Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?
Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...
Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau? Laxdæla og Landnámabók segja...
Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?
Loft og haf á jörðinni er nú um 1°C hlýrra en fyrir hundrað árum. Á sama tíma hefur hlýnað enn meira á Íslandi eða um 1,5°C. Helmingur hlýnunarinnar hefur orðið á síðastliðnum þrjátíu árum. Mörgæsir geta ekki flogið en synda vel og vilja frekar lifa á sjávardýrum í Suður-Íshafinu en mjólkurís. Heimskautasvæ...
Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?
Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons. Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu s...
Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?
Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...
Hvað er vöðvaslensfár?
Vöðvaslensfár (myasthenia gravis) einkennist af mikilli vöðvaþreytu. Þetta er sjúkdómur sem auðveldlega gleymist, þar sem hann er tiltölulega sjaldgæfur og sjúkdómsmyndin oft óljós. Greiningin dregst því stundum, jafnvel árum saman. Þetta er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem ónæmisþol líkamans raskast og ónæmiskerfið r...
Hver var vísindakonan Marie Curie og hverjar voru helstu uppgötvanir hennar?
Marie Curie er einn frægasti eðlis- og efnafræðingur sögunnar. Hún hlaut tvisar sinnum Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni og frumefninu radíni. Rannsóknir hennar voru sannkallað brautryðjendastarf varðandi eiginleika frumefna og þróun og nýtingu kjarnorku. Marie Curie, eða Maria Sklodowska ein...
Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum?
Hér er einnig svar við spurningunum:Geturðu sagt mér eitthvað um bauganet jarðar og tímabeltin?Hver er ástæða þess að núll-lengdarbaugurinn er þar sem hann er en ekki á einhverjum öðrum stað?Bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu...
Hvaðan er íshokkí upprunnið?
Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...
Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?
Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...
Hvenær lærðu Íslendingar að prjóna og af hverjum?
Eftir því sem best er vitað hefur prjón borist til Íslands með kaupmönnum, þýskum, enskum eða hollenskum, á fyrri hluta 16. aldar. Líklegast þykir að þýskir kaupmenn hafi átt mestan hlut að máli. Elsta varðveitta prjónles eða prjónaði fatnaður sem til er á Íslandi og af íslenskum uppruna, mun vera sléttprjónaður b...
Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Er eitthvað vitað um forfeður íslenska hestsins? (Svava Jónsdóttir)Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? (Elvar Svavarsson) Lesendum er jafnframt bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvernig varð íslenski hesturinn til? Þar er sögð þróunarsaga íslenska hestinum eftir ...
Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag?
Þrátt fyrir að hlutfallslegir yfirburðir Bandaríkjanna í hernaðar- og efnahagsmætti séu gríðarlegir – nánast óviðjafnanlegir í sögulegu samhengi – búum við í veröld þar sem að straumar og stefnur móta í sífellu farveg alþjóðastjórnmála framtíðarinnar. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að næstu áratugi verði einhverj...
Hvenær tengdist Ísland við Internetið?
Ísland tengdist hinu eiginlega Interneti þann 21. júlí árið 1989. Þann dag urðu fyrstu IP-samskiptin yfir tengingu ISnet frá Tæknigarði Háskóla Íslands til tengistöðvar NORDUnet í Danmörku. Internetvæðing landsins hófst þó nokkrum árum fyrr. Árið 1986 tengdist Hafrannsóknastofnunin EUnet, en það var eitt þeirr...
Af hverju eru flestir steinar gráir?
Það er rétt að langflestir steinar í umhverfi okkar eru gráir og skýrist það af þeirri berggerð sem algengust er hér á landi. Steinar finnast samt sem áður einnig í öðrum litum og er slíkt nokkuð algengt sums staðar erlendis. Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir). ...