Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna innritast fólk, til dæmis í skóla eða á sjúkrahús, en útskrifast svo ef vel gengur? Er einhver munur á rita og skrifa í þessu sambandi?
Sagnirnar rita og skrifa eru nánast samheiti þótt rita sé oft notuð í hátíðlegra samhengi. Sagnirnar innskrifa og útskrifa eru gamlar í málinu. Innskrifa merkir ?færa inn (í bók), skrifa (í skjal)? og að minnsta kosti frá 18. öld ?skrá í skóla?. Útskrifa merkti í eldra máli ?lýsa einhverju? (til dæmis ?hver ge...
Hvaða vikudagur var 24. des. 1961?
Hér er einnig svarað spurningu Þóreyjar Árnadóttur: „Á hvaða vikudegi voru 13. maí 1978 og 13. desember 1979?” Í fyrra birtum við svar við spurningunni „Hvað er fingrarím?”. Þar er bent á leiðbeiningar sem Þorsteinn Sæmundsson hefur tekið saman, um hvernig finna má vikudag sem tiltekinn mánaðardag ber upp á...
Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?
Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...
Af hverju er ekki búið að finna upp eldavél sem maður knýr áfram til að losna við aukakílóin eftir að maður hefur étið mikið?
Þetta er í sjálfu sér alls ekki vitlaus hugmynd, flestir hefðu án efa gott af því að stíga á hjól á hverjum degi og púla svolitið. Hugmyndin gengur þó ekki upp því að eldavélar þurfa mikið afl, 5-10.000 W (þó notar ein hella aðeins um 1-2.000 W), en hjólandi maður getur ekki framleitt nema um 150-500 W í einhvern ...
Við hvað er hæð fjalla í sólkerfinu miðuð?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Við hvað er miðað þegar sagt er að Ólympsfjall á Mars sé hæsta fjall sólkerfisins, þar sem ekki er hægt að miða við hæð yfir sjávarmáli?Það er alveg rétt að við getum ekki miðað hæð fjalla og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra á öðrum reikistjörnum sólkerfisins við sjávarmál, ein...
Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni?
Það fer eftir ýmsu hversu mikið af bensíni er hægt að vinna úr einni tunnu af hráolíu, til dæmis gerð hráolíunnar, vinnsluaðferð og aðstæðum. Hlutfallið getur verið frá 20% og upp í 75%. Eins og fram kemur í svari Ulriku Andersen og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni 'Hvað er olíutunnan margir lítrar?' er h...
Hvað gerir maginn?
Hlutverk magans er fjórþætt. Í fyrsta lagi tekur hann við tugginni fæðu úr vélindanu. Þar blandast fæðan magasafa fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga og malast áfram í mauk. Þetta er fyrsta stig meltingar, það er mölun, sem hefst í munni. Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem kynnu að komast með fæðunni í...
Hvað kemst hraðskreiðasti bíll í heimi hratt og hvað heitir hann?
Hraðskreiðasti bíll í heimi náði 1.220,8 km hraða í Nevada-eyðimörkinni árið 1997, og heitir Thrust SSC. Thrust SSC var með tvo Rolls-Royce hreyfla, aflið í hreyflunum jafngilti 145-földu afli Formula 1 bíla. Hann var 16 sekúndur að ná 1000 km hraða og eyddi 18 lítrum af eldsneyti á hverri sekúndu. Venjulegi...
Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?
Elsta efni Gamla testamentisins er eldfornt og orðið til á öðru árþúsundi fyrir Krist. Meginefni þess er hins vegar til orðið eftir að konungdæmi var sett á laggirnar eða um 1000 fyrir Krist og fram á tíma útlegðarinnar í Babýlon á árunum 586 – 538 f. Kr. Esra- og Nehemíabók, Daníelsbók og Esterarbók eru yngstu ri...
Hvað er Bangsímon gamall?
Rithöfundurinn A. A. Milne gaf út sína fyrstu sögu um Bangsímon eða "Winnie the Pooh", eins og hann heitir á frummálinu, þann 14. október árið 1926. Ef við miðum við að það sé "fæðingardagur" Bangsímons á hann þess vegna 77 ára afmæli á þessu ári. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Ch...
Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun? Og hvenær á að byrja að gefa þeim kettlingamat? (Sigríður Erla Guðmundsdóttir) Af hverju sjá kettlingar ekkert þegar þeir fæðast? (Fjóla Aðalsteinsdóttir) Kettlingar opna yfirleitt augun einni til tveimur vikum eftir að þeir fæðas...
Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu?
Rétt er það hjá spyrjandanum að algengast er að sjá hrafna saman í pörum. Hrafnar eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt uns dauðinn aðskilur þá. Eftir því sem atferlisfræðingar hafa komist næst, er lítið um hjónaskilnaði hjá þessum skemmtilegu fuglum sem þó eru hataðir af mörgum hér á...
Af hverju er gangstéttin grá?
Gangstéttin er grá því að efnin sem eru notuð til að búa hana gefa af sér gráan lit. Til að búa til steypuna sem gangstéttir og gangstéttarhellur eru gerðar úr þarf þrjú aðalefni: sement, sand og vatn. Auk þess eru stundum notuð íblöndunarefni, svo sem flotefni, til að breyta eiginleikum steypunnar. Sement e...
Hvað er langt til næstu stjörnu fyrir utan sólkerfið okkar og í hvaða sólkerfi er hún?
Sú stjarna sem er næst okkar sólkerfi er fjölstirnið Alfa í Mannfáknum en hún er í 4,3 ljósára fjarlægð frá jörðu og þó undarlegt virðist færist hún á 20-25 kílómetra á sekúndu hraða í átt til okkar. Eftir 2400 ár verður fjölstirnið þess vegna komið 0,2 ljósárum nær en það eru núna, þá verður það í 4,1 ljósára fja...
Hver var Afródíta?
Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur. Sagnaritarinn Hesíódos se...