Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3131 svör fundust
Hvað er eldský?
Eldský[1] (brímaský) er heitt, nánast glóandi flóð úr eldfjallagufum og gjósku sem geysist með ofsahraða (allt að 500 km/klst) niður hlíðar eldfjalls. Í eldgosi þeytist glóðheit eldfjallagufa upp úr gígnum. Vegna hitans er hún eðlisléttari en andrúmsloftið og stígur því upp — í Heklugosinu 1947 náði gosmökkur...
Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?
Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...
Hvenær fannst ljóshraðinn?
Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Það gerðist árið 1676, þegar danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer (1644-1710) sýndi fram á að ljóshraðinn væri endanlegur. Áður hafði verið talið að hraði ljóssins væri óendanlega mikill.[1] Það hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um leið og það væri kveikt. Rømer ...
Er það rétt að sálfræðingar megi ekki auglýsa sig?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er það rétt að sálfræðingar megi ekki auglýsa sig? Ef svo er, af hverju ekki? Ekki er rétt að sálfræðingum sé alfarið meinað að auglýsa þjónustu sína, en þeim eru þó settar þröngar skorður um auglýsingar í núgildandi lögum. Sálfræðingar sem veita klíníska þjónustu starfa sa...
Hafa einhverjir ávextir vaxið hér án íhlutunar mannsins?
Á Íslandi eru ræktaðar ýmis konar jurtir sem bera ávexti, ýmist í gróðurhúsum eða úti við. Sem dæmi má nefna epli, perur, plómur, sítrónur og banana. Náttúruleg skilyrði á Íslandi eru þó erfið fyrir vöxt flestra ávaxtatrjáa og því lítið um að hér vaxi jurtir, án allrar íhlutunar og aðstoðar mannsins, sem bera ávex...
Hvað varð um „frú klukku“?
Ekki er víst að allir lesendur þessa svars þekki „frú klukku“. Það var í raun símanúmer sem las upp hvað klukkan var þegar hringt var í það. Lengi vel voru það raddir kvenna sem sögðu hvað tímanum liði en síðustu árin var það karlmannsrödd, þannig að „herra klukka“ var kannski réttnefni undir lokin. Áratugum s...
Af hverju er veðrið í Skandinavíu öðruvísi en á Íslandi?
Upprunalega spurningin var: Af hverju er mildara veður á Íslandi heldur en í Skandinavíu þrátt fyrir að vera bæði undir áhrifum Golfstraumsins? Í þröngri merkingu nær hugtakið „Skandinavía“ aðeins til Noregs og Svíþjóðar, hér að neðan er rýmri merking notuð, látin ná til „Norðurlanda“ án Íslands, Færeyja og Græ...
Eru guðstrú og vísindahyggja með öllu ósamrýmanleg?
Stutta svar höfundar er nei, það er guðstrú og vísindahyggja eru ekki með öllu ósamrýmanleg. Svar við spurningunni er þó umdeilanlegt og hlýtur að vera háð reynsluheimi og jafnvel trú eða trúleysi þess sem svarar. Í því tilliti er rétt að taka fram að umrætt svar er frá raunvísindamanni á sviði efna- og eðlisfræði...
Af hverju er stafurinn x svo mikið notaður hér á Íslandi?
Spyrjandi benti ennfremur á að Danir nota ks í staðinn fyrir x. Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefnist Fyrsta málfræðiritgerðin, er eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Höfundurinn setti sér það markmið að koma ...
Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?
Hér er átt við það landsvæði sem myndar nú ríkið Mongólíu. En Mongólíu er – og einkum var – að finna á miklu stærra svæði. Núverandi Mongólía hét í upphafi Ytri Mongólía. Hún kom undir vernd Rússakeisara seint á 19. öld. Fyrir sunnan og austan Ytri Mongólíu er Innri Mongólía sem hélt áfram að njóta verndar keisara...
Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun.
Aparnir þrír eru yfirleitt taldir japanskir. Eitt frægasta líkneskið af þeim er að finna í Toshogu-musterinu í Nikko í Japan sem byggt var á 17. öld. Þar er tréútskurður af þeim á hinu svokallaða Yomeimon-hliði (sjá mynd). Aparnir heita á japönsku Mi-zaru („Sjá ekki”), Kika-zaru („Heyra ekki”) og Iwa-zaru („Seg...
Hver fann Mexíkó?
Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og...
Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?
Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...
Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur komst að orði þegar ný ríksstjórn tók við?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað þýðir "í herrans nafni og 40" eins og Össur Skarphéðinsson komst að orði í sjónvarpsviðtali eftir að ný ríksstjórn tók við völdum?Orðtakið í herrans nafni og fjörutíu er notað í merkingunni 'í guðanna bænum, fyrir alla muni'. Upphafleg notkun hefur verið trúarlegs eðlis...
Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar“?
Orðið brandari er upphaflega tökuorð úr dönsku brander. Dæmi eru um orðið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá því snemma á 20. öld. Dæmi um fimmaurabrandara í merkingunni ‛aulafyndni, léleg fyndni’ finnast í safninu og eins á timarit.is frá miðri 20. öld. Á þeim tíma höfðu fimm aurar, eða fimmeyringurinn,...