Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2315 svör fundust
Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?
Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja se...
Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?
Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu. Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum. Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta ön...
Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?
Allmörg orðasambönd eru til í íslensku þar sem orðið grænn er notað. Uppruninn er misjafn og alloft eru þau sótt til dönsku. Sum eru þó heimasmíðuð og er í grænum (hvínandi, logandi) hvelli eitt þeirra. Stunduð er látið nægja að segja í einum grænum og hvelli þá undanskilið. Þarna er grænn áhersluorð sem hugsanleg...
Hvaða kona er á svissneskum myntum?
Á flestum svissneskum myntum sem nú eru í umferð er mynd af konu sem þarlendir nefna Helvetia. Helvetía er tákngervingur Sviss en latneska heiti landsins er Confederatio Helvetica. Helvetía er því ekki raunveruleg kona en gegnir svipuðu hlutverki fyrir Svisslendinga og fjallkonan fyrir Íslendinga. Íslendingar hafa...
Hvað eru til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða ár sást fyrsti geitungurinn á Íslandi? Alls hafa fundist 4 tegundir geitunga hér á landi. Þær eru: húsageitungur (Paravespula germanica)holugeitungur (Paravespula vulgaris)trjágeitungur (Dolichovespula norwegica)roðageitungur (Paravespula rufa) Þessar tegundir eru allar nýl...
Hvað merkir holið í Hollandi?
Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu. Horft til himins úr holtlendi. Eldri merking orðsins holt á ...
Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá? Áni og Ánar eru nefndir samhliða og Ánar var nefndur faðir jarðarinnar.Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur. Ámumaðkur er dregið af orðinu áma sem h...
Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka?
Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? segir: Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þei...
Hvað merkir orðatiltækið 'ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið' og hvaðan er það komið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er rétt: „Kálið verður ekki sopið fyrr en í ausuna er komið“ eða „Kálið er ekki sopið þó að í ausuna sé komið“?Orðatiltækið eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið þekkist þegar í fornu máli. Í 11. kafla Þórðar sögu hreðu stendur: Ríða þeir nú fram að þeim með ...
Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?
Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: "Víkurholt með skóg og selstöðu" (Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340). Elín Þór...
Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844. Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á...
Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?
Til skamms tíma var oft talað um rykmaura en nú er mælt með því að nota frekar hugtakið rykmítlar. Í dag nota menn maurahugtakið eingöngu um félagsskordýr (Insecta) og eru hinir sexfættu klóakmaurar sem lifa víða í holræsum á Reykjavíkursvæðinu dæmi um alvöru maura. Til skamms tíma notuðu menn maurahugtakið sam...
Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?
Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli ...
Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?
Afkvæmi simpansa fæðast eftir 230-240 daga meðgöngu. Fyrstu þrjá til sex mánuðina halda mæðurnar ungunum við brjóstin og eru þeir afar ósjálfbjarga. Eftir sex mánaða aldur hefur þeim vaxið þróttur og styrkur og þeir geta þá haldið sig á baki móður sinnar og jafnvel ferðast sjálfir. Ungarnir eru háðir móðurmjólki...
Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?
Mjög hefur verið varað við risahvönn þar sem hún inniheldur ertandi efni. Um hana er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur? Í ætihvönn eru sambærileg efni og í risahvönn en í miklu minna mæli. Hún skilur samt eftir brúna bletti ef safi úr henni kemst í snertingu ...