Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3201 svör fundust
Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?
Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu: lend,hvíld, deyfð, drungi,einskonar bálkur eða bekkur,spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,bleyta, óhreinindi. Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚ver...
Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það?
Orðasambandið mála bæinn rauðan merkir að ‘skemmta sér ærlega, sleppa fram af sér beislinu’. Það er ekki gamalt í málinu. Í Morgunblaðinu frá desember 1962 er þetta dæmi: því eins og við sæjum stæði til að fara út og „mála bæinn“. Að vísu vantar lýsingarorðið rauður en vel má hugsa sér að það hafi verið unda...
Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...
Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?
Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...
Ég er staddur á Balí á leið til Taílands, er þá Taíland útland?
Hugtakið útlönd vísar til allra annarra landa en ‚heimalands‘ þess sem talar eða skrifar. Einfalda svarið við spurningunni er þess vegna: Ef spyrjandi er staddur á Balí á leið til Taílands, þá er hann að fara úr einu útlandi í annað útland. Eintölumyndin útland er hins vegar sjaldgæf og þá nær alltaf með ákveðn...
Hvað þýðir að ríða á vaðið?
Vað er staður þar sem hægt er að vaða eða ríða á hesti yfir fljót eða vatnsfall. Vað kemur fyrir í ýmsum orðasamböndum, til dæmis 'tefla á tæpasta vað', 'hafa vaðið fyrir neðan sig' og 'ríða á vaðið' sem hér er spurt um. Þegar sagt er að einhver 'ríði á vaðið' er átt við að sá hinn sami sé fyrstur til að gera e...
Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið? Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrga...
Hvað eru til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða ár sást fyrsti geitungurinn á Íslandi? Alls hafa fundist 4 tegundir geitunga hér á landi. Þær eru: húsageitungur (Paravespula germanica)holugeitungur (Paravespula vulgaris)trjágeitungur (Dolichovespula norwegica)roðageitungur (Paravespula rufa) Þessar tegundir eru allar nýl...
Er erfitt að læra forritun?
Spyrjandi bætir einnig við:Er hægt að kaupa sér kennslubækur í einhverjum tölvubúðum?Sumum finnst mjög auðvelt að læra forritun en aðrir ná sér aldrei almennilega á strik í því. Þeir sem hafa gaman af rökhugsun og nákvæmnisvinnu tileinka sér í flestum tilvikum forritun tiltölulega auðveldlega. Ef fólk vill komast ...
Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?
Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar. Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913Ómar Allal, f. 1923Karl Ómar Jónsson, f. 1927Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932Ómar Örn Bjarnason, f. 1...
Hvernig urðu mennirnir til?
Samkvæmt vísindum nútímans varð tegundin maður eða nútímamaður (Homo sapiens) til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Það er talið að þetta hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Skapaði Guð mennina eða urðu þeir t...
Hvaða bílategund er sú mest framleidda í heiminum?
Samkvæmt heimsmetabók Guinness hafa yfir 37 milljón eintök verið framleidd af Toyota Corolla, miðað við febrúar árið 2011. Tegundin hefur verið framleidd síðan árið 1966 en ýmsar breytingar hafa þó orðið á bílnum síðan þá en talað er um 10 kynslóðir af honum. Fyrsta kynslóð Toyota Corolla kom út árið 1966. ...
Hvað heita allar bækur sem Eoin Colfer hefur skrifað?
Eoin Colfer fæddist í Wexford á suðausturströnd Írlands árið 1965. Strax í barnaskóla fékk hann áhuga á að skrifa og nú er hann einn af þekktari barnabókahöfundum heims. Fyrsta bók hans Benny and Omar kom út árið 1998. Segja má að Colfer hafi öðlast alþjóðlega frægð eftir að fyrsta bókin um Artemis Fowl kom út ...
Hvenær var ballett fundinn upp?
Ballett er listdans sem á rætur að rekja til ítölsku endurreisnarinnar en þar var dansað á hirðskemmtunum. Þegar ítalska aðalskonan Katrín af Medici (1519-1589) giftist Hinriki II konungi Frakka, flutti hún með sér listdansinn og stundum er sagt að tæknin sem ballettinn byggir á sé uppruninn við hirð hennar í Frak...
Hvað er gervigreind?
Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...