Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?

Þetta er ein af þeim spurningum sem réttast og einfaldast er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Eða væri einhver önnur röð eðlilegri, hagkvæmari eða betri? Menn hafa viljað skrifa niður alla stafi ritmálsins og hafa þá auðvitað gert það í einhverri röð. Síðan hefur smám saman komist á samkomu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?

Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði. Í ungabörnum er rúmlega lítri af blóði. Ef slagæð verður fyrir skaða getur það valdið miklu blóðtapi vegna innri og ytri blæðinga í líkamanum. Svo mikill þrýstingur er í slagæðum að blóðið hreinlega spýtist út. Ef fullorðinn maður tapar meira en lítra ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fuglinn Fönix?

Fönix (e. Phoenix) var stór, fallegur sagnafugl sem var sagður getað lifað í 500 ár. Þegar fuglinn fann að tími var komin á það að hann skyldi deyja þá flaug hann til Egyptalands, bjó þar til hreiður og lagði eld að því. Úr öskunni átti svo að rísa nýr Fönix. Því er hann stundum kallaður eldfuglinn. Í sögum er ein...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða landi varð kjarnorkuslysið í Tsjernobyl?

Kjarnorkuslysið í Tsjernobyl gerðist 26. apríl árið 1986. Verið var að gera tilraunir með kjarnaofn. Ofninn sprakk þegar kælingin brást. Slysið er mesta kjarnorkuslys sem orðið hefur. Tsjernobyl er bær í Úkraínu. Á þessum tíma tilheyrði Úkraína Sovétríkjunum en nú er hún sjálfstætt ríki. Bærinn er 130 ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er ljótasta dýr í heimi?

Þar sem hugtök eins og ljótur og fallegur eru afstæð er ómögulegt að benda á eitt tiltekið dýr sem hið allra ljótasta. Eftir því sem best er vitað hefur ekki verið gerð víðtæk vísindaleg könnun meðal almennings á því hver sé ljótasta skepnan. Margar ófrýnilegar skepnur er að finna í náttúrunni og til gamans birt...

category-iconVísindi almennt

Hvenær varð fyrsta bílslysið?

Árið 1769 smíðaði franskur vélfræðingur að nafni Nicolas Joseph Cugnot (1725 - 1804) farartæki sem margir telja vera fyrstu bifreiðina. Ökutækið var gufuknúið og franski herinn notaði það til að draga fallbyssur. Farartæki Cugnot var þungt og klunnalegt og náði ekki nema sex kílómetra hraða á klukkustund. Ekki var...

category-iconUmhverfismál

Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?

Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?

Þessi munur er nákvæmlega enginn eftir því sem við vitum best. Þetta eru tvö orð um sama hlutinn og annað raunar upphaflega til komið sem stytting á hinu. Þjóðernissósíalismi heitir Nationalsozialismus á þýsku og íslenska orðið er bein þýðing á því orði. Upphaf þess er borið fram með skýru ts-hljóði („nats-“...

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju nærast tré?

Tré nærast á samskonar efnum og þú og ég, einkum kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum. Munurinn er sá að trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi sem laufblöðin „anda“ til sín úr andrúmsloftinu og vatni sem ræturnar taka upp úr jarðveginum og er síðan flutt upp í laufb...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað liggur til grundvallar nýyrðinu flaumrænn sem þýðingu á analogue?

Orðið flaumrænn er tiltölulega nýtt orð í málinu en er að minnsta kosti notað í eðlisfræði og tölvufræði. Í nýrri útgáfu Eddu á Íslenskri orðabók (2002:349) er merkingin sögð: „sem breytist og fær gildi á aflíðandi hátt en ekki í þrepum, t.d. rafspenna og ljósmyndafilma”. Í Tölvuorðasafni frá 1998 (Íslensk málnefn...

category-iconVísindi almennt

Hvað er parísarhjólið í London hátt?

Farþegar í Lundúnaauganu (e. London eye) sem er stærðar parísarhjól í Lundúnum, ná alls 135 metra hæð. Það er helmingi hærra en frægt parísarhjól í Vínarborg lyftir mönnum og 30 metrum hærra en japanskt hjól í Yokohama, en það var áður hæsta skemmtitæki af þessari tegund. Á vefsíðu Lundúnaaugans er safn ýmissa ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað? Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harða...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér allt um járn?

Járn hefur sætisgildið 26 í lotukerfinu og það er táknað með stöfunum Fe. Atómmassi þess er 55,845 en eðlismassinn er 7,847 g/cm3. Bræðslumark járns er 1538°C en suðumarkið 2861°C. Járn er frumefni sem hefur verið til frá ómunatíð. Járn er lífsnauðsynlegt fyrir lífverur þar sem járn í blóðrauðanum sér um að ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar get ég fundið handrit eða stutt ágrip af leikritinu Draumur á Jónsmessunótt?

Helgi Hálfdanarson hefur þýtt öll leikrit Shakespeares á íslensku og hægt er að nálgast þýðingarnar í ýmsum útgáfum á flestum bóksasöfnum landsins. Helgi hefur einnig sett saman bók þar sem hann endursegir efni nokurra leikrita, meðal annars Draums á Jónsmessunótt, og ætti hún einnig að vera til á flestum söfnum:Á...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Lendir einhvern tímann loftsteinn á jörðinni?

Svarið er í stuttu máli það að margir loftsteinar hafa lent á jörðinni og engin ástæða er til að ætla annað en þeir haldi því áfram. Þann 9. október 1992 lenti 12 kg loftsteinn á skottinu á þessum bíl. Á Veraldarvefnum er hægt að lesa meira um Peekskill-loftsteininn á síðunni Peekskill Meteorite Car. En lofts...

Fleiri niðurstöður