Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3131 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að „murka“ úr einhverjum lífið?

Elstu heimildir um sögnina murka virðast vera frá 19. öld samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Merkingin er ‘sarga í sundur, skera með bitlausum hníf, tálga eitthvað niður’. Þannig merkir að murka úr einhverjum lífið að drepa hann hægt og seint. Notkunina má vel sjá af eftirfarandi dæmum sem öll er að finna í...

category-iconHugvísindi

Hvort er þörf á gagnsæi eða gegnsæi þegar allir hlutir eiga að liggja ljósir fyrir?

Forliðurinn gagn- hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hann ‘gegn-, and-, mót-, hvor gegn öðrum’ og er þá notaður í orðum eins gagnrök, gagnkvæmur, gagnstæður. Í öðru lagi er merkingin ‘gegnum’ eins og í gagnsær og í þriðja lagi ‘gjör-, mjög’ eins og í gagnkunnugur. Forliðurinn gegn- er notaður í...

category-iconHugvísindi

Hvað er vikivaki?

Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði. Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sö...

category-iconHugvísindi

Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?

Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni? Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar?

Samkvæmt heimildum tekur prjón ekki að tíðkast hérlendis fyrr en á 16. öld. Það kemur ekki fyrir í fornu máli. Af nafnorðinu prjónn ‘teinn úr málmi (eða tré), stuttur málmpinni með haus á enda’ er leidd sögnin að prjóna og af henni nafnorðið prjón (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 724–725). Í Ritmálssafni Orðabókar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Heil og sæl . Hvað er seil? Sem heit á stað á jörð eða örnefni? T.d. Miklavatnsseil eða -seilar, Hreiðurseil, Fremri- og Heimri-Hnúkaseil, Mógrafarseil. Veit Vísindavefurinn það? Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?

Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:391) er orðið sagt komið úr dönsku hurra sem aftur hafi það úr miðháþýsku hurren (boðháttur af sögn). Það væri þá skylt sögninni húrra ‘renna hratt’ sem einnig er tökuorð úr dönsku. Húrra sem fa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli? Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið vesen?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins „vesen“ í íslenskri tungu? Er það skylt orðinu „væsen“? Orðið vesen ‘vafstur, óstand’ er tökuorð úr dönsku væsen frá 18. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Annálum frá fyrri hluta 18. aldar; og ganga þeirra Odds og Páls Beyer...

category-iconFélagsvísindi

Hver var hugmyndafræði íhaldsstefnunnar og hverjir voru upphafsmenn hennar? Hvert var upphaf hennar og hverjar voru afleiðingarnar?

Íhaldsstefna í núverandi mynd var fyrst sett fram í riti Edmunds Burkes um frönsku stjórnarbyltinguna, Reflections on the Revolution in France, árið 1790. Burke lagði áherslu á þróun fremur en snögg umskipti, á reynsluvit kynslóðanna fremur en einstaklingsbundna skynsemi, á virðingu fyrir venjum og siðum fremur en...

category-iconHugvísindi

Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?

Kínamúrinn eða The Great Wall of China eins og hann er stundum nefndur á ensku var byggður í áföngum á mjög löngum tíma. Kínamúrinn á fallegum degi. Ýmsar goðsagnir hafa verið við lýði um Kínamúrinn eins og til dæmis að hann sé fleiri þúsund ára gamall, ein órofa heild og eina mannvirkið á jörðinni sem sjáist úr...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?

Sögulegar ástæður Nú mætti færa fyrir því ýmis söguleg rök hvers vegna Tómasarguðspjall er ekki í Biblíunni. Það mætti til dæmis halda því fram að guðspjöll sem byggja á frásögum eins og guðspjöll Nýja testamentisins (að Jóhannesarguðspjalli meðtöldu) hafi notið vaxandi vinsælda á kostnað eldri rita sem þá ha...

category-iconLæknisfræði

Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?

Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum. Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna dó flökkudúfan út?

Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu. Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norðu...

Fleiri niðurstöður