Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3219 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Jan Mayen?
Jan Mayen er lítil eyja um 600 km norðaustur af Íslandi, 500 km austur af Grænlandi og um 1000 km í vestur frá Noregi. Eyjan er aflöng, um 55 km löng frá suðvestri til norðausturs og er flatarmál hennar um 373 km2. Jan Mayen skiptist í tvennt og eru hlutarnir tengdir saman með mjóu eiði. Norðaustur hlutinn kallast...
Er til lyf við bólusótt?
Nei, ekkert þekkt lyf er til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning. Engu að síður hafa veirulyfjameðferðir verið notaðar og lyfjarannsóknir hafa gefið til kynna að veirulyfið Cidofovir gæti gefið góða raun.1 Bóluefni er gefið innan fjögurra daga eftir smitun og áður en útbrot koma fram. Bóluefnið kemur í veg...
Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?
Söguleg skáldsaga sem nemendur skilja og jafnvel skemmta sér yfir er áreiðanlega gott kennsluefni í grunnskóla. Söguleg skáldsaga sem nemendur ná ekki taki á og verður þeim ekki gefandi umhugsunarefni, er óheppilegt kennsluefni. Að þessu leyti eru sögulegar skáldsögur eins og aðrar bókmenntir sem nemendum eru feng...
Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?
Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...
Hvernig varð frímerkið til?
Frímerki segir til um að greitt hafi verið fyrir póstsendingu áður en að hún er send. Venja er að á frímerki komi fram útgáfuland frímerkisins og verðgildi þess. Enn fremur eru frímerki myndskreytt, til dæmis með þekktum einstaklingum eða náttúrumyndum. Ýmsar leiðir hafa verið notaðar til að gefa til kynna að g...
Hver fann upp spilastokkinn?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver fann upp spilastokkinn og hvaða spil var fyrst spilað? Talið er að spilin hafi verið fundin upp í Kína á tímum Tangveldisins á 9. öld. Líklega hafa þau komið fram í kjölfarið á því að menn hófu að prenta á viðarkubba. Fyrsta spilið var kallað „Laufaleikur“ og var það s...
Hvað merkir Ging gang gúllí gúllí sem skátar syngja oft?
Spurningin hljóðaði upprunalega svona: Hvað merkir Gingan gúllígúllí, gúllígúllí vass vass?!? Söngurinn „Ging gang gúllí gúllí“ er ekki á raunverulegu tungumáli og merkir ekki neitt. Hann hefur lengi verið vinsæll í skátahreyfingunni, bæði hérlendis og erlendis, og fram hefur komið kenning um það að stofnandi ...
Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?
Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'. Í báðum merkingunum er sögnin áhr...
Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?
Boðháttur í íslensku er myndaður á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hann stýfður, það er eins og nafnháttur að frádreginni endingunni, -a, nema í veikum sögnum sem enda á -aði í þátíð. Dæmi:lesa, bh. les (þú)bera, bh. ber (þú)skrifa, bh. skrifa (þú)færa, bh. fær (þú)lemja, bh. lem (þú)flytja, bh. flyt (þú)vinna, bh. ...
Hvað þýðir orðatiltækið að "skipta sköpum"?
Orðatiltækið að skipta sköpum er notað um eitthvað sem er mjög mikilvægt, eitthvað sem valdið getur straumhvörfum. Orðið sköp er hvorugkynsorð, einungis notað í fleirtölu. Það merkir í fyrsta lagi 'örlög' og er skylt sögninni að skapa og nafnorðinu skap 'hugur, hugarfar'. Í heiðni töldu menn að skapanornir, þ.e. ö...
Hver fann upp tyggjóið?
Í svari Elínar Carstensdóttur við spurningunni Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp? kemur fram að það var maður að nafni John B. Curtis sem á heiðurinn af því að framleiða og selja tyggjó fyrstur manna en það var árið 1848. Reyndar hafði verið þekkt í mörg þúsund ár að tyggja trjákvoðu, vax eða ei...
Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?
Fyrsta fullorðinstönnin kemur við 6 ára aldurinn. Langoftast er það svokallaður sex ára jaxl sem kemur fyrir aftan barnatennurnar. Hvorki sex ára jaxlinn né jaxlarnir þar fyrir aftan koma í staðinn fyrir barnatennur. Hins vegar myndast framtennur, augntennur og framjaxlar undir rótum eða á milli róta barnatann...
Eru til íslensk fyrirtæki sem búa við skrifræðisskipulag (bureaucracy) og hefur vegnað vel? Hverjir eru helstu kostir skrifræðis?
Segja má að sérhvert fyrirtæki hafi einhver skrifræðiseinkenni í skipulagi sínu. Það á bæði við um íslensk fyrirtæki og erlend. Í bókum um skipulagsheildir, til dæmis bók Richard L. Daft, Organization Theory and Design, er upplýst að félagsfræðingurinn Max Weber hafi fyrstur manna farið að skoða skipulega hvort bæ...
Af hverju stríða strákar stelpum?
Tilgangur stríðni í mannlegum samskiptum er margþættur og þar er ekki allt sem sýnist. Sumir stríða sjálfum sér eða hópnum til skemmtunar, aðrir eru að reyna að brjóta samskiptamúrinn eða finna sér nýtt öryggi. Stríðni getur verið leið til að hefja sig í hópnum eða til að kynnast stelpunni af viðbrögðum hennar. St...
Hvernig á að breyta einingunni ml/l um magn óbundins súrefnis í sjó í míkrómól á kg?
Spyrjandi setti spurningu sína fram sem hér segir:Hvernig breytir maður einingunni ml/l í míkrómól á kg fyrir súrefnishlutfall í sjó, t.d. 8,223 ml/l miðað við hitastig 7,81°C og seltu 30,284 á 0 m dýpi?Það er því miður ekki á verksviði Vísindavefsins almennt að svara svona spurningum sem flokkast undir tæknilega ...