Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver er mest spilaða íþrótt í heiminum og hvernig lítur topp tíu listinn út?
Fótbolti virðist vera í efsta sæti á flestum listum sem við höfum séð fyrir vinsælustu eða mest spiluðu íþrótt í heimi, sama hvaða aðferð er notuð til að raða íþróttagreinum á listann. Þeir sem hafa áhuga á að skoða lista á Netinu um vinsælustu íþróttagreinarnar geta til dæmis athugað þessa leitarniðurstöðu. Hi...
Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?
Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast...
Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?
Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku. Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og e...
Hvað er einn faðmur margir sentimetrar?
Faðmur er ein þeirra lengdareininga sem taka mið af mannslíkamanum. Sama má segja um fet, þumlung og tommu. Það er augljós galli við þessar lengdareiningar að mennirnir eru ekki jafn stórir. Fet hjá lágvöxnum manni er ekki það sama og hjá þeim sem stærri eru. Þetta var ein ástæða þess að metrakerfið var innleitt. ...
Hvað gera næringarfræðingar?
Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það þýðir að einstaklingur þarf að ljúka meistaraprófi (MSc) í næringarfræði, sem krefst fimm ára háskólanáms, til að geta sótt um starfsleyfið frá Embætti landlæknis. Meistarapróf í næringarfræði gerir kröfur um tilskilinn fjölda eininga í næringar- og ma...
Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...
Hvernig eru orðin prófessor emeritus og emerita notuð?
Latneska orðið emeritus er notað um þann sem lokið hefur störfum. Orðið er í raun lýsingarháttur þátíðar af sögninni emereo sem þýðir að gegna einhverri þjónustu til enda, til að mynda herþjónustu eða embættissetu. Í nútímasamhengi er það oftast notað til að gefa til kynna að prófessor hafi lokið störfum við háskó...
Hvers konar dómar eru sleggjudómar?
Orðið sleggjudómur er notað um órökstuddan oftast neikvæðan dóm eða ummæli, til dæmis fella sleggjudóm(a) yfir einhverjum eða einhverju eða um einhvern/eitthvað og leggja sleggjudóm(a) á eitthvað. Á timarit.is er elst dæmi úr Nýjum félagsritum frá 1845: Þessvegna eru dómar hinna sídarnefndu sagnaritara oftas...
Hvaða merkir málshátturinn orð eru til alls vís?
Þessi málsháttur vefst nokkuð fyrir mér. Hann kemur hvergi fram í málsháttasöfnum sem mér eru kunn, hið síðasta gefið út 2014 (Jón Friðjónsson). Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans . Mér virðist á dæmum sem koma upp í leit hjá Google að hann komi fram eftir miðja síðustu öld. Lýsingarorðið vís he...
Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: „Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“ „Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“ Með ...
Af hverju er orðið gerekti dregið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til er orð í íslensku máli, dyrafaldur og skýrir sig sjálft. Annað orð um sama hlut er gerekti (flestir segja gerefti). Af hverju er orðið gerekti dregið? Nokkrar myndir eru til af orðinu sem spurt var um, gerekti. Sú er oft raunin þegar um tökuorð er að ræða sem menn þ...
Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð? Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það v...
Hvað liggur hrafninn lengi á eggjum?
Hrafninn (Corvus corax) hefur mikla útbreiðslu og varptími hans er mjög breytilegur eftir því hvar varpsvæðið er. Á heittempruðum svæðum verpir hann venjulega í febrúar en í apríl á kaldari svæðum svo sem á Íslandi og Grænlandi. Hrafninn liggur á eggjum í um þrjár vikur. Hér á landi er hrafninn meðal fyrstu ...
Vísindavefurinn svarar spurningum um árið 1944
Í ár eru liðin 75 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi. Af því tilefni mun Vísindavefurinn leggja sérstaka áherslu á að svara spurningum sem tengjast hugtökunum lýðveldi og lýðræði en einnig spurningum um allt það sem lesendur og spyrjendur Vísindavefsins hafa áhuga á að vita um árið 1944, og tengist listu...
Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar? Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar...