Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4481 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hver er kornastærð gjósku?

Gjóskan sem myndast við eldgos er mismunandi að kornastærð. Súr og ísúr kvika tvístrast nær alltaf í gjósku við eldgos á meðan basísk kvika myndar sjaldan mikla gjósku. Ef vatn kemst að gosrásinni, eins og við gos undir jökli eða í vatni, myndast alltaf gjóska hvort sem kvikan er súr eða basísk. Þegar fer saman ti...

category-iconSálfræði

Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?

Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...

category-iconVeirur og COVID-19

Hvað er vitað um það hvernig COVID-19-faraldurinn fór af stað í Kína?

Veiran sem veldur COVID-19 hefur breiðst um heiminn og benda gögn til að smitið hafi borist frá dýrum í menn í Kína undir lok síðasta árs. Fyrstu tilfelli óvenjulegrar lungnabólgu voru greind af lækninum Jixian Zhang á HICWM-spítalanum í Wuhan (e. Hubei Integrated Chinese and Western Medicine Hospital) þann 26. de...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru triggerpunktar eða trigger points?

Því er ekki endilega auðsvarað hvað triggerpunktar (e. trigger points) eru en á íslensku hefur heitið gikkpunktar verið notað um fyrirbærið. Vandinn við að skilgreina gikkpunkta felst meðal annars í því að ýmsum mismunandi fyrirbærum hefur verið gefið þetta heiti og einnig hafa gikkpunktar fengið mismunandi nöfn á...

category-iconLæknisfræði

Er áfengi krabbameinsvaldandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já, áfengi hefur þekkt krabbameinsvaldandi áhrif hjá mönnum.“ Áfengi inniheldur etanól sem veldur tímabundinni vímu og er þar af leiðandi vinsælt til neyslu meðal þeirra sem sækjast eftir vímuáhrifum. Eftir að hafa drukkið áfengi fær etanól greiða leið inn í ...

category-iconSálfræði

Hver er Howard Gardner og hvert er framlag hans til sálfræði og menntamála?

Howard Gardner (f. 1943) er prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er best þekktur fyrir framlag sitt til sálfræði og menntamála og þá einkum fyrir fjölgreindarkenningu sína. Greind er, að mati Gardners, hverslags hæfileikar til að skapa verðmæti eða leysa mikilvæg verkefni. Gardner talar þess vegna u...

category-iconUmhverfismál

Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira?

Nýlegt bann Evrópusambandsins við markaðssetningu ryksugna sem eru 1600 vött eða meira er ávöxtur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um visthönnun vöru sem notar orku (nr. 2009/125). Markmið tilskipunarinnar er að efla vernd umhverfisins með því draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra vara sem nota orku. Til...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Blanda einhverjar dýrategundir mismunandi fæðutegundum saman í einni og sömu máltíðinni, eins og maðurinn gerir?

Já, það þekkist í dýraríkinu að tegund blandi saman mismunandi fæðuflokkum í einni og sömu máltíðinni. Fyrir utan manninn er vitað til þess að simpansar (Pan troglodytes) gera þetta. Simpansar er sú dýrategund sem er skyldust mönnum. Simpansar veiða oft önnur spendýr, svo sem skógarsvín (Potamochoerus larvatus)...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er mikill straumur í einni eldingu?

Spyrjandi spurði einnig hvernig eldingar myndast en um það hefur verið fjallað á Vísindavefnum í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Spennan sem myndast milli tveggja skýja eða milli skýja og jarðar í þrumuveðri getur numið milljónum volta. Loftið v...

category-iconMannfræði

Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab? Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af s...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða klumpahraun til?

Klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) eru mjög algeng hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum.[1] Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu[2] við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Athug...

category-iconLæknisfræði

Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?

Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- a...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?

Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að auka vöðvamassa með einhverju öðru en prótínum?

Upprunalega spurningin var: Geta vöðvar aukið massa án prótína? Prótín er byggingarefni vöðva en einnig þarf orku til að byggja upp vöðva. Ef einstaklingur er ekki í orkujafnvægi, það er að segja fær of litla næringu og er því í neikvæðu orkujafnvægi, notar líkaminn orkuefni sín, sem eru kolvetni, prótín og fit...

Fleiri niðurstöður