsting. Við þrýsting minni en 0,01 GPa (100 loftþyngdir) bráðnar demantur (sem hér er hálfstöðugur) ekki, heldur g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?

Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...

category-iconHugvísindi

Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?

Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?

Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið blóri?

Nafnorðið blórar var í eldra máli aðeins notað í fleirtölu í merkingunni 'ásökun, sakaráburður' og þannig er það gefið upp í orðabókum. Algengast er að það sé í nútímamáli notað í orðasambandinu að gera e-ð í blóra við e-n 'gera e-ð þannig að sök falli á annan'. Eintölumyndin blóri er eitthvað notuð í yngra máli, ...

category-iconLandafræði

Hvað er þetta Eski í Eskifirði?

Örnefni með Eski- eru ýmist kennd við eskigras, eða eski í merkingunni 'askja'. Stundum skiptast þessi orð á í örnefnum, samanber Eskihlíð og Öskjuhlíð eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? Eskifjörður. Í lýsingu Hólmasóknar í Reyðar...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Eru til aðrir alheimar?

Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?

Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju beygist nafnið Sigurþór eins og Þórir en ekki Þór?

Mannsnafnið Þórir beygist á eftirfarandi hátt: Nefnifall: Þórir Þolfall: Þóri Þágufall: Þóri Eignarfall: Þóris Nöfnin Sigurþór og Þór beygjast þannig: Nefnifall: Sigu...

category-iconHugvísindi

Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?

Í Landnámabók er sagt frá því að Þórarinn Þorkelsson „kom skipi sínu í Þjórsárós ok hafði þjórshöfuð á stafni, ok er þar áin við kennd“ (Íslenzk fornrit I:370). Nafnið er samkvæmt þessu dregið af orðinu þjór ‚naut’. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið hinsvegar hafa verið *Þjótsá, samanber bæjarnafnið Þjótandi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?

Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið grikkur og hvað er átt við þegar menn gera einhverjum grikk?

Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið grikkur eru frá miðri 18. öld og er merkingin ‘hrekkur, bragð’ en einnig ‘sérstakt bragð í glímu’. Að gera einhverjum grikk merkir þá að ‘hrekkja einhvern, leika á einhvern’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I 272) er lýsing á glímubragðinu grik...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar strik er sett í reikninginn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er harðbakki þegar í harðbakkann slær?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er bókstaflega merking harðbakkans sem stundum slær í? (Þegar í harðbakkann slær). Nafnorðið harðbakki er notað um dimman skýjabakka sem bendir til að illviðri sé í nánd. Orðið virðist þó fyrst og fremst notað í sambandinu þegar (eða ef) í harðbakkann slær ‘þegar ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er barnasjúkdómurinn Perthes?

Sjúkdómur Legg-Calvé-Perthes ber nafn þeirra sem lýstu honum fyrst. Um er að ræða drep í efsta hluta lærleggsins (caput femoris), það er í þeim hluta sem liggur í mjaðmaskálinni. Drepið orsakast af því að þessi hluti lærleggsins fær ekki nægilegt súrefni vegna minnkaðs blóðflæðis og deyr þá beinvefurinn. Þessi ...

Fleiri niðurstöður