Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær fóru menn að leggja vörður á Íslandi og til hvers?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær voru vörður lagðar á Íslandi. Það er furðulega lítið af upplýsingum fáanlegar á netinu um vörður. Og ég er að velta því fyrir mér hversu gamlar elstu vörðunar eru. Hvenær við fórum að leggja þær og bara almennilega sögu tengd þeim. Aðrar spurningar um vörður:Vörður eig...
Hvað gerðist eiginlega á Woodstockhátíðinni?
Woodstockhátíðin er vafalaust frægasta rokkhátíð sögunnar. Hún var haldin helgina 15.-17. ágúst 1969 en lauk reyndar ekki fyrr en mánudaginn 18. Hátíðin hefur alla tíð verið sveipuð miklum ljóma og þar komu fram frægustu popp- og rokktónlistarmenn þess tíma. Woodstock var ekki aðeins tónlistarhátíð, heldur sveif y...
Hver vinnur tollastríð?
Tæki og tól leikjafræðinnar (e. game theory) eru oft notuð til að greina mögulegar niðurstöður hernaðarátaka. Tollastríð felur í sér valdbeitingu af hálfu þess sem byrjar og varnarviðbrögð þolanda, þó blóðsúthellingar séu fátíðar. Þess vegna má nota leikjafræði til að greina líklega niðurstöðu tollastríðs. Nær...
Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?
Því miður er ekki líklegt að nokkur maður geti svarað þessari spurningu með þeim hætti sem spyrjandi hefur í huga, það er að segja með því að benda á tiltekinn pening. Margar aldir eru síðan menn tóku upp myntsláttu og síðan hafa verið slegnar ótal margar myntgerðir. Sumar þeirra eru horfnar með öllu og eru í þeim...
Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags?
Orðið stallari er notað þegar í fornu máli. Átt var við einn af tignustu hirðmönnum konungs sem hafði meðal annars það hlutverk að tilkynna boðskap konungsins. Stallarinn var fulltrúi konungs gagnvart þjóðinni og sá um vígbúnað hans og manna hans. Orðið er talið tökuorð úr fornensku steallare sem aftur er fengið ú...
Hvernig er staða sólar, jarðar og tungls á nýju tungli?
Á nýju tungli er tunglið milli sólar og jarðar. Þá er nærhliðin, það er hliðin sem snýr að jörðinni, óupplýst og því er tunglið mjög dauft, séð frá jörðinni. Í þessu svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar er sagt nánar frá innbyrðis hreyfingu hnattanna þriggja. Á myndinni sem fylgir því má sjá nýtt t...
Hvað hét pabbi Abrahams?
Tara hét faðir Abrahams. Abraham fæddist Abram en var samkvæmt 1. Mósebók nefndur Abraham af Guði er Guð gerir við hann samning:Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða ...
Átti Jesús konu og er vitað hvað hún hét?
Nei, Jesús átti enga konu. Um það leyti sem Jesús varð fullorðinn (um 30 ára aldur) tók hann að ferðast um og kenna fólki. Slíkir farandkennarar eða ferðaprédikarar sem voru margir á þessum tíma gengu almennt ekki í hjónaband en söfnuðu um sig lærisveinahópum sem komu í staðinn fyrir fjölskyldu. Í lærisvein...
Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið?
Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans er unglingur 17. aldar orð og er elst dæmi í safninu úr Grobbíansrímum sem eignaðar hafa verið Guðmundi Erlingssyni en einnig öðrum höfundum. Þar stendur: En unglingur af óvananum ei vill láta lítt gegnandi boði blíðu en bitur varð af reiði og stríðu. Aðalsteinn Eyþórs...
Hvað bendir til þess brennan í Njálu sé sönn?
Það hefur oft verið grafið á Bergþórshvoli og þar hafa fundist brunarústir. Svo virðist sem bærinn á staðnum hafi brunnið nokkrum sinnum og þess vegna er er alls ekki ólíklegt að bruninn í Njáls sögu hafi í raun og veru átt sér stað. Hægt er að lesa meira um Njáls sögu á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:...
Er líf í geimnum?
Enginn veit ennþá hvort líf leynist einhvers staðar í geimnum utan jarðar, eins og Þorsteinn Vilhjálmsson bendir á í svari við spurningunni Er líf á einhverri annarri stjörnu en jörðinni?. Við hvetjum lesendur til að skoða þessi svör við sambærilegum spurningum: Eru geimverur til?Hvernig er hægt að sanna að ...
Er hvíthol til?
Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni "Hvað eru hvíthol?" segir: Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á tilgátum, og líklegt er að þau séu ekki til í raun og veru. Samkvæmt kenningum eru hvíthol andstæður svarthola og senda frá sér agnir í stað þess að gleypa þær eins og...
Hvernig varð sjórinn til?
Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni "Hvaðan kom hafið?" er talið að sjórinn hafi að langmestu leyti orðið til úr gosgufum eldgosa í gegnum 4500 milljón ára sögu jarðar. Sumir vísindamenn telja jafnvel að hluti hafsins á jörðinni hafi líka komið með stórum halastjörnum, sem nóg va...
Hver er uppruni orðsins 'að tvínóna'?
Sögnin að tvínóna er ekki gömul í málinu og virðast elstu heimildir um hana vera frá því um 1700 samkvæmt heimildum Orðabókar Háskólans. Merkingin er 'dunda, hika, slóra'. Síðari hluti orðsins er tengdur hvorugkynsorðinu nón 'tíminn um klukkan 3 síðdegis', kvenkynsorðinu nóna sem í eldra máli var notað um tíði...
Vitið þið hvað liggur að baki orðasambandinu 'að eiga sér hauk í horni'?
Orðasambandið að eiga (sér) hauk í horni merkir að eiga sér hjálparhellu, einhvern velviljaðan sem er tilbúinn til aðstoðar ef á þarf að halda. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá lokum 17. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Halldór Halldórsson nefnir þá skýringu í Íslenzku orðtakasafni (19...