Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4832 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?

Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á. Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sjá kettir og hundar eitthvað sem við sjáum ekki?

Hinn mikli náttúrufræðingur Charles Darwin (1809-1882) velti því fyrir sér í einu af ritum sínum hvort hundar sæju drauga. Þetta ályktaði hann út frá því að eitt sinn var hann út í garði við hús sitt og tók eftir því að svartur labradorhundur sem hann átti starði í ákveðna átt. Darwin sjálfur kvaðst ekki hafa orði...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?

Uppruni hefða og siða er oft ansi óljós. Vitanlega eru til margar skýringar á hinum ýmsu siðum sem okkur kann að virðast sennilegar en það sem þykir „eðlilegt“ nú þarf ekki að hafa viðgengist fyrir hundruðum ára. Að heilsa að hermannasið virðist upprunlega tengjast nokkuð þeirri hefð að heilsa með hægri hendi....

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?

Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Af hverju segir maður „ólifað“, til dæmis hún á skammt eftir ólifað? Af hverju er þetta neikvæða forskeyti sett fyrir framan? Ólifað bendir frekar til þess að einstaklingur sé látinn en til þess tíma sem hann á eftir á lífi. Af hverju er alltaf sagt „ólifað“, t....

category-iconHagfræði

Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Okkur hefur verið sagt hér áður fyrr að það væri hagkvæmara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki svo sem sjávarútveginn að hafa tiltölulega veika krónu, þannig fengju fyrirtækin fleiri krónur...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?

Áhrifamesta einstaka verk Steins Steinarr (1908-1958) er ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið sem kom út árið 1948 en nokkur ljóðanna höfðu birst áður í tímaritum. Tíminn og vatnið samanstendur af 21 tölusettu ljóði. Það hefur lengi heillað lesendur og fræðimenn og valdið þeim heilabrotum. Form þess er óbundið í hefðbu...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er urðarköttur?

Orðið urðarköttur er stundum notað sem samheiti fyrir útigangskött eða villikött en í raun – eða samkvæmt þjóðtrúnni – er hann miklu hræðilegri skepna. Þar tilheyrir urðarköttur hópi óvættadýra á borð við skoffín, finngálkn, skuggabaldur og moðorm. Flest þessi furðudýr eru talin hafa orðið til á einhvern ónáttúrul...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?

Spurningin öll var svohljóðandi:Ég hef heyrt (frá óvísindalegum heimildum reyndar) því haldið fram að hann hefði sofnað þessum áratugasvefni sínum vegna uppsafnaðra steinefna í brunninum sem yllu því að hann gæti ekki ,,ofurhitnað.'' Mér þykir erfitt að skilja hvernig jarðskjálftar gætu breytt því -- eða er þetta...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er minnsta mælieiningin?

Minnsta mælieiningin er ekki til svo að okkur sé kunnugt, frekar en minnsta stærðin. Flestir vita hvernig við skiptum metranum í sentímetra og millímetra en millímetrinn er þúsundasti partur úr metra. Míkrómetrinn, sem táknaður er með µm, er síðan milljónasti hluti metrans og nanómetrinn, nm, er milljarðasti partu...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"?

Það er erfitt að útskýra Heilagan anda og skilning kristninnar á honum. Það er ef til vill helst hægt að útskýra hann þannig að hann sé kraftur frá Guði eða kraftur Guðs sem hjálpar okkur til að hugsa, tala og starfa eins og Guð vill að við gerum. Jesús lofaði að senda lærisveinum sínum slíkan kraft til þess að þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?

Spyrjandi bætir síðan við:Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm. Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju byrja flest orð í orðabókum á s, í pétrískri orðabók líka?

Ástæða þess að svo mörg orð geta hafist á s- er líklegast sú að s, sem er óraddað önghljóð (blísturshljóð), getur staðið í framstöðu á undan öllum sérhljóðum og allmörgum samhljóðum. Þannig geta orð hafist á sérhljóðunum:sa- (saga), sá- (sál), se- (sef), sé- (séður), si- (siður), sí- (sía), so- (sog), só- (sól...

category-iconHugvísindi

Hver er tilgangur lífsins?

Á Vísindavefnum er til svar við þessari spurningu eftir Vilhjálm Árnason. Þar segir hann að hægt sé að skipta svörum við þessari spurningu í tvo meginflokka:Tilgangurinn býr í lífinu sjálfuTilgangurinn er ekki í lífinu sjálfu heldur er það okkar hlutverk að gefa lífinu tilgangDæmi um fyrra viðhorfið eru til dæmis ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að búa til svart ljós?

Litur venjulegra hluta ræðst af ljósinu sem þeir endurkasta eins og nánar er lýst í nýlegu svari okkar við spurningunni Af hverju varpast skuggar ekki í lit? Þannig eru hlutir svartir af því að þeir senda ekkert ljós frá sér. Í fyrrnefndu svari er líka bent á að allir hlutir verða svartir í myrkri. Við tölum of...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt ryksuga en ekki ryksjúga?

Bæði nafnorðið ryksuga og sögnin að ryksuga eru fengin að láni úr dönsku. Þegar Íslendingar kynntust verkfærinu støvsuger og verknaðinum að støvsuge þýddu þeir fyrri liðinn støv réttilega sem ‘ryk’ en síðari liðurinn var aðeins aðlagaður með því að skipta á -e og -a í sögninni og -er og -a í nafnorðinu. Þannig var...

Fleiri niðurstöður