Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1760 svör fundust

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum, helst sem fyrst?

Spyrjandi bætir síðan við:Ég þarf að skila ritgerð um blóðskömm eftir rúmlega viku (í dag er 15. október) og er orðin pínulítið stressuð ef ég finn engar heimildir. Með von um að þið getið hjálpað mér.Við getum því miður ekki lofað því að svar verði komið eftir viku enda berast Vísindavefnum iðulega nokkrir tugir ...

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er hægt að finna lista yfir íslenskar þýðingar á heitum erlendra borga?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Kaupmannahöfn, Versalir og Rúðuborg eru íslenskar þýðingar á heiti erlendra borga. Hver þýddi og hvar má nálgast tæmandi lista yfir slíkar þýðingar?Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi tekið saman "tæmandi" lista yfir íslenskar þýðingar á erlendum borgarheitum. Gagnlegan lis...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?

Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir eignast hvolpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég horfði á sjónvarpsþáttinn Jörðina. Þar kom fram, mér til furðu, að bæði ljón og snæhlébarðar eignast hvolpa. Því spyr ég hvernig eignast köttur hvolp?Engin ástæða er til að ætla annað en þarna sé rétt með farið um málnotkun í sjónvarpsþætti. Hins vegar er orðið ljónsungi...

category-iconSálfræði

Hvernig getum við hugsað?

Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því. Segulsneiðmy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?

Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig er hægt að segja til um hvaðan vatnið kom?

Haraldur og Sigurður eru mikið fyrir ýmiss konar þrautir en þeir skiptast gjarnan á og leggja þrautir hvor fyrir annan. Nú er komið að honum Haraldi. Hann tekur tvær tómar hálfslítra plastflöskur og fyllir þær af vatni. Því næst nær hann í skúringafötu og segir við Sigurð:Þú þarft að tæma úr báðum plastflöskun...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar“?

Orðið brandari er upphaflega tökuorð úr dönsku brander. Dæmi eru um orðið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá því snemma á 20. öld. Dæmi um fimmaurabrandara í merkingunni ‛aulafyndni, léleg fyndni’ finnast í safninu og eins á timarit.is frá miðri 20. öld. Á þeim tíma höfðu fimm aurar, eða fimmeyringurinn,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött? Ef kennt við bæinn Bratta hvort á þá að segja: ég fór um Brattabrekku ..... eða Bröttubrekku? Í fjölmiðlum sýnist mér þetta vera sitt og hvað. Brattabrekka er fjallvegur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar dí er í því sem er dísætt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí? Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og ben...

category-iconHugvísindi

Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?

Forliðurinn gagn- hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hann ‘gegn-, and-, mót-, hvor gegn öðrum’ og er þá notaður í orðum eins gagnrök, gagnkvæmur, gagnstæður. Í öðru lagi er merkingin ‘gegnum’ eins og í gagnsær og í þriðja lagi ‘gjör-, mjög’ eins og í gagnkunnugur. Forliðurinn gegn- er notaður í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er koleinildi hættulegt mönnum?

Koleinildi, kolsýrlingur eða kolmonoxíð (CO) er lofttegund sem myndast við ófullkominn bruna, til dæmis vegna þess að hiti er ekki nógur, eldsneytið ekki nógu gott eða streymi súrefnis að brunanum ekki nægilegt. Í svari við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? segir Alda Ásgeirsdóttir þetta um sk...

category-iconHugvísindi

Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?

Stekkjastaur, fyrsti jólasveinninn, kemur til byggða aðfaranótt 12. desember. Svo fylgja bræður hans einn og einn í senn þar til Kertasníkir, sá síðasti, skilar sér aðfaranótt aðfangadags, 24. desember. Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem margir kannast við virðast þó rugla einhverja í ríminu þegar...

category-iconHugvísindi

Hvert er formlegt heiti landsins okkar?

Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu. Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ...

Fleiri niðurstöður