Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVísindafréttir

Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!

Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er best að undirbúa sig undir nám í verkfræði?

Verkfræðideild Háskóla Íslands veitir inngöngu öllum þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Reynslan hefur þó sýnt að nemendur geti helst gert sér vonir um viðunandi námsárangur í verkfræðideild ef þeir hafa að minnsta kosti lært þá stærðfræði og eðlisfræði sem kennd er á náttúrufræðibrautum. Á undanförnum árum he...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?

Já, allar lífverur á jörðinni eru komnar af sömu rót, sama "forföður." Samkvæmt þróunarkenningu Darwins og erfðafræði nútímans er allt líf á jarðríki komið af einni rót, frá einfrumungum sem voru hér á jörðinni fyrir um það bil 3,5-4 milljörðum ára. Allt líf einkennist af tilteknum atriðum eins og vexti...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er fullt tungl á sama tíma um allan heim?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Hannesar Stefánssonar: Af hverju kemur fullt tungl?Fullt tungl verður einu sinni í hverri umferð tunglsins um jörð, þegar lína frá tungli hornrétt á brautarsléttu jarðar sker beinu línuna sem markast af sól og jörð. Um leið er tunglið nokkurn veginn fjærst sól í þeirri um...

category-iconLögfræði

Hvenær er maður orðinn sekur um glæp samkvæmt íslenskum lögum; þegar hann játar eða nægar sannanir liggja fyrir eða þegar hann er dæmdur fyrir dómstóli?

Svarið er: „Þegar maður er dæmdur fyrir dómstóli.” Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og sky...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?

Stærsta hestakynið í heiminum er að öllum líkindum enska dráttarhestakynið, english shire. Englendingar hafa einnig kallað þetta kyn the old english black horse eða the Lincolnshire giant. Talið er að uppruna þessa ræktunarafbrigðis megi rekja allt aftur til þess tíma þegar England var hersetið af Rómverjum fyr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef boruð yrði hola gegnum jörðina gæti maður, tæknilega séð, svifið í lausu lofti vegna aðdráttaraflsins?

Þessu máli eru oft gerð skil í kennslubókum í eðlisfræði, þar sem það varpar ljósi á mikilvæg atriði í aflfræði. Hugsum okkur sem sagt að við höfum borað holu beint niður í jörðina, gegnum miðju hennar og út hinum megin. Hugsum okkur líka að jörðin sé nákvæmlega kúlulaga og að massinn í henni dreifist jafnt um ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu miklu eldsneyti eyða fólksbílar á Íslandi á ári?

Samkvæmt skýrslu Samgönguráðuneytisins, Samgöngur í tölum 2003, voru fólksbílar á Íslandi 161.721 talsins árið 2002. Sú tala er fyrir neðan svonefnt mettunarmark, 600 bíla á hverja 1.000 íbúa, en samkvæmt því hefðu bílar átt að vera 174.000 talsins árið 2002. Í sömu skýrslu kemur fram að meðaleyðsla bíls á Ísla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?

Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er snjórinn hvítur?

Þegar hvítt ljós, eins og sólarljósið, fellur á hlut drekkur hann í sig hluta ljóssins en endurkastar hinu og það er endurkastið sem ræður lit hlutarins. Til dæmis er grasið grænt vegna þess að það endurkastar græna hluta ljóssins en drekkur aðra hluta þess í sig. Snjórinn drekkur ekki í sig ljósið heldur endu...

category-iconOrkumál

Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?

Vind- og sólarorka er aðeins lítið brot af heildar-frumorkuframleiðslu á heimsvísu, innan við 0,5%, á meðan yfir 80% eru jarðefnaeldsneyti (tölur fyrir árið 2010). Mesta uppsetta afl vindorku er í Kína (64 GW), en þar á eftir koma Bandaríkin (47 GW), Þýskaland (29 GW) og Spánn (22 GW), miðað við tölur árið 2011...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er kynlífsfíkn og hvenær telst maður vera orðinn kynlífsfíkill?

Hugtakið kynlífsfíkn er mjög umdeilt og er ekki að finna í venjulegum greiningarhandbókum geðlækna eða kynlífsfræðinga. Á seinni árum hafa myndast alls kyns fíknihugtök svo sem vinnufíkn, kynlífsfíkn, matarfíkn, íþróttafíkn og fleiri sem lýsa ákveðnu hugarástandi sem fólk telur sig kannast við. Venjulega eiga menn...

category-iconFornleifafræði

Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út?

Flestir ef ekki allir kannast við jólavísuna um könnuna sem stendur upp á stól: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna.(og ekki: Uppá hólstend ég og kanna!) Stóllinn sem þarna um ræðir kallast könnustóll. Hann var húsgagn í öllum betri stofum í okkar heimshluta og var einskona...

category-iconLæknisfræði

Hvernig sjúkdómur er stúffingur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig sjúkdómur er stúffingur (brachydactylia)? Hvernig erfist hann? Hver eru einkennin? Hvað er gallað? Stúffingur (e. brachydactylia eða brachydactyly) er ástand sem einkennist af óeðlilega stuttum fingrum og tám. Ástæðan er sú að eitt eða fleiri bein í fingrum eða tám þrosk...

category-iconOrkumál

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?

Karl Benediktsson er landfræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur komið allvíða við í rannsóknum sínum, en flestar þeirra hafa snúið að umhverfismálum í einhverjum skilningi, nánar tiltekið hinum flóknu tengslum fólks og náttúru og hvern...

Fleiri niðurstöður