Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3057 svör fundust
Geta dýr eins og maurar stundað ræktun?
Landbúnaður er undirstaða samfélags manna og velmegunar. Við mennirnir hagnýtum margar tegundir plantna og dýra til fæðuframleiðslu. En aðrar tegundir dýra geta líka stundað ræktun og eru maurar líklega þekktasta dæmið. Flestar tegundir maura eru rándýr, og talið er að fyrstu maurarnir hafi stundað ránlífi. Maurar...
Hver var fyrsta konan sem var viðurkenndur heimspekingur? Hverjar eru þær helstu?
Í spurningunni felst að konur hafi ekki verið viðurkenndar sem heimspekingar en það er álitamál. Konur voru til að mynda meðal nemenda Platons í Akademíunni (sjá Hver var Platon? eftir Geir Þ. Þórarinsson). Sumar konur voru viðurkenndar sem heimspekingar á sínum tíma, en hurfu síðar úr sögunni. Þetta hefur stundum...
Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...
Af hverju leiðir hlýnandi loftslag til tíðari ofsaveðra?
Í stuttu máli er hægt að svara spurningunni svona: Eftirfarandi veðuröfgar hafa færst í aukana og gera má ráð fyrir áframhaldi á þeirri þróun: Hitabylgjur, þurrkar, aftakaúrkoma og öflugir fellibyljir. Þessar breytingar má með nokkurri vissu rekja til hlýnunar lofthjúpsins og yfirborðssjávar. Fjöldi hitabelti...
Ég veit um tvo punkta (2;5) og (6;7). Get ég fundið beina línu gegnum punktana út frá þeim upplýsingum?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Ég veit um tvo punkta (2;5) og (6;7). Get ég fundið út y = x/2 jöfnu út frá þeim upplýsingum?Eitthvað hefur skolast til í spurningunni þannig að ekki er hægt að svara henni skýrt eins og hún liggur fyrir. Við höfum því breytt henni á þann veg sem spyrjandi kann að hafa haft ...
Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung?
Það er erfitt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem mjög breytilegt er hvað börn í aldurshópnum 11-14 ára eru þung. Ástæðan fyrir þessu er að sumir krakkar verða kynþroska snemma og aðrir seinna. Hæð barnanna og þyngd þeirra getur því verið mjög mismunandi og þar af leiðandi einnig þyngdin á húð þeirra. ...
Hvað getur þú sagt mér um stökkmýs?
Stökkmýs tilheyra ættbálki nagdýra (rodentia) og ætt stökkmúsa (Dipodidae) ásamt sprettmúsum (Zapodidae) og birkimús (Sicista betulina). Alls eru tegundir stökkmúsa 33 í 11 ættkvíslum og 5 undirættum. Stökkmýs lifa í eyðimörkum og á hrjóstrugum steppum í Afríku, Asíu og austast í Evrópu. Þær búa oft saman í ...
Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?
Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...
Hvers vegna er vetni svona eldfimt?
Vetnisgas er lofttegund sem gerð er úr léttasta frumefninu, vetni[1], sem hefur einkennisbókstafinn H samkvæmt táknmáli efnafræðinnar. Vetnisgasið samanstendur af sameindum og í hverri þeirra eru tvær vetnisfrumeindir. Sameindirnar eru táknaðar sem H2. Sameindir vetnisgassins geta gengið í efnasamband við súrefni ...
Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í...
Hver er opinber skilgreining á líftækni?
Athugasemd ritstjórnar: OECD hefur nú samþykkt tölfræðilega skilgreiningu á líftækni. Nánar má lesa um skilgreininguna á heimasíðu OECD. Ekki mun vera til nein opinber skilgreining á orðinu líftækni en viss hugtök sem tengjast líftækninni hafa þó verið skilgreind í lögum um erfðabreyttar lífverur frá árinu ...
Hvers vegna er þvag hreindýra stundum rautt?
Rauður litur á þvagi dýra er vel þekkt fyrirbrigði erlendis. Þá getur verið um að ræða sýkingar með vissri gerð pestarsýkla (Clostridium haemolyticum, C. novyi). Í þeim tilfellum er blóð í þvaginu. Í öðru lagi getur þvagið orðið rautt af hættulausum efnasamböndum, sem verða til í líkamanum við inngjöf ormalyfja se...
Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?
Skammstöfunin et al. er latína og er hún notuð á tvo vegu. Annar vegar er et al. stytting á 'et alibi' en það þýðir 'og annars staðar'. Þegar et al. kemur á eftir ákveðinni tilvísun getur því verið átt við að tilvísunina sé einnig að finna annars staðar, þótt ekki sé tilgreint nákvæmlega hvar. Hins vegar er ska...
Hvernig myndast jarðvarmi?
Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað...
Hvernig myndast dropsteinshellar?
Þegar hraun rennur myndast skorpa á yfirborðinu sem oftlega verður svo þykk að hún myndar kyrrstætt þak yfir hraunstraumnum sem þá rennur í göngum. Þegar sjatnar í göngunum verður til hraunhellir. Rannsóknir á dropsteinum, sem sumir kalla dropasteina, úr slíkum hellum sýna að þeir eru myndaðir úr afgangskviku ...