Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3450 svör fundust
Af hverju breytast egg við suðu?
Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...
Hver var Spartakus?
Spartakus var fæddur í Þrakíu og dó árið 71 fyrir Krist. Hann var í rómverska hernum, gerðist líklega liðhlaupi og leiddi ræningjaflokk. En svo náðist hann og var seldur í þrældóm. Hann slapp ásamt 70 skylmingaþrælum úr skylmingaþrælaskóla í Capna árið 73 fyrir Krist. Uppreisnin breiddist um alla Suður-Ítalíu o...
Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?
Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsakasamband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurningin þessi: Veldur hlaup gosi? Veldur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi? Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin val...
Er hægt að búa til algjört þyngdarleysi á jörðinni með rafmagni og ofurleiðurum?
Svarið er nei; það er ekki hægt. Þyngdarkraftur á hlut ákvarðast af massa hans og þyngdarsviðinu á staðnum. Algjört þyngdarleysi mundi þýða að allir hlutir á tilteknu svæði yrðu þyngdarlausir eða mundu haga sér eins og þyngdarsviðið væri núll. Þessu er hægt að koma á til dæmis í flugvélum tímabundið eins og les...
Eru til lög um atvinnuréttindi manna? Hvernig hljóða þau?
Ein grundvallarreglan í íslenskri stjórnskipun og víða annarstaðar í hinum vestræna heimi er að menn ráði við hvað þeir starfa og að mönnum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeim sýnist, þó innan ákveðinna marka. Til grundvallar þessu atriði í íslenskri stjórnskipun er 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi...
Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?
Orðið skotta er einkum notað sem heiti á kvendraugum og þekkist allt frá 18. öld. Þó er skotti til sem nafn á karldraug en er miklu fátíðara en skottuheitið. Í þjóðsögum kemur fram sú trú að höfuðbúnaður skottunnar hafi ráðið heitinu. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar má til dæmis finna þessi dæmi:Draga kvenndraugar...
Geturðu sagt mér allt um kambeðlur?
Kambeðlur (Stegosaurus) voru uppi á síðari hluta Júratímabilsins, fyrir 144-156 miljónum ára. Þær voru stórar, rúmir 6 metrar á lengd og um 6-8 tonn að þyngd. Beinagrindur benda til þess að skrokkur kambeðlunnar hafi verið á stærð við indverskan fíl. Helstu einkenni kambeðlurnar voru annars vegar stórir kamb...
Hvað laðar þorsk að æti?
Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð. Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjón...
Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?
Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...
Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?
Ástæða þess að vel flestar plöntur eru grænar er sú að laufblöð þeirra hafa að geyma mikið magn af litarefninu klórófíl eða blaðgrænu, en það gegnir lykilhlutverki við ljóstillífun hjá plöntum. Í plöntufrumum er blaðgræna staðsett í grænukornum, en svo nefnast þau frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram. Í gr...
Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?
Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten 'magur, beinaber, klunnalegur, ljótur' og sænska orðinu skryten 'magur' og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orða...
Geta einhver fyrirtæki selt mönnum landsvæði á tunglinu?
Fyrir um 1500 krónur getur hver sem er keypt sér landareign á tunglinu eða öðrum himinhnetti hjá netfyrirtækjum af ýmsu tagi. Hver vildi ekki eiga staðinn þar sem Neil Armstrong og Buzz Aldrin gengu um í fyrstu tungllendingunni árið 1969? Er slíkt gylliboð ekki of gott til að vera satt? Þegar grannt er skoðað, kem...
Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?
Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að neðan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt. Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla...
Eru puntsvín og broddgöltur sama tegund?
Dýrafræðin svarar þessari spurningu neitandi. Í reynd koma hér við sögu þrjár ættir spendýra. Tvær þeirra tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia), önnur nefnist á ensku 'old world porcupine' og á latínu Hystricidae. Réttast er að kalla þá ætt puntsvín á íslensku. Hin nagdýraættin nefnist á ensku 'new world porcupine'...
Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...