Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2782 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvað er amerískur fótbolti stór?

Ameríski fótboltinn lýtur ströngum reglum um útlit, stærð og þyngd. Boltinn er ílangur eins og myndin sýnir og saumaður saman úr fjórum brúnum leðurbútum. Hann er 27 til 29 sentimetra langur og ummál hans er 72 eða 54 sentimetrar eftir því á hvorn veginn er mælt. Boltinn vegur um 14 til 15 únsur eða 395 til 425 gr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?

Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000). Rúmmá...

category-iconVísindavefur

Hver var fyrsta spurningin sem þið fenguð? Og hver var fyrsta spurningin sem þið svöruðuð?

Forseti Íslands opnaði Vísindavefinn 29. janúar árið 2000. Þá voru á vefnum 11 svör eða svo við spurningum sem ritstjórn hafði valið og samið svör við. Þetta var gert til þess að gestir gætu strax áttað sig á því hvers konar spurningar við hefðum í huga og hvernig svörin yrðu. Eftirtaldar spurningar voru meðal þei...

category-iconLögfræði

Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli?

Í 3. grein jarðalaga, laga númer 65 frá árinu 1976 segir að lögin taki til: jarða, jarðarhluta, afréttarlanda, öræfa og landspildna, svo og til ítaka, skóga, vatnsréttinda, veiðiréttinda og hvers konar annarra hlunninda, hvort sem þau eru skilin frá jörð eður ei. Þéttbýlissvæði, sem skipulögð eru fyrir fasta búset...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?

Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...

category-iconHeimspeki

Er þessi setning ósönn?

Svarið við spurningunni er einfalt: nei. Setningin er ekki ósönn en þar með er ekki rétt að hún sé sönn. Setningin sem um ræðir er spurning og spurningar geta hvorki verið sannar né ósannar. Hugtökin “satt” og “ósatt” eiga aðeins við um staðhæfingar en alls ekki um allt sem sagt er eða skrifað. Setningar geta ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að búa til segulstál sem er kúlulaga og annað skautið snýr inn á við?

Það er ekki ljóst hvort spyrjandinn á við gegnheila kúlu eða hola að innan. Málefni segulmagnaðra efna eru verulega flókin, en sum meginatriði varðandi segla eru þó einföld. Meðal annars er ekki hægt að nota þá til að knýja eilífðarvélar því að þeir hlíta lögmálum aflfræðinnar, svo sem þriðja lögmáli Newtons um át...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni "Hvers vegna er ekkert loft á tunglinu?" frá Sölva Hrafni.Nokkur atriði falla undir það sem við köllum "veður". Þar á meðal eru vindur, hiti, raki og loftþrýstingur. Vindurinn er ekkert annað en loft á hreyfingu. Þegar við segjum að nú sé heitt í veðri erum við að vísa ...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að frysta eld?

Samkvæmt þekkingu nútímans er eldur ekki sérstakt efni. Mörg og mismunandi efni geta brunnið og eldurinn er jafnmargvíslegur og efnin. Eldurinn er hins vegar eins konar fyrirbæri eða ástand. Það er hins vegar hægt að frysta efnin sem eru í eldinum á tilteknum tíma. En þá hættir eldurinn augljóslega að vera til ...

category-iconLögfræði

Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?

Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans?

Spurningin í fullri lengd er á þessa leið: Af hverju finnst orðið ritmálsskrá ekki í Orðabók Háskólans þó að það sé notað á titilsíðu orðabókarinnar?Orðið ritmálsskrá var búið til á Orðabók Háskólans til þess að lýsa ákveðinni skrá sem stofnunin lét vinna að. Ábendingin er góð, auðvitað ætti orðið að vera í safni ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig æxlast smokkfiskar?

Smokkfiskar (Teuthida, e. squids) eru tíu arma sjávarhryggleysingjar sem tilheyra fylkingu höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar sem hafa átta arma. Líkami smokkfiska er rörlaga og ílangur og er hausinn yst. Þeir eru misstórir eða frá rúmum einum sentímetra á lengd upp í rúmlega 20 metra og eru þá stærstu...

category-iconLögfræði

Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?

Það lagaumhverfi sem aðstandendur útihátíða búa við er á víð og dreif samkvæmt niðurstöðu skýrslu sem starfshópur á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis vann að. Þær reglur sem eiga við um útihátíðir eru meðal annars reglugerð um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Um eðlilega starfshæ...

category-iconNæringarfræði

Í hvaða fæðutegundum er nikkel?

Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ým...

category-iconMannfræði

Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?

Toltekar voru einn þeirra þjóðflokka sem komu fram á hálendi Mexíkó um svipað leyti og Ísland byggðist. Toltekar reistu hina frægu borg Tula, en þar voru leikvellir þar sem stundaðir voru boltaleikir, sem sumir telja undanfara körfubolta. Það er þó nokkuð langsótt. Frægastir eru þeir fyrir musteri sem þeir byggðu ...

Fleiri niðurstöður