Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5098 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?

Eftir slanguryrðabókum að dæma þýðir þetta orðasamband ansi margt. Helsta merking þess er: að 'tryllast' eða 'brjálast' að 'verða mjög æstur/reiður yfir einhverju' eða 'fá eitthvað á heilann' að 'verða ofsafenginn' eða 'ofbeldisfullur' verða 'kynferðislega ágengur' (sem einnig mætti kalla að vera 'kvenýgur'...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Langanesveiki?

Langanesveiki er arfgeng sjónu- og æðuvisnun (e. Sveinsson’s chorioretinal atrophy) sem fyrst var lýst af Kristjáni Sveinssyni augnlækni árið 1939. Hún hefur mjög skýrt og ríkjandi erfðamynstur og einstaklingar sem erfa stökkbreyttan erfðavísi frá öðru foreldri fá sjúkdóminn en aðrir ekki. Langanesveiki lýsir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi?

Ljós kemst ekki burt frá svartholi af því að umhverfis svarthol er þyngdarkrafturinn svo mikill að ekkert sleppur þaðan. Svarthol myndast þegar kjarnar massamikilla stjarna falla saman. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og þá er allur massi stjörnunnar saman kominn á örlitlu svæði....

category-iconLæknisfræði

Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis?

Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun. Í rannsóknum á áhrifum rafsegulsviðs á frumur, meðal annars sæðisfrumur, hafa menn greint breytingar á starfsemi þeir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?

Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess og heldur utan um upplýsingar um hvað kemur til úrvinnslu. Árið 2006 var farið að leggja úrvinnslugjald á allar umbúðir úr pappa og plasti en fram að þeim tíma voru fernur einu umbúðirnar sem báru slíkt gjald og var það arfleifð frá mjólkuriðnaðinum...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju vex mosi svona hægt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er mosi lengi að vaxa og af hverju vex hann svona hægt? Ársvöxtur mosa er mjög breytilegur og mælingar á lengdarvexti sýna allt frá örfáum mm upp í 7 cm á ári. Umhverfisaðstæður skýra að mestu breytileikann í vexti mosa þó að hámarksvöxtur fari eitthvað eftir te...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er fyrir neðan allar hellur?

Nafnorðið hella merkir 'flatur steinn'. Það er einnig til í öðrum Norðurlandamálum, t.d. færeysku hella, nýnorsku helle, sænskum mállýskum hälla, fornsænsku hælla og forndönsku hælde. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:318) höfðu sum orðin einnig merkinguna '(slétt) klöpp, berggrunn' og jafnvel 'neðansjávars...

category-iconStærðfræði

Hvers konar talnakerfi notuðu Pýþagóringar?

Lítið er vitað um ævi Pýþagórasar en talið er að hann hafi fæðst um 570 f.Kr. á grísku eyjunni Samos og dáið einhvern tímann á tímabilinu 500 f.Kr. til 475 f.Kr. Engin verk Pýþagórasar eða lærisveina hans, Pýþagóringa, hafa varðveist og engar heimildir eru til um hvernig talnaritun þeir notuðu. Vitað er að Grik...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða skeggi er þetta í orðinu eyjaskeggi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan er orðið eyjaskeggi komið? Og hvað merkir "skeggi" þarna? Eiginnafnið Skeggi var algengt í fornu máli og eru allnokkur dæmi um það í Íslendingasögum, Landnámu og Sturlungu. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:299) er skeggi sagt merkja ‘maður’. Einnig var Skeggi no...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna? Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.: Þá mælti Þorbjö...

category-iconÞjóðfræði

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?

Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...

category-iconHeimspeki

Sjáum við litina eins? Sé ég rauðan eins og þú sérð rauðan? Sérð þú kannski rauðan eins og ég sé grænan?

Hugmyndin um öfugt litróf (e. inverted spectrum) hefur verið töluvert til umræðu á undanförnum áratugum meðal þeirra heimspekinga sem fást við heimspeki mannshugarins. Þessa hugmynd má þó rekja lengra aftur í tíma en til undanfarinna áratuga því að hún er sett fram hjá John Locke (1632-1704) í bók hans An Essay co...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um gaupur?

Innan ættkvíslar gaupna Lynx eru fjórar tegundir: gaupa eða evrasíugaupa (Lynx lynx), rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Gaupur eru meðalstór kattardýr sem vega venjulega á milli 5-30 kg. Evrasíugaupan er að jafnaði stærst og vegur venjulega að minnsta kosti 18...

category-iconVísindi almennt

Eru skrímsli til?

Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...

category-iconVeirur og COVID-19

Duga taugrímur til að verjast COVID-19?

Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað sérstaklega um andlitsgrímur og COVID-19 og bendum við lesendum á að lesa fyrst svar við spurningunni Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smitist af COVID-19? Í kjölfarið vaknar auðvitað spurningin: hvað með taugrímur? Í stuttu máli vitum við a...

Fleiri niðurstöður