Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4625 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvernig get ég lært taugavísindi og orðið taugavísindamaður á Íslandi?

Í háskólum á Íslandi er sem stendur engin sérstök taugavísindadeild. Vilji menn stunda framhaldsnám í greininni verða þeir að gera það utan Íslands. Sem betur fer eru taugavísindi mjög þverfagleg og taugavísindamenn hafa gjarnan bakgrunn í öðrum greinum. Taugavísindum má gróflega skipta í tvennt eftir aðferðafr...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því? Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar? Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda? Hvað gerir forse...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?

Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynsl...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna eru orðin "mamma" og "pabbi" svona svipuð í ólíkum tungumálum, til dæmis íslensku og kínversku?

Orðin mamma og pabbi teljast til svokallaðra hjalorða, það er orða sem myndast snemma í munni barna þegar þau hjala. Rótin í orðinu mamma þekkist í flestum indóevrópskum málum. Í fornindversku var til orðið m sem merkti 'móðir'. Í sama máli merkti mm 'móðursystir'. Í fornpersnesku voru til orðin mm, mma og mam í m...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er blý?

Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins. Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er rað...

category-iconMálvísindi: almennt

Rennir maður frönskum rennilás?

Rennilás er ekki gamalt orð í íslensku. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá því um miðja 20. öld. Í Íslenskri orðabók frá 1963 (bls. 524) er rennilás lýst þannig: 'tveir (málm)borðar með sérstökum útbúnaði til að loka opi, jöðrum á flík e.þ.h.' og virðist það í fyrsta sinn sem orðið kemst í orðabók. Franskur ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getur Plútó rekist á Neptúnus?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconNæringarfræði

Verður maður feitur ef maður borðar ekki morgunmat?

Morgunmatur er oft kallaður mikilvægasta máltíð dagsins. Í bæklingi frá Lýðheilsustöð Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri segir meðal annars: Fæði þeirra, sem borða morgunmat, er almennt næringarríkara en þeirra sem sleppa þessari fyrstu máltíð dagsins. Morgunmatu...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? - Myndband

Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju er allt í geimnum kringlótt?

Þrátt fyrir að sólstjörnur, reikistjörnur og tungl séu yfirleitt sem næst kúlulaga er það ekki svo að allt í geimnum sé kringlótt. Dæmi um hluti í geimnum sem eru ekki endilega kringlóttir eru smástirni. Þyngdarkraftar frá smástirnum duga ekki til að þjappa þeim í kúlulögun. En í svari Þorsteins Vilhjálmssonar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er burstaormur?

Burstaormar (Polychaeta) eru algengir sjávarhryggleysingjar og hafa meira en 6000 tegundir fundist, flestir minni en 10 mm á lengd. Burstaormar eru hópur sem tilheyrir fylkingu liðorma (Annelida) og er talið að 70% liðorma heyri undir þennan hóp. Aðrir liðormar eru ánamaðkar (Oligochaeta) og blóðsugur (Hirudin...

category-iconEfnafræði

Af hverju límist lím?

Lím eru af ýmsum gerðum en verka þó flest með sambærilegum hætti. Flest lím sem við notum dagsdaglega eru blönduð vatni eða öðrum leysiefnum (vökva) en í mismiklum mæli þó. Virku efnin í líminu eru þannig gerð að í þeim eru efnahópar sem mynda veik tengi við sameindir á yfirborði þeirra hluta sem límið getur lí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hvalir skipulagðir í árásum á fiskitorfur?

Spurningin hljóðar í heild sinni: Er það satt að hvalir séu skipulagðir og ráðist einn og einn í einu á síldartorfur? Eru þessar skepnur gáfaðar? Þónokkrar tegundir hvala nýta sér þá miklu fæðu sem göngur uppsjávarfiska gefa af sér. Hér við land eru það háhyrningar (Orcinus orca), höfrungar (svo sem hnýðingar) o...

category-iconLögfræði

Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum?

Í grófum dráttum felst munurinn þarna í því að í opinberum málum á ríkið aðild að málinu en í einkamálum eigast við tveir lögaðilar án þess að ríkið sé í hlutverki sækjanda. Um opinber mál gilda lög nr. 19 frá 1991 en um einkamál gilda lög nr. 91 frá 1991. Opinber mál eru í rauninni mál sem ríkið rekur vegna b...

category-iconLögfræði

Hvað þýðir það að skip sigli undir hentifánum?

Þegar skip sigla undir öðrum fána en eigin ríkisfána er sagt að þau sigli undir hentifánum. Ástæða þessa er yfirleitt fjárhagslegur ávinningur, til dæmis hvað varðar skráningargjöld, en skipin greiða þá aðeins ákveðin gjöld til þess ríkis sem þau kenna sig við. Íslensk skip hafa í mörgum tilvikum siglt undir öðrum...

Fleiri niðurstöður